Það væri í lagi að hafa asna fyrir vagninum í staðinn fyrir hest ef hann bara færi í rétta átt!

Getur verið að Darling hafi ekki haft vit á því að EES lönd væru með öðruvísi ábyrgðir en ESB lönd? Þegar Árni staðfestir að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar samkvæmt samningum hafi hann túlkað þetta eins og um tvö ESB lönd væri um að ræða?

Samkvæmt ESB er Ísland og hin EES löndin sögð þriðja land með sérstaka samninga við ESB. Samkvæmt því segir Reglugerð ESB að gistiríkin beri ábyrgð á útibúi þessara banka í Bretlandi og Hollandi. Viðbrögð þeirra virðist því vera eins og þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þessu og kannski er reiðin og ofstopinn þess vegna þ.e. þeir hefðu getað komið í veg fyrir þetta eða krafist viðbótartryggingagreiðslna inn á tryggingasjóð sinn.

Hversvegna er Steingrímur, Jóhanna og bullur þeirra svona umhugað um að gefa þeim það sem þeir vilja en eiga engan rétt á? Hvers vegna þessa lyddu og ládeyðu framkomu? Hversvegna rær hún lífróður til þess að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og virðist vera tilbúin að semja bara um lægri vexti? - Jú hún vill frekar semja illa en fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ríkisstjórnin er bara að reyna að hindra að hún falli. Málið er að hún hefur verið að reyna að troða upp á þjóðina handónýtum samningum, gerðum af enn ömurlegri uppgjafapólitíkusum og í stað þess að viðurkenna vandann og gera betur hefur Steingrímur og félagar hangið í samningnum eins og hundar í roði. Þetta er handónýt Ríkisstjórn, með enn handónýtari markmið og ef mögulegt er enn vanhæfari getu til framkvæmda á ráðagerðum sínum. Það eru tveir asnar fyrir þessum vagni sem snúa í sitthvora áttina.


mbl.is Deildu um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

fara ekki 2 asnar fyrir okkar vagni og toga hvor í sína áttina - báðir þó að vinna fyrir breta og hollendinga?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.2.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband