Þessi Ríkistjórn verður allt að heyi. Enginn veit hvað Ríkisstjórnin er sammála um að gera. Manni líður eins og sjúklingarnir hafi yfirtekið geðveikrahælið og framtíðarstjórnunarstefnan þeirra er ógnvænlega fanatísk og kreddusöm. Öllum hurðum og gluggum skellt í lás og myrkvunartjöld dregin fyrir. Öllum sem vilja koma með skynsamlegar ábendingar er tekið sem glæpamönnum eða vinum slíkra.
Það sorglega við þetta hrun er að við þetta hafa ólík öfl leist úr læðingi og leita nú jafnvægis á ný en akkúrat núna er sveiflan alveg á hinum endanum miðað við 2007. Er ekki nokkur leið að við höfum opinn huga og lendum einhverstaðar þarna mitt á milli fljótlega? Við þurfum viðskipti, við þurfum fjármagn, við þurfum veltu og opinn huga hjá þjóðinni sem sér tækifæri en ekki bara ógnir og tortryggni hvert sem litið er. Brýnum eftirlitið og reglugerðarbáknið en yddum ekki af framsýni og bjartsýni. Hvetjum en ekki letjum!
Ofurskattar ásamt kreddum gegn virkjunum og nýjum atvinnutækisfærum sem lítill hópur fólks álítur ekki pólitískt réttan má ekki hindra upprisu Íslands. Sjáum bara hvað jákvætt hugarfar og vinna hefur áorkað á Suðurnesjum með möguleg framtíðartækifæri. Nýleg skýrsla Gallup sýnir að ef Ríkisstjórnin hættir að hindra framfarir skapist þar um 6000 störf fyrir Suðvesturhornið. Þar er atvinnuleysið. Þetta er þrátt fyrir að Suðurnesin hafi barist við hindranir þessarar Ríkisstjórnar s.l.ár. Hvernig væri ef svona virkjun mannauðs færi líka af stað í bæjum sem rekin eru af sömu afturhaldsömu öflum og í Ríkisstjórn? Hvert væru þessir bæir komnir í stefnumótun?
Hvað hefur þessari Ríkisstjórn áunnist annað en þvæla sér fram og aftur og taka rangar ákvarðanir, níðast á heilbrigðisstofnun landsbyggðarinnar og skapa sér sögu um fáránlegustu og villtustu Ráðherrana sem þvælast fyrir hver öðrum?
Þessi Ríkistjórn þarf að spíta í lófana og fara að draga vagninn í eina átt eða hypja sig ella!
Atvinnuleysið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010 | 17:45
Nú er nóg komið!
Ég lýsi eftir stefnu Ríkistjórnarinnar. Hingað til hefur almenningur fengið að vita smátt og smátt hvað hún ætli ekki að gera. Hvað hefur þessi ömurlega Ríkisstjórnarónefna ákveðið að gera til að laga ástandið bæði í skuldamálum heimilanna og til þess að auka atvinnu og gjaldeyrissköpun?
Ætlar hún að hætta að standa í vegi fyrir virkjanaframkvæmdum? Ætlar hún að bakka með ákvörðun Svandísar varðandi Þjórsá? Ætlar hún að hætta að hindra atvinnusköpun á Suðvesturhorninu þar sem jú nota beni mest allt atvinnuleysið er? Hvaða framkvæmdir styður þessi Stjórn heilshugar? Með hindrunum sínum er hún að draga atvinnusköpun yfir 6000 ársverka á suðvesturhorninu og þá er ég eingöngu að tala um á Suðurnesjum þar sem Sjálfstæðismenn hafa verið afar duglegir að finna hugmyndir og hrinda í framkvæmd. Slík atvinnusköpun hefur áhrif á öllu Suðvesturhorninu! Hvað hafa þessar tafir Umhverfisráðherra og Ríkisstjórnar kostað? Hvað hefur Þessi Ríkisstjórn kostað í peningum, hruni heimila, atvinnumissi og jafnvel þaðan af verra með framkvæmdaleysi sínu og dugleysi í öllu öðru en að rífast innbyrðis?
Ég held að þessi Ríkisstjórn hafi dvalið lengur en við höfum efni á.
800 manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2010 | 08:27
ESB eða ekki?
Gott mál! Ég er andsnúinn inngöngu Íslands í ESB. Ég komst að þeirri niðurstöðu með því að kynna mér málið ítarlega og skoða kosti þess og galla. Niðurstaða mín var að ókostirnir væru meiri en ávinningurinn. Sjálfsagt að draga umræðuna upp á yfirborðið og fólk taki upplýsta ákvörðun. Kannski verður væntanlegur samningur við ESB ásættanlegur, ég hef bara enga trú á því.
Á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur ESB aðild verið felld með miklum meirihluta og er það gott. En... og ég ítreka en .... það má ekki undir nokkrum kringumstæðum hrópa að þessu fólki sem hefur aðra skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur þar sem einstaklingsframtakið er virt og fólk er ekki múlbundið. Óheft umræða verður að mega eiga sér stað. Aðalatriðið er að Landsfundurinn verði stefnumótandi og meirihluti flokksmanna móti stefnu hans. Hingað til hefur öllum verið frjálst að tjá sig innan flokksins og ágætt að það sé gert utan hans líka.
Sjálfstæðir Evrópumenn á stofnfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2010 | 13:18
Mikið rétt...
Mikið rétt hjá Guðlaugi. Það er hrein móðgun við almenning í landinu sem er að sligast undan auknum birgðum að verið sé að afskrifa hundruð milljóna og jafnvel milljarða hjá þeim einstaklingum sem komu þjóðinni í þessa aðstöðu. Svona getur ekki endað nema á algjörri upplausn þjóðfélagsins. Leiðrétting á höfuðstól lána heimilanna er ekki meiri kostnaður en örfáir svona gjörningar kosta. Forgangsröðunin er alröng.
Á sama tíma og þessir gjörningar eru gerðir, heyrast fréttir af því í umræðunni að verið sé að ráða í störf og nefndir innan bankanna fólk sem er ekki með tilskilin réttindi og menntun í skjóli skammtímaráðninga og engar auglýsingar fari fram um störfin. Vinir og kunningjar raðast í feit embætti og nota tímann til að ná sér í tilskilda menntun eftirá og þannig vinna þeir sig inn reynslu um leið.
Allt er falið og undir yfirborðinu og það bíður heim spillingu.
Rannsaka þarf það sem gerst hefur frá hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2010 | 07:35
Afglöp, vanræksla og vanhæfni!
Indriði og Svavar virðast hafa gripið feginshendi drög sem var búið að hafna sem mögulegum samningi og byggt á þeim. Ótrúleg vanhæfni og með því að senda þessa menn hefur eini flokkurinn sem sannarlega gat þvegið sig af hruninu komið sér í sama vanda og hinir flokkarnir þ.e. í afglapa, vanhæfni og vanrækslu hópinn. Þeir hafa svo bætt um betur með að vera algerlega óhæfir í Ríkisstjórn og þvælast fyrir uppbyggingu með arfaslaka Ráðherra.
Nú þegar allir flokkar sitja við sama borð er ráð að fara að athuga hvar raunverulegur pólitískur vilji þjóðarinnar liggur. Viljum við austur Evrópu aðferð eða fara aftur í markaðshyggjuna en vanda okkur betur í þetta skiptið? Ég veit hvað ég vil, ég vil þessa Ríkisstjórn burt meðan eitthvert svigrúm er til þess að bjarga því sem bjargað verður. Það þarf að finna leið til þess að hindra svona miklar skattahækkanir, ná inn fjármagni og auðvelda atvinnulífinu að halda fólki.
Ég gæti sætt mig við asna í staðinn fyrir hest til þess að draga vagninn (vinstri stjórn) ef aðeins hann myndi draga vagninn í rétta átt en ekki fram af hömrum. Því er ekki að heilsa á Íslandi.
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 07:18
Vakna þú þurs!
Hvar hefur ASÍ verið síðastliðið ár? En gott að þursinn er að vakna. Það verður að fara í miklar afskriftir af skuldum heimilanna strax! Áður en vandamálið verður enn verra og flóknara. Slík viðbrögð gætu hindrað brottflutning ásamt því að halda greiðsluvilja og von hjá almenningi. Það er gríðarlegur sparnaður í því að hindra upplausn sem af fjölda gjaldþrotum leiðir, þunglyndi, depurð, skilnuðum, sjálfsmorðum o.s.frv.
Við þurfum að losna við þessa Ríkisstjórn upplausnar og verkfælni sem virðist eingöngu hugsa um fjármálaelítuna á kostnað almennings og samfélagslegra gilda.
Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2010 | 12:36
Rifist um fjármagn?
Sjúklingum fækkar á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2010 | 11:08
Það er gefið rangt!
Undirrituð skrifaði grein fyrir mjög stuttu síðan eða aðeins í fyrradag. Greinin var um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og ástandið sem nú skapast þar. Eigi að síður er full þörf á að ræða þetta ástand enn frekar því að miklir hagsmunir svæðisins eru í húfi. Því meira sem málið er skoðað verður ljósara að hér er um hreina aðför að íbúum að ræða. Suðurnesin hafa alltaf búið við það að teljast til höfuðborgarsvæðisins þegar það hentar en landsbyggðarinnar þegar eitthvað á að gera fyrir þéttbýlissvæði. Skoðum málið:
Heilbrigðisskipulag svæðisins byggir á kolröngum forsendum og því er mjög vitlaust gefið.
Suðurnesin eru í sameiginlegu Heilbrigðisumdæmi með Suðurlandi þannig að umdæmið nær alla leið til Hornafjarðar. Það er í raun alveg forundarlegt að þetta hafi orðið niðurstaðan þar sem bæjarfélögin á Suðurnesjum eru þannig staðsett að það þarf að fara um höfuðborgarsvæðið til þess að komast til þeirra. Þetta virðist ekki vera mikið mál í augum þeirra sem ekki eru vel að sér í heilbrigðismálum en það er það samt því að með þessu fyrirkomulagi er Sjúkrahúsið á Selfossi gert að aðal umdæmissjúkrahúsinu en Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er aukasjúkrahús. Auka sjúkrahús hafa minni lagalegar skyldur til þjónustu og því frekar hægt að fjársvelta þær.
Suðurnesin þurfa því nauðsynlega að vera alveg sér heilbrigðisumdæmi og stofnunin að verða aðal stofnunin enda þjónar hún 22 þúsund íbúum allra bæjarfélaganna á Suðurnesjum og þeirra sem starfa þar. Þó að stofnunin sé skilgreind sem aukasjúkrahús þarf hún að starfa eins og aðalumdæmissjúkrahús því ekki sækja Suðurnesjamenn þjónustu til Selfoss.
Sömuleiðis er algerlega nauðsynlegt fyrir Sjúkrahúsið á Selfossi að vera aðalsjúkrahúsið á sínu svæði enda umdæmið gríðarlega stórt og víðfeðmt. Bæði þessi sjúkrahús þyrftu því að fá fjármagn sem aðalstofnanir á sínu svæði. Mjög nauðsynlegt er að endurskipuleggja hvernig fjármagn er sett á heilbrigðisumdæmi í landinu enda algerlega óboðlegt að stjórnir þeirra viti aldrei hvernig úthlutað verði og séu sífellt að fá yfir sig nýja Heilbrigðisráðherra (misvitra eins og síðustu misserin sanna)sem umsnúa rekstrargrundvelli stofnananna með reglulegu millibili. Sömuleiðis hafa aðrir áhrifavaldar áhrif á fjármagnið t.d. hvernig skipast í heilbrigðisnefnd þingsins og í fjárlaganefnd. Ætla mætti að góðu fagfólki hins opinbera ætti ekki að verða skotaskuld úr verki að skapa reiknigrunn sem byggir á fjölda íbúa á þjónustusvæði hverrar stofnunar og svo fjarlægðum íbúa til að sækja þjónustuna. Þetta yrði þá fasti sem hægt væri að gera ráð fyrir í fjárlögum í stað þess að sífellt sé byggt á geðþótta og landsbyggðarsjónarmiðum þeirra sem eiga aðila í þessum nefndum. Ekki væri verra að stofnunum væru gefnar frjálsar hendur með að útvega sértekjur þess utan ef þær geta það. Eðlilegast væri að stofnanir yrðu gerðar að sjálfseignarstofnunum, svokölluðum non profit fyrirtækjum.
Skoðum nú aðstæðurnar á Suðurnesjum m.t.t. til fjárframlags. Greiðsla til stofnunarinnar er áætluð á einhverjum allt öðrum forsendum en raunskyldum hennar til almennings. Vissulega hefur hún fengið aukafjárveitingar hér og þar en allir vita að fyrirtæki sem rekið er með halla, sekkur í vexti og dráttarvexti sem gleypa litlu gusurnar sem yfirvöldum þóknast að fleygja til. Aldrei er gefið rétt í upphafi þannig að stofnunin geti notið hagræðis vaxtalega séð.
Suðurnesjasvæðið hefur þann vafasama heiður að vera svæðið þar sem ungir öryrkjar, ungar einstæðar mæður, lágur tekjuhópur og atvinnuleysi er hlutfallslega hæst á landsvísu . Ef fram fer sem horfir munu þessir íbúar nú þurfa að þjóta með gamalmenni sín og veik börn, á kvöldin og um helgar, klukkustundar ferð til Höfuðborgarinnar til að fá þjónustu. Þrátt fyrir að í þessum hópi eiga mjög margir ekki bíl, ekki peninga fyrir bensíni og þrátt fyrir að engar rútuferðir eru á þessum tíma. Ef þetta er á tíma sem rútan gengur kostar önnur leiðin kr. 1600 á mann til Reykjavíkur. Gaman væri að sjá svipinn á íbúum höfuðborgarsvæðisins ef þeim yrði gert að lúta sömu afarkostum og sækja þjónustuna til Suðurnesja. Þetta þýðir að félagsstofnanir Reykjanesbæjar munu þurfa að leggja enn frekari hönd á plóginn og styrkja þessa sjúklinga.
Það sem einnig mun gerast er að þeir sem þurfa reglulega að sækja sérhæfða þjónustu sem nú er á svæðinu þurfa þess í stað að leita til höfuðborgarsvæðisins. Fjölskyldumeðlimir jafnt sem sjúklingar munu þá þurfa að fá frí frá vinnu klukkustundum saman, atvinnuveitendur að veita frí og þannig tapa allir. Hvað kostar þetta? Svar: kostar ríkið ekkert en íbúa og bæjarfélög miklar upphæðir.
Meðferðina þarf Ríkið áfram að greiða, en nú til Landspítalans eða annarra aðila svo ekki hagnast yfirvöld á því, en íbúarnir tapa grimmt sem og bæjarfélögin enda mun þetta verða alvarleg hindrun gegn búsetu á þessu svæði. Starfsfólk stofnuninnar mun flýja lélegra starfsumhverfi og töluverða tekjulækkun og Suðurnesin enn á ný verða fyrir miklum búsifjum utanaðfrá.
Það rennur að manni sá illi grunur að kannski hafi ráðgjafar Heilbrigðisráðherra einmitt viljað hindra frekari flutning á þessar slóðir til þess að fylla upp tómt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og tryggja auknar tekjur til Landspítala. Nema þetta sé hrein aðför til þess að refsa íbúum fyrir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta ár eftir ár? Ef einhver skildi ekki hafa tekið eftir því er bullandi valdabarátta í gangi bak við tjöldin þar sem hagsmunaaðilar berjast um hverja krónu í kjölfar hrunsins og í því valdatómi sem þá myndaðist.
Suðurnesjamenn, þetta má ekki gerast og við verðum að standa saman og mótmæla þessu alvarlega!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 14:40
Tuttugu og tvö þúsund frekjudósir á Suðurnesjum?
Fyrir margt löngu þegar Svandís Svavarsdóttir tók upp á því að tefja Suðvesturlínu og þannig alla atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, fannst henni þörf á að hnýta í Suðurnesjamenn þegar þeir kvörtuðu sáran og sagði að þetta væri bara Frekja í íbúum svæðisins.
Nú lætur þessi Ríkisstjórn ekki endasleppt með aðför sinni að íbúum svæðisins og bæði tefur virkjanaframkvæmdir í Þjórsá og sker niður fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja langt niður fyrir þolmörk og að öllum líkindum niður fyrir hættumörk.
Nægur er flótti heilbrigðisfagfólks af svæðinu fyrir þar sem stofnuninni hefur um árabil þótt boðlegt að vera með nálægt 40% lægri framlög á haus á þjónustusvæðinu en næst lægsta stofnunin á landsvísu. Þetta er þrátt fyrir að á svæðinu sé atvinnuleysi langhæst,hlutfallslegur fjöldi ungra öryrkja, eldri borgara og barna mestur. Þetta samsafn af neytendum er dýrasti hópurinn.
Seint ætla yfirvöld að skilja að það er ekkert fitulag eftir á stofnuninni til þess að skera eins og sést á mikilli framlegð starfsmanna. Nú er verið að skafa beinin og slíta liðböndin og þá fellur allt um sjálft sig og starfsmenn sem hafa áratugum saman lagt metnað sinn í uppbyggingu svæðisins sjá stofnunina á einu "augabragði"tæpu fara aftar en nokkru sinni áður. Hversu langt er síðan að ekki var skurðstofa á Suðurnesjum? Ætli það séu ekki um 60 ár?
Undirrituð hneykslaðist mikið á því í fjölmiðlum fyrir ári síðan að stofnunin skyldi ekki fá heimild til að leigja út frá sér þjónustu og aðstöðu í umframnýtingu. Mikið var þá rætt um af hálfu heilbrigðisyfirvalda að ekki mætti detta í það að opna á heimildir til að þjónusta fullgreiðandi viðskiptavini frá útlöndum og þannig hagnast á heilsubresti annarra þjóða. Enn fremur voru þau rök færð fram að slíkt yrði að lokum til þess að slíta þjónustuna frá íbúum. Hvar erum við núna?
Hvernig væri að yfirvöld sæju að sér og færu að greiða eftir reiknilíkani sem tæki mið af íbúafjölda á þjónustusvæðinu öllu en ekki geðþótta. Best væri að þau skiptu sér svo sem minnst af starfseminni hér fyrst þau geta ekki annað en skemmt fyrir allstaðar, hættu skemmdarstarfsemi sinni og eftirlétu forstöðumanni að afla sértekna á allan þann hátt sem honum væri unnt til að byggja upp starfsemi, þjónustu og atvinnu til hagsbóta fyrir íbúana á svæðinu og ná fram rekstrargrundvelli fyrir stofnunina. Ekki væri verra að stofnunin nýtti tækifæri sín til lækningatengdrar ferðaþjónustu til sköpunar atvinnu, aukinnar þjónustu og gjaldeyristekna.
Með meistararitgerð minni í Stjórnun Heilbrigðisþjónustu sýndi ég fram á góðan grundvöll fyrir lækningatengda ferðaþjónustu og einmitt núna þegar gengið er svona hagstætt ætti að hamra járnið og nýta markaðstækifærið. Hægt er að byrja strax í smáum stíl. Skorað er á alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn og sýna þessu áhuga s.s. þjónustuaðila, tryggingafélög og lækna sem gætu hugsað sér að koma að stofnun slíks félags að hafa samband við undirritaða.
Mótmæla niðurskurði á HSS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2010 | 10:53
Hvert er vandamálið í hnotskurn?
Rekstur bæjarsjóðs byggist á álverinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)