Hvar er fyrirgefningarbeiðni Samfylkingarinnar?

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa farið í gagngera sjálfsskoðun og endurnýjun. Úrvals fólk eins og Illugi og Þorgerður Katrín hafa fallið á sverðin og horfst í augu við sinn þátt í aðdraganda hrunsins. Að missa þetta frábærlega klára fólk út úr Sjálfstæðisflokknum er mikill skaði. Skaði þjóðfélagsins er að mikið af okkar besta og klárasta fólki rataði í ógöngur og andvaraleysi og fylgdi straumnum. Grasrætur allra flokka brugðust líka. Voru ekki að veita þessu fólki og öðrum frambærilegum stjórnmálamönnum í öðrum flokkum aðhald og stuðning og auðvelda þeim að rata línu þess sem ásættanlegt er. Ábyrgðin lá hjá þessu fólki en sökin er okkar allra.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa tekið vel til hjá sér og þeirra fólk séð sóma sinn í að víkja þegar það sér sig á gráu svæði eða svörtu. Sama verður ekki sagt um Samfylkinguna. Þar virðast allir vera að rúnta á afneitunarrútunni. Jóhanna Sigurðardóttir, full vandlætingar á ráðherraefnum annarra flokka, hneykslast á spillingu innan þeirra en sér ekkert athugavert að hún var ein af fjórum ráðherrum í n.k. ráðherraráði sem lagði línurnar um efnahagsmálin. Ásamt henni voru í ráðinu Geir Haarde, Árni Matt og Ingibjörg. Þau hafa öll vikið en efnahagsmálin í fyrri stjórn komu Jóhönnu samt ekkert við að eigin mati. Samfylkingin er skítug upp fyrir höfuð, setti styrki á margar kennitölur og þegar Steinunn er "nöppuð" er talað um að allir þingmenn þurfi að segja af sér því enginn þorir á taka á Jóhönnu, Össuri og Árna Páli ásamt Steinunni Valdísi.

Ingibjörg þykist nokkuð skolhrein þar sem hún var ekki Viðskiptaráðherra en taldi sig samt eiga meiri rétt en hann á sínum tíma til þess að vita um hvað væri að gerast í hans umboði. Hennar meðreiðarsveinn var Össur sem hvorki var Viðskiptaráðherra né varaformaður flokksins. Þau tvö, ásamt Jóhönnu tóku sér völd Viðskiptaráðherra og þykjast svo geta skammað aðra flokka og þennan Ráðherra sinn. Vissulega grét Ingibjörg höfugum tárum en hún baðst ekki afsökunar á glæpnum, hún baðst afsökunar á að hafa tengst þessum vonda og ljóta flokki Sjálfstæðisflokki.

Afneitunin er algjör. Hræsnin er algjör. Samfylkingin hefur ekki byrjað að borga fyrir sinn þátt ennþá.


mbl.is Framsóknarflokkur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Á þetta að vera GAMANSAGA?

Hamarinn, 24.4.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Frekar harmsaga!  Þarna þarf að moka út og spurning hver verður þá eftir.  Ég vil samt ekki gleyma Ingibjörgu Sólrúnu en það minnkar síst hlut hinna - þvert á móti.

Ragnar Kristján Gestsson, 24.4.2010 kl. 18:46

3 identicon

Finnst Samfylkingar fólki það þurfa eitthvað meir að gera en að búa til "Endurbótanefnd" til að grafa málið ?

Eitt er víst að ISG er búin að skemma meir fyrir SF en nokkur annar.

Það litla sem er eftir eru Össur og Jóhanna að eyðileggja

Flokkurinn er ónýtur. Hann mun annaðhvort klofna eða detta niður í sitt gamla 15-20 % fylgi.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband