ESB eða ekki?

Gott mál! Ég er andsnúinn inngöngu Íslands í ESB. Ég komst að þeirri niðurstöðu með því að kynna mér málið ítarlega og skoða kosti þess og galla. Niðurstaða mín var að ókostirnir væru meiri en ávinningurinn. Sjálfsagt að draga umræðuna upp á yfirborðið og fólk taki upplýsta ákvörðun. Kannski verður væntanlegur samningur við ESB ásættanlegur, ég hef bara enga trú á því.

Á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur ESB aðild verið felld með miklum meirihluta og er það gott. En... og ég ítreka en .... það má ekki undir nokkrum kringumstæðum hrópa að þessu fólki sem hefur aðra skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur þar sem einstaklingsframtakið er virt og fólk er ekki múlbundið. Óheft umræða verður að mega eiga sér stað. Aðalatriðið er að Landsfundurinn verði stefnumótandi og meirihluti flokksmanna móti stefnu hans. Hingað til hefur öllum verið frjálst að tjá sig innan flokksins og ágætt að það sé gert utan hans líka.


mbl.is Sjálfstæðir Evrópumenn á stofnfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Er semsagt nóg að vera í EES?

Gísli Ingvarsson, 13.2.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mikið rétt Gísli. Það yrðu alltof margar ákvarðanir teknar í Brussel og fullveldið er í húfi. T.d. yrðu ákvarðanir um virkjanir teknar í Brussel. Þá finnst mér síðastliðið ár ekki sýna hlutleysi og tillitsemi við smáþjóðir innan ESB. Sporin hræða. EES samningurinn veitir okkur öll skástu hlunnindin en hefur færri ókosti en full aðild. Það er ekki nokkur leið að hagkerfi okkar falli inn í ESB hagkerfi þeirra stærstu þar. Við erum með of mikla sérstöðu hérna í miðju Atlantshafi, bæði hvað varðar staðsetningu, hagsmuni, atvinnuvegi og höfum möguleika vegna smæðar okkar að fá sér fríverslunarsamninga við önnur lönd utan ESB. Slíkt leyfist ekki innan ESB. 

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.2.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Finnst þér ekki að "þjóð" sem situr fyrir utan allar þær stofnanir sem ákvarða "fjórfrelsið" vera ósjálfstæð fyrir vikið? - Þegar allt kemur til alls þá er sjálfsákvörðunarrétturinn ekki tryggður nema með úrsögn úr EES eða með fullri aðild. Allt annað er sjálfsblekking. (þetta er mín skoðun).

Gísli Ingvarsson, 13.2.2010 kl. 10:28

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Varðandi hagfræðirökin sem ég skal ekki gera lítið úr en mér finnst við vera of föst í umræðunni um "sérstöðu" íslenska hagkerfisins. Að mínu mati er það einmitt meinið að við höfum byggt upp hagkerfi sem stendur ekki undir sér í einangrun nema með því að það bitni á mér sem þjóðfélagsþegni í formi gjaldmiðils sem er einskis virði nema á Íslandi og "verðtryggingu" á þeim sama gjaldmiðli sem rýrir kjör mín og gefur mér minna svigrúm til perónulegrar hagræðingar á skuldum. Þróun atvinnuveganna fer fram samkvæmt leikreglum örfárra einstaklinga sem hafa hag af því að halda mínum kjörum niðri með því að hindra samkeppni innalands. Sömu einstaklingar geta hinsvegar í krafti útflutnings fjárfest að vild bæði utan og innanlands fyrir aðgang að auðlindum sem "þjóðin" á en hefur ekki ráðarétt yfir. Það er er EES samningingurinn sem veitir þeim þessa aðstöðu en ekki mér. ESB myndi höggva á þessa vitleysu enda eru það útgerðarmenn og kvótahafar sem eru einu raunverulegu andstæðingar ESB aðildar. Bændur munu hvort sem er alltaf eiga í basli innan og utan bandalagsins. Ég met mitt efnahags og persónufrelsi meira en "einokunar og einangrunarstefnuna" sem íslendingar hafa rekið síðan ég fæddist.

Gísli Ingvarsson, 13.2.2010 kl. 10:47

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Gísli innganga í ESB er ekki sama og að fá Evru. Evran tæki allavega 10 ár. Ef hún kemur þá eru hagsveiflur okkar mjög ólíkar þeim á meginlandinu. Sveiflur okkar eru líkari þeim sem eru í Noregi. Við gætum ef gjaldmiðilinn þarf að fara (kostar okkur mikinn óstöðugleika en bætir samkeppnishæfni í kreppu) og það er alveg umræða sem ég er til í að skoða nánar væri nær að taka upp Dollar. Hann er hægt að taka upp strax. Við gætum notað okkur staðsetninguna og reynt að fá fríverslunarsamning við USA (þá myndi viðskipti þangað aukast verulega), Kanada, Kína, Ástralíu og fleiri lönd þar sem þessum hagkerfum munar lítið um að fá vörur frá okkur flæðandi inn. Við gætum jafnvel hugsað alveg út fyrir rammann og gert fríríki hérna og þannig slegið þessa ofurskatta okkar niður í leiðinni.

Ég er einfaldlega að segja að ég sjái meiri möguleika utan ESB en innan. Sérstaklega nú þegar miklir erfiðleikar steðja að ESB löndum og vaxandi þrýstingur er á meiri samruna í ríkjabandalag. Enginn leið er að vita hvernig sú þróun endar og því viturlegt að bíða og sjá.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.2.2010 kl. 17:29

6 Smámynd: Pawel Bartoszek

Sæl Adda,

Ég verð að segja að það er verulega frískandi að lesa ekki færslur á borð við "getur þessi landzölulýður ekki bara farið yfir í samfylkinguna og barist fyrir sovéskri hugsjón sinni þar" frá fólki sem er manni á öndverðum meiði. Bestu kveðjur

Pawel Bartoszek, 13.2.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband