3.5.2010 | 17:52
Hvað kemur á undan, eggið eða hænan?
Samkvæmt reynslu minni af sjúklingum sem sækja mína þjónustu er ég mjög efins um að hægt sé að flokka þetta svona. Heldur tel ég oft erfitt að sjá hvað kemur á undan eggið eða hænan. Ef þú hefur verið sterkur og athafnasamur einstaklingur sem skilgreinir þig mikið út frá því hvað þú starfar og tapar svo vinnugetunni, hefur það þá ekki áhrif á andlega heilsu? Við erum með mikið af fólki sem fær ekki næga hvatningu til að vinna það sem það getur heldur erum við að hefna því fyrir að reyna að bjarga sér sjálft með tekjuskerðingum og slíku. T.d. getur sjúklingur á örorku ekki farið í langskólanám á bótum, jafnvel þó að hann hafi skert sjálfsmat og hræðist að fara af henni og yfir á Lánasjóð Ríkisins. Mér hefur fundist það fólk hrætt við að það muni ekki uppfylla kröfur um námafköst og við höfum enga leið til þess að auðvelda því námið með lægri kröfum. Þá getur einstaklingur sem hefur misst starfsorku og svo í kjölfarið orðið gjaldþrota eða farið á svartan lista fjármálafyrirtækja ekki fengið námslán. Hann getur þá hvorki fengið námslán né sótt nám á örorku.
Við þurfum að hugsa þetta öðruvísi. Fólkið okkar kemur okkur við hvort sem það er á örorku eða ekki. Um leið og einstaklingur er kominn á örorku gleymum við honum og hann breytist oftar en ekki í svokallaða "vampíru" þ.e. þann sem sefur á daginn en vakir á nóttunni. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk. Þannig koma upp geðraskanir,þunglyndi og smám saman útilokast þessir einstaklingar frá atvinnulífinu og menntalífinu. Það er ekki það sama að vera fatlaður eða veikur og að geta ekki unnið fyrir sér. Sjáum Hawkins stjörnufræðing. Hann hefur miklar tekjur vegna menntunar sinnar en er samt mjög áberandi fatlaður. Auðveldum þessum ónotaða mannauð okkar til að komast á stað þar sem það getur framfleytt sér. Hvort sem það er með langskólamenntun, iðnmenntun, listmenntun eða öðru.
Geðraskanir helsta skýring örorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2010 | 07:09
Þetta er rautt flagg
Þetta sýnir vitleysuna í hnotskurn. almenningur hefur lítil völd um hverjir veljast í Lífeyrissjóðina og það er fáránlegt að opinberir starfsmenn fái styrk frá starfsmönnum einkageirans með því að þeir einir eru með verðtryggðan lífeyrissjóð.
Sjóðirnir eru alltof margir, eigendur hafa of litla aðkomu að stjórn þeirra og engin áhrif á fjárfestingu sjóðanna. Sjóðirnir virðast hafa verið í sama ruglinu og fjármálastofnanirnar en raunverulegir eigendur eru skyldaðir til þess að vera í þeim og greiða í þá hvernig svo sem til tekst með framtíðaröryggi þeirra.
Ef við ætlum að hafa skyldu lífeyrissjóði tel ég réttast að sjóðurinn sé bara einn, meið eina yfirbyggingu, virkt fjármálaeftirlit og sé alfarið stjórnað af eigendum sínum en ekki atvinnurekendum.
Ég mótmæli því að ég þurfi að greiða hærri skatta til þess að tryggja óskertan lífeyri einhverra annarra á sama tíma og ég fæ minn skertan. Þetta gerist á sama tíma og einkageirinn tekur aðalhöggið varðandi uppsagnir og tekjusamdrátt.
Ein lög og eitt kerfi fyrir alla. Líka varðandi uppsagnarétt.
LSR hækkar lífeyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2010 | 20:43
Alvarlegt ef satt reynist
Getur það virkilega verið að vogunarsjóðir hafi aðgang að lista um kröfuhafa? Lista sem meira að segja Viðskiptanefnd hefur ekki getað fengið? Viðskiptanefnd sem á að veita aðhald gegn framkvæmdarvaldinu og viðskiptalífinu en skilanefndir dreifi þessum upplýsingum til vogunarsjóða sem svo ganga á línu kröfuhafa og bjóða gull og græna skóga?
Þarf ekki að fara að rannsaka hvað er í gangi inni í skilanefndunum?
Sitja um kröfur í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 18:23
Hvar er fyrirgefningarbeiðni Samfylkingarinnar?
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa farið í gagngera sjálfsskoðun og endurnýjun. Úrvals fólk eins og Illugi og Þorgerður Katrín hafa fallið á sverðin og horfst í augu við sinn þátt í aðdraganda hrunsins. Að missa þetta frábærlega klára fólk út úr Sjálfstæðisflokknum er mikill skaði. Skaði þjóðfélagsins er að mikið af okkar besta og klárasta fólki rataði í ógöngur og andvaraleysi og fylgdi straumnum. Grasrætur allra flokka brugðust líka. Voru ekki að veita þessu fólki og öðrum frambærilegum stjórnmálamönnum í öðrum flokkum aðhald og stuðning og auðvelda þeim að rata línu þess sem ásættanlegt er. Ábyrgðin lá hjá þessu fólki en sökin er okkar allra.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa tekið vel til hjá sér og þeirra fólk séð sóma sinn í að víkja þegar það sér sig á gráu svæði eða svörtu. Sama verður ekki sagt um Samfylkinguna. Þar virðast allir vera að rúnta á afneitunarrútunni. Jóhanna Sigurðardóttir, full vandlætingar á ráðherraefnum annarra flokka, hneykslast á spillingu innan þeirra en sér ekkert athugavert að hún var ein af fjórum ráðherrum í n.k. ráðherraráði sem lagði línurnar um efnahagsmálin. Ásamt henni voru í ráðinu Geir Haarde, Árni Matt og Ingibjörg. Þau hafa öll vikið en efnahagsmálin í fyrri stjórn komu Jóhönnu samt ekkert við að eigin mati. Samfylkingin er skítug upp fyrir höfuð, setti styrki á margar kennitölur og þegar Steinunn er "nöppuð" er talað um að allir þingmenn þurfi að segja af sér því enginn þorir á taka á Jóhönnu, Össuri og Árna Páli ásamt Steinunni Valdísi.
Ingibjörg þykist nokkuð skolhrein þar sem hún var ekki Viðskiptaráðherra en taldi sig samt eiga meiri rétt en hann á sínum tíma til þess að vita um hvað væri að gerast í hans umboði. Hennar meðreiðarsveinn var Össur sem hvorki var Viðskiptaráðherra né varaformaður flokksins. Þau tvö, ásamt Jóhönnu tóku sér völd Viðskiptaráðherra og þykjast svo geta skammað aðra flokka og þennan Ráðherra sinn. Vissulega grét Ingibjörg höfugum tárum en hún baðst ekki afsökunar á glæpnum, hún baðst afsökunar á að hafa tengst þessum vonda og ljóta flokki Sjálfstæðisflokki.
Afneitunin er algjör. Hræsnin er algjör. Samfylkingin hefur ekki byrjað að borga fyrir sinn þátt ennþá.
Framsóknarflokkur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2010 | 08:57
Hverjir brugðust?
Eftir lestur skýrslunnar setur að manni hroll. Í raun og veru kemur ekkert af upplýsingunum í henni á óvart. Hversvegna manni bregður svona er því svolítið undarlegt. Kannski hefur maður verið í afneitun og skoðað hvert málið sem einstakt en skýrslan summar þetta svo upp og þá verður þetta að heilli blokk.
Það er alveg ljóst í mínum huga að við þurfum að sópa hressilega út í Sjálfstæðisflokknum. Reyndar tel ég Samfylkinguna ekki í minni málum því þar þurfa Jóhanna, Össur, Steinunn og fleiri að víkja að mínu mati. En flokksmál í Samfylkingunni koma mér ekki við. Hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum er greinilegt að siðrofið í Íslensku samfélagi þreifst þar sem annarstaðar.
Við þurfum að hreinsa til og gefa nokkrum forystumönnum og konum reisupassann. Þau þurfa að axla ábyrgðina en það gerir sök okkar almennra flokksmanna ekki minni. Ljóst er að grasrætur allra pólitískra flokka á Íslandi brugðust ekki síður en forystumanna þeirra. Andvaraleysið og athafnaleysið var algert. Engu líkara er en að kosningar hafi verið vinsældakeppni þar sem verðlaunin voru þau að mega haga sér að vild í fjögur ár.
Það er kominn tíimi til að vakna. Við almennir flokksmenn þurfum að verða virkari, meira vakandi og gagnrýnni í því að sjá til þess að forystufólk fari eftir stefnu flokksins og villilst ekki vegna skorts á leiðarljósi. Það er nefnilega mjög auðvelt að villast þegar á þessu fólki hefur skollið áreyti frá aðilum sem búa við allt annan raunveruleika en litla Gunna og litli Jón. Þau voru umvafinn fólki sem hafði mikil áhrif og sterkum fulltrúum úr viðskiptalífinu sem höfðu miklu hærra og meiri áhrif en grasrótin sjálf. Vissulega villtust þau en bara vegna þess að við leyfðum þeim það.
Ef enginn gefur skýr skilaboð og stefnumörkun hefur fólk frjálsar hendur um hvert það fer. Það er hættulegt umhverfi þegar sterkir pólitískir leiðtogar skulda orðið milljarða og eru háðir framlögum vafasamra aðila. Enginn á skilið að vera settur í slíkar aðstæður og ekki er hægt að ætlast til þess að forystufólkið eitt átti sig á hættunni þegar allt samfélagið er gegnsýrt. Það var því meira en forystan sem brást. Forystan þarf samt sem áður að axla ábyrgðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 16:11
Jæja, hvar eru stóru sóparnir?
Nú hef ég verið að lesa Rannsóknarskýrsluna. Ljóst er að ábyrgð míns flokks er mikil og það er mjög mikilvægt að grasrótin fái að taka til og sópa í hornin. Slíkar ræstingar eru kannski ekki alltaf sanngjarnar gagnvart einstaklingum en stundum þarf að gera meira en gott þykir.
Ég tel að Þorgerði sé ekki stætt á þingi eða í varaformannsembættinu. Ég skil alveg hvernig málin þróuðust svona og að þetta hafi verið lenska að hátt settir bankamenn fengu margföld árslaun verkamanna á mánuði. Þetta er samt birtingarmynd um siðrof eins og baksýnisspegillinn sýnir og gerir stöðuna ekki skárri. Stjórnmálamaður sem kemur sér í svona aðstöðu getur orðið auðvelt fórnarlamb spillingarafla.
Ég er mjög svekkt yfir örlögum Þorgerðar sem ég hélt að yrðu mikil í flokknum og horfði á þessu skeleggu og sterku konu sem óvefengjanlegt formannsefni. Það hefur samt valdið mér vonbrigðum að hún hafi ekki vikið á síðasta landsfundi. Enn frekar að hún hafi ekki vikið strax við birtingu skýrslunnar. Hvað sem segja má um hvernig þessi ofurlauna og lánafyrirgreiðslur þróuðust hjá manni hennar þá efast enginn um að Þorgerður er og var ekki berfætt og hlekkjuð við eldavélina. Þetta er skörp kona sem átti að vera ljóst hvað maður hennar var að bardúsa og hvaða áhrif þessar ofurtökur hefðu á markaðseftirspurn hlutabréfa. Ef Þorgerður vissi ekkert um hvað var að gerast í fjármálum þeirra hjóna þá hefur hún hvort eð er ekkert að gera í framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins.
Þegar þeim sem varð á halda áfram að þvælast fyrir flokknum og þekkja ekki sinn vitjunartíma þarf að sópa þeim út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2010 | 20:02
Gott hjá honum!
Grein hans varð til þess að mikil umræða skapaðist kringum mig í dag varðandi kvótakerfið. Fólk sem las pistil hans varð alveg forviða yfir þeim upplýsingum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið við stjórnartaumana þegar kvótakerfið kom á og mögulegt afsal aflaheimilda.
Enn og aftur rek ég mig á að sérstaklega fólk sem hefur slagsíðu til vinstri hefur trúað því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett kerfið á og kemur alltaf af fjöllum yfir þessum upplýsingum. Þetta er sérstaklega fyndið þar sem margir sem ég hef lent í rökræðum við nefna þetta sem aðal gallann við Sjálfstæðisflokkinn og telja kvótakerfið einn af hans verstu glæpum.
Það að Jóhanna sjálf sem sat í Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ásamt Steingrími J og átti þannig þátt í að setja þetta gallaða kvótakerfi á, hamri á því á flokksráðsfundi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kvótaflokkur sem hafi gefið auðlindinrnar finnst mér með miklum ólíkindum og gott hjá Birni að krefjast afsagnar hennar.
Að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið er gott og blessað, en þarf ekki fyrst að finna lausn í sátt um hvernig bæta eigi þeim sem keyptu kvóta á löglegan hátt samkvæmt meingölluðu kerfi sem heilög Jóhanna átti þátt í að setja á sjálf? Ef henni og félögum hennar er svona annt um að þjóðin fái auðlindagjald fyrir fiskinn þá spyr ég bara af hverju hún hafi ekki úthlutað kvótanum upphaflega þannig í stað þess að afhenda útvegsmönnum kvótann sem svo gátu selt hann frá heilu byggðarlögunum eða veðsett hann?
Segir ríkisstjórnina eiga að fara frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.2.2010 | 09:51
Ströndum ekki!
Við eigum að standa föst fyrir og láta þá taka þrotabú Landsbankans. Ef þeir vilja það ekki þá verður samningurinn felldur 80%. Málið dautt. Þá geta þeir fengið Landsbankann eða ekkert.
Svo eigum við að snúa okkur að því að losna við þessa duglausu Ríkisstjórn og koma hjólum atvinnulífsins á réttan kjöl. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni gætum við losnað við hvort tveggja í einni bunu
FT: Bretar eiga að gefa eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2010 | 09:22
Það væri í lagi að hafa asna fyrir vagninum í staðinn fyrir hest ef hann bara færi í rétta átt!
Getur verið að Darling hafi ekki haft vit á því að EES lönd væru með öðruvísi ábyrgðir en ESB lönd? Þegar Árni staðfestir að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar samkvæmt samningum hafi hann túlkað þetta eins og um tvö ESB lönd væri um að ræða?
Samkvæmt ESB er Ísland og hin EES löndin sögð þriðja land með sérstaka samninga við ESB. Samkvæmt því segir Reglugerð ESB að gistiríkin beri ábyrgð á útibúi þessara banka í Bretlandi og Hollandi. Viðbrögð þeirra virðist því vera eins og þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þessu og kannski er reiðin og ofstopinn þess vegna þ.e. þeir hefðu getað komið í veg fyrir þetta eða krafist viðbótartryggingagreiðslna inn á tryggingasjóð sinn.
Hversvegna er Steingrímur, Jóhanna og bullur þeirra svona umhugað um að gefa þeim það sem þeir vilja en eiga engan rétt á? Hvers vegna þessa lyddu og ládeyðu framkomu? Hversvegna rær hún lífróður til þess að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og virðist vera tilbúin að semja bara um lægri vexti? - Jú hún vill frekar semja illa en fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ríkisstjórnin er bara að reyna að hindra að hún falli. Málið er að hún hefur verið að reyna að troða upp á þjóðina handónýtum samningum, gerðum af enn ömurlegri uppgjafapólitíkusum og í stað þess að viðurkenna vandann og gera betur hefur Steingrímur og félagar hangið í samningnum eins og hundar í roði. Þetta er handónýt Ríkisstjórn, með enn handónýtari markmið og ef mögulegt er enn vanhæfari getu til framkvæmda á ráðagerðum sínum. Það eru tveir asnar fyrir þessum vagni sem snúa í sitthvora áttina.
Deildu um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2010 | 12:35
Réttlætið verður að fá að sigra, fyrr skapast ekki sátt!
Því meira sem ég velti fyrir mér skuldamálum þjóðarinnar þá tel ég að það hefði verið ódýrara fyrir alla að stilla höfuðstól lána afturábak t.d. til janúar eða maí 2008. Gengislánin breytt þaðan í íslensk lán. Ég tel að það sé vantalið stórkostlega þau samfélagslegu áhrif sem þessi kúfur og stökkbreyting hefur haft og er að hafa á þjóðfélagið allt. Þarna hefði áfram verið hvatning til að halda áfram að borga og farið réttláta leið í stað þess að láta almúgann borga kostnaðin við hrunið með eignarhluta sínum. Eins og ástandið er núna eru lántakendur látnir bera alla ábyrgðina á hruninu og enn og aftur hallar á viðkvæmt valda og réttlætisjafnvægi í samfélaginu. Það verður aldrei nein sátt svona!
Kostnaður við þetta er á við örfáar afskriftir sem eru að eiga sér stað hjá útrásarvíkingum.
Nauðungarsölum ekki frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)