Mikið rétt...

Mikið rétt hjá Guðlaugi. Það er hrein móðgun við almenning í landinu sem er að sligast undan auknum birgðum að verið sé að afskrifa hundruð milljóna og jafnvel milljarða hjá þeim einstaklingum sem komu þjóðinni í þessa aðstöðu. Svona getur ekki endað nema á algjörri upplausn þjóðfélagsins. Leiðrétting á höfuðstól lána heimilanna er ekki meiri kostnaður en örfáir svona gjörningar kosta. Forgangsröðunin er alröng.

Á sama tíma og þessir gjörningar eru gerðir, heyrast fréttir af því í umræðunni að verið sé að ráða í störf og nefndir innan bankanna fólk sem er ekki með tilskilin réttindi og menntun í skjóli skammtímaráðninga og engar auglýsingar fari fram um störfin. Vinir og kunningjar raðast í feit embætti og nota tímann til að ná sér í tilskilda menntun eftirá og þannig vinna þeir sig inn reynslu um leið.

Allt er falið og undir yfirborðinu og það bíður heim spillingu.


mbl.is Rannsaka þarf það sem gerst hefur frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki bara mikið rétt, heldur hárrétt!

Í rauninni ætti að hreinsa allt þetta lið út úr bönkum og þeim fyrirtækjum sem við söguna koma. Það er móðgun við íslenskt samfélag að fréttastofa Sjónvarps sé að rasskella það kvöld eftir kvöld með nákvæmum lýsingum af samræmdum aðgerðum banka og ræningja við að strika út stærstu þjófnaði Íslandssögunnar á færiböndum.

Og svo myndar þetta hyski hóp yfirstéttar hjá þessari þjóð og talar niður til hennar hvenær sem það tekur til máls! Hér er heiðarlegt fólk orðið lágstéttarhyski!

Árni Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 13:37

2 identicon

Hárrétt og munið að bankamenn gera þetta allt í skjóli peninganna okkar en ekki þeirra.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband