13.2.2010 | 17:45
Nú er nóg komið!
Ég lýsi eftir stefnu Ríkistjórnarinnar. Hingað til hefur almenningur fengið að vita smátt og smátt hvað hún ætli ekki að gera. Hvað hefur þessi ömurlega Ríkisstjórnarónefna ákveðið að gera til að laga ástandið bæði í skuldamálum heimilanna og til þess að auka atvinnu og gjaldeyrissköpun?
Ætlar hún að hætta að standa í vegi fyrir virkjanaframkvæmdum? Ætlar hún að bakka með ákvörðun Svandísar varðandi Þjórsá? Ætlar hún að hætta að hindra atvinnusköpun á Suðvesturhorninu þar sem jú nota beni mest allt atvinnuleysið er? Hvaða framkvæmdir styður þessi Stjórn heilshugar? Með hindrunum sínum er hún að draga atvinnusköpun yfir 6000 ársverka á suðvesturhorninu og þá er ég eingöngu að tala um á Suðurnesjum þar sem Sjálfstæðismenn hafa verið afar duglegir að finna hugmyndir og hrinda í framkvæmd. Slík atvinnusköpun hefur áhrif á öllu Suðvesturhorninu! Hvað hafa þessar tafir Umhverfisráðherra og Ríkisstjórnar kostað? Hvað hefur Þessi Ríkisstjórn kostað í peningum, hruni heimila, atvinnumissi og jafnvel þaðan af verra með framkvæmdaleysi sínu og dugleysi í öllu öðru en að rífast innbyrðis?
Ég held að þessi Ríkisstjórn hafi dvalið lengur en við höfum efni á.
800 manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig dettur þér í hug að sjálfstæðisflokkurinn væri eitthvað skárri?
Þér að segja, þá er þetta stjórnmálalið allt á kafi í spillingunni, og hugsar um það eitt að verja eigin hag, sama hvar í flokki það er, því miður.
Það dugar ekki að koma þessari stjórn frá og láta hitt hyskið taka við það breytist ekkert við það.
Hér þarf að hrekja allt stjórnmálaliðið og embættismannaklíkuna frá og helst að fangelsa liðið.
Það þarf algera endurnýjun á öllu kerfinu.
Sveinn Elías Hansson, 13.2.2010 kl. 18:07
Ég trúi því að grasrótinni takist að herða svipuna og eftirlitið með stjórnmálamönnum sínum í kjölfar þessa hruns. Þjóðin er vöknum bæði til hægri og vinstri. Vandamálið er að það er eðli vinstri stórnmála að borða kökuna innan frá en hægri stjórnmála að stækka hana svo fleiri fái að snæða. Ég tel það affarasælla. Þá eru hægri flokkarnir agaðri í vinnubrögðum. Hitt er rétt að það þarf að taka til. Vindum okkur í það en ég hef enga trú á að það gerist utan flokkakerfisins.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.2.2010 kl. 18:30
Ekki gerist það innan flokkakerfisins, og allra síst innan sjálfstæðisFL-okksins
Sveinn Elías Hansson, 13.2.2010 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.