Hvítir, bláeygðir bankamenn eiga alla sök

Nú svo það eru hvítir og bláeygðir bankamenn sem eiga sök á kreppunni. Fram að þessu hef ég mikið heyrt að það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem sé sökudólgurinn. Nú og svo séu það útrásarmennirnir sem allir eigi að vera í Sjálfstæðisflokknum. Einnig að allir útrásarmenn séu glæpamenn. Kannski það séu glæpasamtök hvítra og ljóshærðra útrásarbankamanna í Sjálfstæðisflokknum sem forseti Brasilíu á við?
mbl.is Bláeygðir bankamenn ollu kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er sjálfur bláeygður og ljóshærður. Alla tíð hef ég verið þjakaður af sektarkennd fyrir allan andskotann. Allt frá hvalreka hinumegin á hnettinum til kynbundins launamunar, eyðingu ósonlagsins og hlýnunar jarðar og gott ef hjartað missti ekki slag þegar ég sá dauðan ísbjörn á Youtube um dagana. Hann var á Norðurpólnum. Nú get ég líka nagað mig í handabökin fyrir að hafa valdið heimskreppunni.

Borat (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: ThoR-E

Svei þér Borat!!

Loxins höfum við fundið sökudólginn!

Held að forseti Brazilíu ætti að skoða þetta eitthvað betur. Að skella skuldinni á einn kynstofn ... frekar en annan vegna heimskreppunnar... undarlegt.

ThoR-E, 27.3.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Halló, þetta er myndlíking hjá Lula. Hann er auðvitað að vísa til þess að það er fyrst og fremst fólk frá Norður Ameríku og Norður Evrópu sem ber ábyrgð á ósköpunum en fyrst of fremst fólk í fátækum löndum sem borgar brúsann. Alveg óþarfi að móðgast. Ég er sjálfur ljóshærður og bláeygður en tek þetta að sjálfsögðu ekki til mín þar sem ég er ekki bankamaður!

Guðmundur Auðunsson, 27.3.2009 kl. 11:04

4 identicon

Myndlíking og ekki myndlíking... Þetta er vissulega satt hjá kallinum upp að vissu marki, ég mundi frekar skella skuldinni á Evrópu sem heild (hvort sem það eru ljóshærðir skandinavar eða svarthærðir sjóræningjar) við megun nefnilega ekki gleyma því að við lifum ENN á nýlendu tímum! Ríkir menn arðræna ennþá fátækar þjóðir (í dag einnig ríkar) og hvítir menn hafa því miður verið hvað háværastir í þeim málum... sem rauðhærður og gráeygður maður, með tiltölulega góða þekkingu á sögu vestrænnar menningar tek ég undir með forseta Brasilíu segi að það sé kominn tími fyrir réttlæti og JÖFN réttindi!

Friður

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:37

5 identicon

Þetta er nú bara sannleikurinn. Ekki enilega víst að þeir séu allir með ljóst hár og blá augu, enn þetta eru svona 200 karlar í USA og Evrópu sem bera alla ábirgð á þessu og þar fara þroskaheftir Íslendingar framarlega!

óli (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband