Það er ekki nóg að hugsa fallega, það er það sem þú framkvæmir sem skiptir máli!

Þessi Ríkistjórn verður allt að heyi. Enginn veit hvað Ríkisstjórnin er sammála um að gera. Manni líður eins og sjúklingarnir hafi yfirtekið geðveikrahælið og framtíðarstjórnunarstefnan þeirra er ógnvænlega fanatísk og kreddusöm. Öllum hurðum og gluggum skellt í lás og myrkvunartjöld dregin fyrir. Öllum sem vilja koma með skynsamlegar ábendingar er tekið sem glæpamönnum eða vinum slíkra.

Það sorglega við þetta hrun er að við þetta hafa ólík öfl leist úr læðingi og leita nú jafnvægis á ný en akkúrat núna er sveiflan alveg á hinum endanum miðað við 2007. Er ekki nokkur leið að við höfum opinn huga og lendum einhverstaðar þarna mitt á milli fljótlega? Við þurfum viðskipti, við þurfum fjármagn, við þurfum veltu og opinn huga hjá þjóðinni sem sér tækifæri en ekki bara ógnir og tortryggni hvert sem litið er. Brýnum eftirlitið og reglugerðarbáknið en yddum ekki af framsýni og bjartsýni. Hvetjum en ekki letjum!

Ofurskattar ásamt kreddum gegn virkjunum og nýjum atvinnutækisfærum sem lítill hópur fólks álítur ekki pólitískt réttan má ekki hindra upprisu Íslands. Sjáum bara hvað jákvætt hugarfar og vinna hefur áorkað á Suðurnesjum með möguleg framtíðartækifæri. Nýleg skýrsla Gallup sýnir að ef Ríkisstjórnin hættir að hindra framfarir skapist þar um 6000 störf fyrir Suðvesturhornið. Þar er atvinnuleysið. Þetta er þrátt fyrir að Suðurnesin hafi barist við hindranir þessarar Ríkisstjórnar s.l.ár. Hvernig væri ef svona virkjun mannauðs færi líka af stað í bæjum sem rekin eru af sömu afturhaldsömu öflum og í Ríkisstjórn? Hvert væru þessir bæir komnir í stefnumótun?

Hvað hefur þessari Ríkisstjórn áunnist annað en þvæla sér fram og aftur og taka rangar ákvarðanir, níðast á heilbrigðisstofnun landsbyggðarinnar og skapa sér sögu um fáránlegustu og villtustu Ráðherrana sem þvælast fyrir hver öðrum?

Þessi Ríkistjórn þarf að spíta í lófana og fara að draga vagninn í eina átt eða hypja sig ella!


mbl.is Atvinnuleysið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband