Hverjir brugðust?

Eftir lestur skýrslunnar setur að manni hroll. Í raun og veru kemur ekkert af upplýsingunum í henni á óvart. Hversvegna manni bregður svona er því svolítið undarlegt. Kannski hefur maður verið í afneitun og skoðað hvert málið sem einstakt en skýrslan summar þetta svo upp og þá verður þetta að heilli blokk.

Það er alveg ljóst í mínum huga að við þurfum að sópa hressilega út í Sjálfstæðisflokknum. Reyndar tel ég Samfylkinguna ekki í minni málum því þar þurfa Jóhanna, Össur, Steinunn og fleiri að víkja að mínu mati. En flokksmál í Samfylkingunni koma mér ekki við. Hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum er greinilegt að siðrofið í Íslensku samfélagi þreifst þar sem annarstaðar.

Við þurfum að hreinsa til og gefa nokkrum forystumönnum og konum reisupassann. Þau þurfa að axla ábyrgðina en það gerir sök okkar almennra flokksmanna ekki minni. Ljóst er að grasrætur allra pólitískra flokka á Íslandi brugðust ekki síður en forystumanna þeirra. Andvaraleysið og athafnaleysið var algert. Engu líkara er en að kosningar hafi verið vinsældakeppni þar sem verðlaunin voru þau að mega haga sér að vild í fjögur ár.

Það er kominn tíimi til að vakna. Við almennir flokksmenn þurfum að verða virkari, meira vakandi og gagnrýnni í því að sjá til þess að forystufólk fari eftir stefnu flokksins og villilst ekki vegna skorts á leiðarljósi. Það er nefnilega mjög auðvelt að villast þegar á þessu fólki hefur skollið áreyti frá aðilum sem búa við allt annan raunveruleika en litla Gunna og litli Jón. Þau voru umvafinn fólki sem hafði mikil áhrif og sterkum fulltrúum úr viðskiptalífinu sem höfðu miklu hærra og meiri áhrif en grasrótin sjálf. Vissulega villtust þau en bara vegna þess að við leyfðum þeim það.

Ef enginn gefur skýr skilaboð og stefnumörkun hefur fólk frjálsar hendur um hvert það fer. Það er hættulegt umhverfi þegar sterkir pólitískir leiðtogar skulda orðið milljarða og eru háðir framlögum vafasamra aðila. Enginn á skilið að vera settur í slíkar aðstæður og ekki er hægt að ætlast til þess að forystufólkið eitt átti sig á hættunni þegar allt samfélagið er gegnsýrt. Það var því meira en forystan sem brást. Forystan þarf samt sem áður að axla ábyrgðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband