Þetta er rautt flagg

Þetta sýnir vitleysuna í hnotskurn. almenningur hefur lítil völd um hverjir veljast í Lífeyrissjóðina og það er fáránlegt að opinberir starfsmenn fái styrk frá starfsmönnum einkageirans með því að þeir einir eru með verðtryggðan lífeyrissjóð.

Sjóðirnir eru alltof margir, eigendur hafa of litla aðkomu að stjórn þeirra og engin áhrif á fjárfestingu sjóðanna. Sjóðirnir virðast hafa verið í sama ruglinu og fjármálastofnanirnar en raunverulegir eigendur eru skyldaðir til þess að vera í þeim og greiða í þá hvernig svo sem til tekst með framtíðaröryggi þeirra.

Ef við ætlum að hafa skyldu lífeyrissjóði tel ég réttast að sjóðurinn sé bara einn, meið eina yfirbyggingu, virkt fjármálaeftirlit og sé alfarið stjórnað af eigendum sínum en ekki atvinnurekendum.

Ég mótmæli því að ég þurfi að greiða hærri skatta til þess að tryggja óskertan lífeyri einhverra annarra á sama tíma og ég fæ minn skertan. Þetta gerist á sama tíma og einkageirinn tekur aðalhöggið varðandi uppsagnir og tekjusamdrátt.

Ein lög og eitt kerfi fyrir alla. Líka varðandi uppsagnarétt.


mbl.is LSR hækkar lífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Rauða flaggið er bletturinn í merki Samspillingarinnar.

Hann er í raun tekin úr gamla USSR fánanum. Innan skamms mun hann verða tekin ofarlega úr vinstra horni þess fána og þá komaí ljós það sem eiga að verða einkunnarorð okkar til framtíðar.... "hamar og sigð".

 Hamarinn til að berja á fólkinu og sigðin til að skera af þá sem standa uppúr.

Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband