22.4.2009 | 17:44
Hart í bak?
Mér finnst með ólíkindum hvað gallharðir hægri menn ætla að yfirgefa sannfæringu sína og refsa flokknum sínum með því að kjósa aðra. Ég vil líkja þessu við að vera í langferðabíl á leið niður snarbrattar og krappar beygjur, þar sem farþegarnir slást aftur í og bílstjórinn starir bara í baksýnisspegilinn og öskrar á farþegana í stað þess að horfa fram á við, varast umferðina og aðstæðurnar og keyra framhjá hættum.
Komum okkur út úr reiðinni, hún er neikvæð og niðurrífandi og tefur bata efnahagskerfisins. Finnum leiðina út og gónum þá fyrst af alvöru í baksýnisspegilinn. Refsum ekki röngu fólki, refsum ekki sjálfum okkur, afkomendum okkar og Íslandi.
Styrkirnir voru þeirra tíma mál, nú eru reglurnar aðrar, aðrir í brúnni og ef kjósendum líkar ekki þeir sem eru í framboði geta þeir strikað þá út. Kjósendur sjálfir hljóta að hafa raðað á prófkjörlistann eða höfðu þeir ekki fyrir því að mæta í prófkjörið?
Ég sem íslendingur tel mig ekki hafa efni á að ganga gegn sannfæringu minni og kjósa aðra núna þegar allt liggur undir og þetta getur haft gríðarleg neikvæð áhrif á framvindu mála. Við megum ekki missa okkur í reiðina, beinum henni í að finna lausnir, snúum bökum saman og vinnum okkur út úr vandanum. Látum eitthvað gott koma út úr þessari kreppu, tökum endilega til í flokkunum og ræstum og skúrum og setjum nýjar og bættar reglur en snúum ekki baki í hugsjónir okkar. Kjósum eftir stefnumiðum og sannfæringu.
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2009 | 17:18
Ofurkappsfullir Sjálfstæðismenn
Jæja þar höfum við það. Þetta voru sem sagt ofurkappsfullir og öflugir söfnunarmenn fyrir flokkinn líkt og ég hef bloggað um. Þarna voru gerð mistök þar sem upphæðirnar voru hærri en eðlilegt má telja og æskilegt er. Nú eru vonandi öll kurl komin til grafar og hægt að snúa sér að því sem skiptir máli.
Söfnuðu fé fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.4.2009 | 13:07
Aðför að sjálfstæðisflokknum?
Ljótt er að sjá hversu mjög er vegið að Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Það er alveg ljóst að menn í öðrum flokkum hafa setið á upplýsingum um mistök í Sjálfstæðisflokknum til þess að hrúga yfir almenning rétt fyrir kosningar. Gert til þess að halda flokknum uppteknum í innri hreinsunum og draga styrk úr kosningabaráttu hans. Þetta er gert svo að honum vinnist ekki tími til að kynna stefnu sína og tillögur sínar í efnahagsmálum. Vissulega er skelfilegt til að hugsa að svona misráðnar ákvarðanir hafi verið teknar eins og að þiggja þessa peningastyrki. Taka verður á því máli og tryggja að önnur og betri vinnubrögð verði við lýði í framtíðinni. Nú er ný forysta og mikil endurnýjun í flokknum og sagt er að nýir vendir sópi best. Ég hef fulla trú á að tekið verði á málunum.
Fyrir áramótin 2007 voru engar reglur um hversu mikið mætti gefa í flokksjóði almennt. Það varð að vera bundið í hjartalagi þess sem sóttist eftir tók við framlögum hvort þau væru við hæfi eða ekki. Hér hefur verið farið full langt inn í gráa svæðið. Ég trúi því ekki að hér hafi verið um svart svæði að ræða þ.e. að um sé að ræða mútur enda mun innri endurskoðun í flokknum vafalaust fara vel og vandlega yfir slíkan möguleika. Hvernig er ástandið með aðra flokka? Hér þurfti að breyta leikreglum og það var gert með lögunum sem tóku gildi 2007.
Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn mun ræsta og hann mun samtímis birta stefnuskrá og aðgerðarlista sem er til þess fallinn að koma þjóðinni út úr vandanum fljótt og vel. Hann mun ekki kynna aðgerðir sem auðvelda okkur að lifa við vandann til langs tíma líkt og VG og Samfylking heldur lýtur flokkurinn svo á að um skammtíma fyrirbæri sé um að ræða og mun stýra út úr vandanum. Ætlum við kjósendur að einblína í baksýnisspegilinn eða ætlum við að kjósa stefnu sem leiðir okkur út úr kreppunni?
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur tryggt það að álverið við Helguvík verði að veruleika og að við munum nýta okkur auðlindir allar okkar. Hann er eini flokkurinn sem horfir út úr vandanum en ekki inn í hann. Hann er eini flokkurinn sem vill frelsi einstaklingsins og vill byggja á lausnum frá einstaklingum komnum en ekki auknum ríkisumsvifum og skattheimtu. Hann er eini flokkurinn sem mun hafa sýn til þess að opna en ekki loka allt í höftum og skattpíningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2009 | 13:00
Helguvík er undir, hvað er til ráða?
Ljótt er að sjá hversu mjög er vegið að Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Það er alveg ljóst að menn í öðrum flokkum hafa setið á upplýsingum um mistök í Sjálfstæðisflokknum til þess að hrúga yfir almenning rétt fyrir kosningar. Gert til þess að halda flokknum uppteknum í innri hreinsunum og draga styrk úr kosningabaráttu hans. Þetta er gert svo að honum vinnist ekki tími til að kynna stefnu sína og tillögur sínar í efnahagsmálum. Vissulega er skelfilegt til að hugsa að svona misráðnar ákvarðanir hafi verið teknar eins og að þyggja þessa peningastyrki. Taka verður á því máli og tryggja að önnur og betri vinnubrögð verði við lýði í framtíðinni. Nú er ný forysta og mikil endurnýjun í flokknum og sagt er að nýir vendir sópi best. Ég hef fulla trú á að tekið verði á málunum.
Fyrir áramótin 2007 voru engar reglur um hversu mikið mætti gefa í flokksjóði almennt. Það varð að vera bundið í hjartalagi þess sem sóttist eftir og tók við framlögum hvort þau væru við hæfi eða ekki. Hér hefur verið farið full langt inn í gráa svæðið. Ég trúi því ekki að hér hafi verið um svart svæði að ræða þ.e. að um sé að ræða mútur enda mun innri endurskoðun í flokknum vafalaust fara vel og vandlega yfir slíkan möguleika. Hvernig er ástandið með aðra flokka? Hér þurfti að breyta leikreglum og það var gert með lögunum sem tóku gildi 2007.
Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn mun ræsta og hann mun samtímis birta stefnuskrá og aðgerðarlista sem er til þess fallinn að koma þjóðinni út úr vandanum fljótt og vel. Hann mun ekki kynna aðgerðir sem auðvelda okkur að lifa við vandann til langs tíma líkt og VG og Samfylking heldur lýtur flokkurinn svo á að um skammtíma fyrirbæri sé um að ræða og mun stýra út úr vandanum. Ætlum við kjósendur að einblína í baksýnisspegilinn eða ætlum við að kjósa stefnu sem leiðir okkur út úr kreppunni?
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur tryggt það að álverið við Helguvík verði að veruleika og að við munum nýta okkur allar auðlindir okkar. Hann er eini flokkurinn sem horfir út úr vandanum en ekki inn í hann. Hann er eini flokkurinn sem vill frelsi einstaklingsins og vill byggja á lausnum frá einstaklingum komnum en ekki auknum ríkisumsvifum og skattheimtu. Hann er eini flokkurinn sem mun hafa sýn til þess að opna en ekki loka allt í höftum og skattpíningu.
Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.4.2009 | 07:57
Há verðbólga + verðtrygging + gjaldeyrishöft = króna
Hvernig væri þá að fara 20% niðurfellingarleiðina strax? Við það skapast svigrúm hjá skuldsettum til þess að fara út í fyrirtækjarekstur og ráða atvinnulausa. Einnig fyrir fólk að eyða í neyslu sem skapar atvinnu fyrir aðra. Hvernig væri að einangra og leggja allan okkar kraft í að leysa krónubréfamálið svo að hér sé hægt að henda út gjaldeyrishöftum strax? Hvernig væri að hætta að blása lífi í 6 mánaða gamalt hræ krónunnar, líta á hana sem ónýtt vörumerki og taka upp annan gjaldeyri strax. Tvíhliða dollar eða myntráð? Það er sama hvað við blásum líkið mun ekki lifna við, jörðum það. Hvernig væri að þora?
Há verðbólga+verðtrygging+gjaldeyrishöft= króna
Það sem kemur í veg fyrir að við getum skipt henni út er krónubréf. Hvernig væri að allir legðu höfuðið í bleyti og fyndu lausn á þessum krónubréfavanda?
Hvað á það að þýða að vilja ekki stóriðju? Við þurfum öll störf sem standa til boða. áliðnaðurinn verður sérstaklega mikilvægur ef hér verður tekinn upp dollar þar sem ál og raforkuverð er tengt dollar.
Störf verða ekki til á skrifstofum stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2009 | 21:30
Hvar er Bjarni?
Já ég er svolítið svekkt yfir því að Sjálfstæðisflokkurinnn hafi ekki áræði til að taka af skarið og ákveða að taka upp aðra mynt. Ég lýsi eftir stefnu og markmiðum Sjálfstæðisflokksins, flokksins míns. Fyrst hann ætlar ekki að sækjast eftir inngöngu í ESB hvað ætlar hann þá að gera í staðinn? Skýrt og einfalt svar takk! Ekki það að ég sé óánægð með að niðurstaða landsfundarinns hafi orðið sá að ekki væru forsendur til að sækja um aðild. Mér finnst hins vegar alveg ljóst að ástandið er að drepa heimilin og fyrirtækin núna en ekki í framtíðinni. Verðtryggingin, stýrivextirnir og óðaverðbólgan er allt til komið til þess að halda lífi í krónunni en sliga og skuldsetja heimilin fram að þessu. Nú er svo komið að krónan er dauð! Hún er ónýtt vörumerki! Verið er að reyna að blása lífi í sex mánaða gamalt lík! Það verður að teljast ólíklegt að það lifni við úr þessu.
Nú vil ég sjá að flokkurinn taki þá hugdjörfu ákvörðun að fara óhefðbundnar leiðir og hvetja þjóðina til að notfæra sér það að hún er agnarsmá og með mikla aðlögunarhæfni og lýsa því yfir að við ætlum að veita krónunni hinstu hvíld og grafa hana með verðtryggingunni, stýrivöxtunum, gjaldeyrishöftunum og óðaverðbólgunni. Förum aðrar leiðir út úr kreppunni en þær hefðbundnu! Við skulum þora að fara eftir kenningum á blaði þó að enginn annar hafi gert það.
Tökum undir með Framsókn og lýsum yfir afdráttarlausum vilja til að fara í 20% niðurfellingu skulda heimila og minni fyrirtækja og tökum upp dollar eða þá myntráð a la Loftur Altice ekki seinna en strax. Hvað svo sem verður endanlegur gjaldmiðill í framtíðinni.
Mér hefur skilist að vandamálið sé þessi krónubréf. Eigum við að láta krónubréfin drepa allt viðskiptalíf og gera heimilin gjaldþrota? Kostar það ekki meira en þessar 400 milljarða? Ef vandamálið er krónubréfin finnum þá lausn til að koma því vandamáli frá hvort sem það er að setja gjaldeyrishöftin bara á þau eða finnum ráð til að festa þau eða semja þau frá. Einblínum á vandamálið í hnotskurn sem er Það sem allar aðrar ákvarðanir stranda á: Krónubréfin. Leysum málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 13:02
Notum lífeyrissjóðina okkar fyrir okkur
Er ekki nokkur leið að fá þessa krónubréfaeigendur út án þess að eyða í þá gjaldeyrislánum AGS? Nú hefur ávöxtun lífeyrissjóðanna ekki verið nema um 1.7% á ári að meðaltali síðustu fimm árin. Þeir þurfa um 3.5% til þess að ráða við skuldbindingar sínar. Geta þeir ekki gert betur hér á landi?
Ég spyr því hvort ekki sé til leið til að nota eigur okkar íslendinga erlendis til að losa okkur við þessa fjárfesta fyrr og betur. Þannig kæmi þetta ekki niður á gjaldeyrisforða okkar og staða okkar yrði öll lausari og frjálsari til athafna hvort heldur sem stefnt yrði að upptöku annars gjaldmiðils eða farið í aðrar aðgerðir.
Hvernig væri að þeir skiptu á eigum sínum erlendis við þessa krónubréfaeigendur? Þeir gætu þá komið inn, leyst út krónubréfin með ríkisskuldabréfum eða farið í fjármögnun framkvæmda hér innanlands sem búið er að reikna út að er hagkvæm og með góða ávöxtun s.s. sundabraut, jarðgöng undir Vaðlaheiði, suðurlandsveg o.s.frmv. Þannig kæmust framkvæmdahjól í gang, aukin atvinna, bættar samgöngubætur, góð ávöxtun, afnám gjaldeyrishafta, og fleira og fleira.
Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega peningarnir okkar og fyrir þjóðina er örugglega hagkvæmara að nota þá og ávaxta hér innanlands en taka erlend lán og viðhalda gjaldeyrishöftum. Hefur þetta verið skoðað af fullri alvöru?
Krónan veikist lítillega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 10:26
Hvítir, bláeygðir bankamenn eiga alla sök
Bláeygðir bankamenn ollu kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sjálfstæðisflokkurinn sá þó til þess á stjórnarárum sínum að skuldir ríkissjóðs voru greiddar niður. Hefði það verið gert með aðra flokka í stjórn? Hefðu félagshyggjuflokkarnir ekki eytt þessum peningum í önnur mál og við fengið þetta ofan á skuldsettan ríkissjóð? Hefðum við verið betur stödd til að takast á við kreppuna? Hefðu þeir gripið inn í yfirvofandi aðsteðjandi hættu fyrr?
Ég bendi á að bæjði Framsókn og Samfylking voru í stjórn í undanfaranum og þessir flokkar fóru með bankamálin síðusta rúman áratuginn og þeir voru með fjármálaeftirlitið. Hættið að öskra og kenna öllum öðrum um, ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir utan heimskreppu er að þrír flokkar af fjórum áttuðu sig ekki á aðsteðjandi vanda nógu tímanlega, gripu ekki inn í atburðarásina og ekki aðeins þeir heldur öll þjóðin spilaði með útrásarvíkingunum meðan þeir rændu okkur.
Eini flokkurin sem ég Sjálfstæðismanneskjan viðurkenni fúslega að varaði við bankakerfinu var Vg en maður var bara svo vanur bulli úr þeim vígstöðum að enginn þ.e. rúm 70% þjóðarinnar tók nokkurt mark á þeim, "úlfur, úlfur" komplexið var þar á ferð. Nú sitið þið kjósendur annarra flokka en Sjálfstæðisflokks og reynið að fyrra ykkur ábyrgð og benda á Sjálfstæðisflokkinn sem öfga hægri flokk sem er hlægilegt þegar þið skoðið aðra hægri flokka í heiminum. Maður hefur meira að segja heyrt fólk segja í fullri alvöru að allir útrásarvíkingarnir hafi verið sjálfstæðisfólk og því séu sjálfstæðismenn örugglega hópur fjárglæframanna!
Á Íslandi er ekki til öfga hægri flokkur frekar en vistri flokkur í USA. Hann er t.d. langt til vinstri við Demókrata og þess vegna fannst mér afskaplega fyndið þegar ég heyrði framsóknarmann kalla Obama og flokksbræður hanns, systurflokk sinn í fjölmiðlum. Bandaríkjamenn banna vinstri flokka!
Vegna þessarar stöðu sinnar, sem er til orðin þar sem allir Íslendingar tengjast meira og minna innbyrðis hefur flokkurinn verið flokkur fyrir alla alþýðu jafnt sem efnamenn. Og þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft svona mikið fylgi hér þ.e. gætir líka lítilmagnans þó hann tilheyri miðju og hægra litrófinu. Þetta vita menn, hann stendur fyrir frelsi einstaklingsins og möguleika hans til að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Hann stendur fyrir því að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, en því miður misskildu sumir aðilar þetta og hjálpuðu sér sjálfir í að ræna þjóðina fjöregginu. Þetta voru að öllum líkindum glæpamenn sem fá þá að borga sína skuld til samfélagsins.
Hvergi annarstaðar í heiminum er bennt á hægri flokka sem sökuvalda hrunsins/kreppunnar og kostaði hún nú meira per mannsbarn í USA en hér. Ekki heyri ég mikið talað um það að kommúnistar verði að grípa til valda þar og í Bretlandi sem hefur orðið næst verst úti á eftir okkur. Við Sjálfstæðismenn tökum til hjá okkur og dustum í hornin sbr. endurreisnarnefnd og hjá okkur er allt uppi á borðinu og rætt er saman á gagnrýnin en ábyrgan hátt. Við trúum ekki á afturhaldsstefnu og skella öllu í lás og harðneytum að hugmyndafræði okkar sé sökin á vandanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.3.2009 | 05:42
Hver á að borga hvað?
Ég hef mikið verið að hugleiða tillögur Framsóknarflokksins um flata 20% niðurfellingu skulda á húsnæðisveðlánum. Ég hallast að því að þetta verði þjóðfélaginu allt of dýrt og þar erum við sem samfélag að greiða niður skuldir fyrir stóran hóp sem ræður við skuldbindingar sínar. Hitt er annað mál að ég tel fyllilega tímabært að viðurkennt sé að lán sé samningur milli lánveitenda og lánþega þar sem gengið er út frá vissum forsendum. Þegar þær bregðast líkt og hér hefur gerst hljóti að þurfa að taka tillit til þess og dreifa ábyrgðinni á þrjá aðila þ.e. lánþegann, lánveitandann og ríkið sem átti að tryggja stöðugleikann.
Ég er til að mynda mjög hlynnt mörgum tillögum heimili.is þar sem lögð er áhersla á þörfina á að breyta gjaldþrotalögum og slíku á þann veg að banki beri ábyrgð á því að lána ekki meira en veðið stendur fyrir og að hann geti bara sótt fé sitt í hina veðsettu eign en ekki umfram það. Ég tel að fólk hefði aldrei fengið að skuldbinda sig svo mikið og á svo óábyrgan hátt ef jafnvægi hefði verið í áhættu lántaka og lánveitanda.
Ekki er bara hægt að láta skuldsett heimili lengja í hengingarólinni því þá sér fólk enga leið úr vandanum og fer að lýsa sig gjaldþrota í miklum mæli og jafnvel flýja land, hverjir fá þá að borga brúsann? Ljóst er að eitthvað verður að gera annað en að lengja í lánum sem vaxa þá eignum langt yfir höfuð og setur fólk í skuldaklafa og gerir það að föngum í húsnæði með neikvæða eiginfjárstöðu til áratuga.
Hvað er þá til lausnar? Því meira sem ég skoða þetta þá líst mér betur á leið Íslandsbanka hvað gjaldmiðlalánin varða þ.e. að miðað verði við fasta krónutölu greiðslu eins og greitt var af láninu t.d. vorið/sumarið 2008 og afgangurinn færður afturfyrir lánið. Eftir því sem gengið styrkist greiðist hraðar niður lánið og málið er dautt. Allir aðilar málsins ættu að ráða við þetta og mikilvægt að aðrar forsendur lánasamnings fái að standa en bankakerfið noti þetta ekki til gróða.
Hvað verðtryggðu lánin varðar finnst mér réttlætismál að vísitalan verði færð aftur t.d. í september 2008 og fryst þar um einhvern tíma. Vísitalan er jú hönnuð til að mæla verðbólgu sem skapast af þennslu en ekki hruni gjaldmiðilsins. Gengið mun fara upp en lánin munu ekki lækka að sama skapi. Hvað mig varðar lít ég því á þetta sem þjófnað kerfisins á eigum heimilanna þar sem við vitum að það er mikill samdráttur en ekki þennsla og þessi mæling vísitölunnar er því kerfisvilla af verstu sort. Heimilin og landsmenn verða að gera það ljóst að verðbótaþátturinn á lánum undanfarna mánuði er ekki ásættanlegur og ef það gengur ekki eftir væri virkilega komin ástæða til að mæta á austurvöll því þetta væri mikið réttlætismál og lífsnauðsynlegt fyrir heimilin í landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)