Hart í bak?

Mér finnst með ólíkindum hvað gallharðir hægri menn ætla að yfirgefa sannfæringu sína og refsa flokknum sínum með því að kjósa aðra. Ég vil líkja þessu við að vera í langferðabíl á leið niður snarbrattar og krappar beygjur, þar sem farþegarnir slást aftur í og bílstjórinn starir bara í baksýnisspegilinn og öskrar á farþegana í stað þess að horfa fram á við, varast umferðina og aðstæðurnar og keyra framhjá hættum.

Komum okkur út úr reiðinni, hún er neikvæð og niðurrífandi og tefur bata efnahagskerfisins. Finnum leiðina út og gónum þá fyrst af alvöru í baksýnisspegilinn. Refsum ekki röngu fólki, refsum ekki sjálfum okkur, afkomendum okkar og Íslandi.

Styrkirnir voru þeirra tíma mál, nú eru reglurnar aðrar, aðrir í brúnni og ef kjósendum líkar ekki þeir sem eru í framboði geta þeir strikað þá út. Kjósendur sjálfir hljóta að hafa raðað á prófkjörlistann eða höfðu þeir ekki fyrir því að mæta í prófkjörið?

Ég sem íslendingur tel mig ekki hafa efni á að ganga gegn sannfæringu minni og kjósa aðra núna þegar allt liggur undir og þetta getur haft gríðarleg neikvæð áhrif á framvindu mála. Við megum ekki missa okkur í reiðina, beinum henni í að finna lausnir, snúum bökum saman og vinnum okkur út úr vandanum. Látum eitthvað gott koma út úr þessari kreppu, tökum endilega til í flokkunum og ræstum og skúrum og setjum nýjar og bættar reglur en snúum ekki baki í hugsjónir okkar. Kjósum eftir stefnumiðum og sannfæringu.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á nú bara að hlaupast frá ábyrgðinn og afneita fortíðinni,kannski jafnvel að taka bara upp nía kennitölu og kenna svo VG um íhaldshrunið...

zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Davíð Löve.

Já já, kjósið þá bara áfram að ríkisjötuni. Hvað eru nokkrir milljarðar á milli vina? Vildir þú láta þessa vitleysinga sjá um heimilisbókhaldið þitt?

Davíð Löve., 22.4.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Drengir hér að ofan, þið staðfestið akkúrat það sem ég er að segja, skynsemin víkur fyrir reiðinni þessa dagana.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 22.4.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Brattur

Stundum er skíturinn svo mikill að það er ekki hægt að þrífa... þá er eina ráðið að rífa... skúrinn og ekki byggja nýjan...

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað heimilisofbeldi á Íslendingum... komið þjóðinni á kaldan klakann... er nokkur furða að fólk kjósi ekki yfir sig heimilisofbeldi?

Brattur, 22.4.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband