Gott hjá honum!

Grein hans varð til þess að mikil umræða skapaðist kringum mig í dag varðandi kvótakerfið. Fólk sem las pistil hans varð alveg forviða yfir þeim upplýsingum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið við stjórnartaumana þegar kvótakerfið kom á og mögulegt afsal aflaheimilda.

Enn og aftur rek ég mig á að sérstaklega fólk sem hefur slagsíðu til vinstri hefur trúað því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett kerfið á og kemur alltaf af fjöllum yfir þessum upplýsingum. Þetta er sérstaklega fyndið þar sem margir sem ég hef lent í rökræðum við nefna þetta sem aðal gallann við Sjálfstæðisflokkinn og telja kvótakerfið einn af hans verstu glæpum.

Það að Jóhanna sjálf sem sat í Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ásamt Steingrími J og átti þannig þátt í að setja þetta gallaða kvótakerfi á, hamri á því á flokksráðsfundi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kvótaflokkur sem hafi gefið auðlindinrnar finnst mér með miklum ólíkindum og gott hjá Birni að krefjast afsagnar hennar.

Að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið er gott og blessað, en þarf ekki fyrst að finna lausn í sátt um hvernig bæta eigi þeim sem keyptu kvóta á löglegan hátt samkvæmt meingölluðu kerfi sem heilög Jóhanna átti þátt í að setja á sjálf? Ef henni og félögum hennar er svona annt um að þjóðin fái auðlindagjald fyrir fiskinn þá spyr ég bara af hverju hún hafi ekki úthlutað kvótanum upphaflega þannig í stað þess að afhenda útvegsmönnum kvótann sem svo gátu selt hann frá heilu byggðarlögunum eða veðsett hann?


mbl.is Segir ríkisstjórnina eiga að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Heldurðu ekki að þetta verði bara til að æra óstöðugan að minnast á þessa sögulegu hluti... Hihihihi :D

Alltaf gaman þegar vinstri menn eru mintir á staðreyndirnar...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.3.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Adda Þorbjörg. Ekki gleyma hverjir þróuðu vitleysuna sér í hag!

Notfærðu sér gallana sem fiski-vitleysu-fræðingarnir innleiddu eins og heilagan sannleika sem var helber lygi háskóla-fræðanna!

Ekkert nýtt að háskólafræðin hafi svikið, enda samin af alheims-svika-auðvaldinu að hluta til!!!

Nei, þetta er of langsótt hjá þér mín kæra!

Nú er tími leiðréttinga þeirra sem "kvótaeigendur" hafa svindlað á og svikið!!!

Það gengur hvorki né rekur í því að réttlæta eftirleikinn þeirra S og F greifa! Þeir eru ekki einir um að þurfa leiðréttingu á Íslandi í dag, þótt sumir láti það líta þannig út!

Gangi þér vel að réttlæta þjófnaðinn, en mig blekkir þú ekki svo létt! Hafðu það gott og ég vona að þú áttir þig á staðreyndunum! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Anna að mínu mati er nú tími sem á að nota til að ausa bátinn en ekki rugga honum í stórsjó. Vissulega þarf að skoða kvótakerfið en hvernig væri að bíða með það meðan verið er að lagga skuldastöðu heimilanna og auka atvinnu?

Síðan þarf augljóslega að endurskoða kvótakerfið en vanda þarf til verks svo að ekki verði önnur eins vitleysa gerð aftur á kostnað almennings sem búa í byggðarlögum með allt undir.

Fyrst þarf að laga það sem er alvarlega brotið og er að sigla í kaf. Svo endurskoðum við annað.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.3.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Má sem sagt skilja af pistli þínum að Sjálfsstæðisflokkurinn sé á móti kvótakerfinu?  Voru Hannes Hólmsteinn og Ragnar Árnason á vegum vinstri flokkanna þegar þeir ferðuðust um heimsbyggðina og boðuðu fagnaðaerindið um besta fiskveiðistjórnunarkerfi alheimsins?

Víðir Benediktsson, 30.3.2010 kl. 23:41

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Víðir nú skaltu kynna þér heimildir: Sjálfstæðisflokkurinn greiddi einn allra flokka atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma. Með gjörningnum gerðist það sem Sjálfstæðisflokkurinn óttaðist að verið væri að færa eign fjöldans útgerðarmönnum. Þetta var staðfest skömmu síðar af Hæstarétti sem dæmdi sem svo að þarna væri kominn eignarréttur á nýtingu auðlindarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn virðir Stjórnarskrá sem leggur áherslu á virðingu eignarréttarins. Eign verður ekki tekin af nema gjald komi fyrir.

Síðan hefur runnið mikið vatn til sjávar og yfir 90% af veiðiheimildunum eru nú í höndum fólks sem keypti þær dýrum dómum. Áhrif kvótakerfisins varð gífurleg á landsbyggðina vegna þessara framsals heimilda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei lýst sig andsnúinn breytingum á kvótakerfinu og sérstaklega ekki framsalsréttindum. Heldur lagt áherslu á að þetta verði að gera í sátt við eigendur veiðiheimildanna og með mjög vandaðri vinnu svo komið verði í veg fyrir gríðarleg áhrif á líf og þróun á landsbyggðinni sem ekki sést fyrir enn og aftur.

Jóhanna, Steingrímur J og félagar ætluðu sér að koma á veiðistjórnunarkerfi, hugsunin var góð en framkvæmdin fórst ekki fyrir frekar en annað sem þetta ágæta fólk tekur sér fyrir hendur. Núna er ekki rétti tíminn til að rugga bátnum og gera breytingar í ósátt við sjávarútveginn. Nú á að ausa og bjarga því sem bjarga þarf eftir forgangsröð. Kvótakerfið er þar ekki fremst í flokki. Skaðinn er skeður og það má bíða þar til við höldum sjó.

Ég veit ekki hvað þú ert að ásaka Sjálfstæðisflokkinn fyrir í þessu sögulega samhengi. Hitt er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á móti vönduðu veiðistjórnunarkerfi og ég sé ekki hvernig eigi að komast undan slíku kerfi þannig að skynsamlegt sé. Ekki er vænlegt til árangurs að allir megi bara veiða eins og þeir vilja.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 31.3.2010 kl. 04:01

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

".......... ekki vænlegt til árangurs að allir megi bara veiða eins og þeim sýnist.

Það er mikið til í því. En hvað er athugavert við það að allir þeir sem búa í byggðunum úti á landi og við sjávarsíðuna fái að veiða eins og þeir geta á trillubátunum sínum?

Það er tilgangslaust að reyna að segja mönnum á mínum aldri sem byrjaði að dýfa færi í sjó fyrir tæpum 70 árum að handfæraveiðar ógni fiskistofnum.

En þetta bann er notað í skjóli vísindastofnunar. Það er vitað að ef afli eykst á markaði þá lækkar verðið á leigukvóta!

Segir þetta þér enhverja sögu um pólitíska tengingu eða pólitíska spillingu?

Ætli útgerðarfyrirtæki greiði Flokknum nokkur hundruð milljarða bara si sona?

Árni Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 09:50

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Árni þú veist eins vel og ég að trilluútgerðin getur afkastað gríðarlegum afla. Öllum er frjálst að afla til heimabrúks en hvar er réttlætið í því t.d. að menn sem hafi selt frá sér gjafakvóta sitji nú og fái úthlutað strandveiðiréttindum upp á fleiri tonn?

Ég er sammála því að mikil mistök voru gerð við setningu kvótalaganna. Að klína mistökunum á Sjálfstæðisflokkinn er bara ranglátt í ljósi sögulegra staðreynda. Ef breyta á framsalsréttindum og kvótaréttindum þarf að nást um það samkomulag því þetta getur orðið til þess að þjóðin í heild verði fyrir miklum búsifjum í hagfræðilegu tilliti. Við megum ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Hvað yrði um Vestmannaeyjar sem dæmi? Ertu með það alveg á hreinu?

Þegar kvótakerfið verður breytt skulum við vanda okkur og sjá til þess að aðrar eins afleiðingar og við setningu þess verði ekki og afleiðingar komi ekki að óvörum. Þú tekur ekki eign af fólki án þess að skapa skaðabótarétt. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem færði fáum útvöldum þessa gjöf það var Jóhanna og félagar. Aftur á móti mun Sjálfstæðisflokkurinn virða þann eignarétt sem hefur skapast og verja afkomu þjóðarinnar.

5% fyrning á ári er klikkun því afgangur greinarinnar er nær rétt því eins og er að meðaltali og nú er kjörtími fyrir fiskútflutning og veiðar. Þurfum við að hætta svo til einu greininni sem virkar akkúrat núna?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 31.3.2010 kl. 12:35

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Anna Sigríður; sjá hlekkinn: http://www.althingi.is/altext/112/s/1110.html

þetta er á breytingartillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um frumvarpið til þess að reyna að tryggja að ekki skapaðist eignarréttur með veiðiréttindunum. Hvernig geturðu réttlætt það að segja flokkinn kvótaþjófa þegar staðreyndir liggja fyrir?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 31.3.2010 kl. 13:13

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

það má víst einu gilda hver kom þessum óskapnaði á. Hitt er svo annað mál hvort þeir sem á eftir koma hafa eitthvað gert til að vinda ofan af vitleysunni en það hefur enginn gert, hvorki Sjálfsstæðisflokkurinn né aðrir. Enginn hefur setið eins lengi á valdastóli síðan þetta gerðist og Sjálfstæðisflokkurinn og hann hefur sannarlega varið kvótakerfið með kjafti og klóm. Það þekki ég á eigin skinni hafandi unnið í þessu kerfi frá upphafi svo það er óþarfi að brýna fyrir mér að kynna mér staðreyndir. Ég þekki þær. Reyndar er höfundur þessa kerfis Kristján Ragnarsson fyrrum talsmaður LÍÚ en það er önnur saga. Hins vegar veit ég vel á hvers vegum Hannes og Ragnar voru á sínum tíma.

Víðir Benediktsson, 2.4.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband