Vakna þú þurs!

Hvar hefur ASÍ verið síðastliðið ár? En gott að þursinn er að vakna. Það verður að fara í miklar afskriftir af skuldum heimilanna strax! Áður en vandamálið verður enn verra og flóknara. Slík viðbrögð gætu hindrað brottflutning ásamt því að halda greiðsluvilja og von hjá almenningi. Það er gríðarlegur sparnaður í því að hindra upplausn sem af fjölda gjaldþrotum leiðir, þunglyndi, depurð, skilnuðum, sjálfsmorðum o.s.frv.

Við þurfum að losna við þessa Ríkisstjórn upplausnar og verkfælni sem virðist eingöngu hugsa um fjármálaelítuna á kostnað almennings og samfélagslegra gilda.


mbl.is Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

ASÍ er bara einn angi af Samfylkingunni og þó þeir sendi VG eina pillu núna þá hafa þeir verið mjög sammála ríkisstjórninni í öllu aðgerðaleysinu framm að þessu. Þetta eru handónýt samtök og launþegasamtökin ættu að leggja ASÍ niður það er fáránlegt að vera í gegnum sitt stéttarfélag neyddur til að vera aðili að einhverju kratabatteríi sem hugsar meira um fylgi samfylkingarinnar en um hagsmuni launafólks.

Hreinn Sigurðsson, 11.2.2010 kl. 07:31

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ekki gert neitt fyrir almenning í landi voru en útrásarþjófarnir þeir ganga lausir og stela svíkja og ljúga með stjórnvöld og bankana á bak við sig!

Sigurður Haraldsson, 11.2.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband