Færsluflokkur: Bloggar
7.10.2010 | 13:02
Borgarafundur í Stapa, krefjumst úrræða!
Borgarafundir á fjórum stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 19:52
Góða þjófavörn og minni hefndarþorsta
Ég las einhverstaðar hjá bloggara að það að ákæra Geir væri líkt og ákæra húsbyggjanda sem hefði byggt stórt og glæsilegt hús með stórum gluggum til þess að hleypa ljósinu og birtunni inn. Ræningjar hefðu notað þessa stóru glugga til þess að ræna húsið en þar sem ekki náðist til ræningjanna hefði húsbyggjandinn verið ákærður. Hérna var ljósið þá tákn um frelsið. Við getum tekið þetta lengra og sagt sem svo að þessi Ríkisstjórn vilji múra upp í gluggana og minnka þá og halda ljósinu úti og setja rimla fyrir gluggana sem eftir verða. En er það þetta sem við viljum Íslendingar? Er rétt að snúa sér frá frelsinu? Hefði ekki verið betra að setja góða þjófavörn á formi betri reglugerða og eftirlits?
Ég er sammála skýrslu Sjálfstæðisflokksins að hugsjónin hafi ekki brugðist heldur framkvæmdin.
,,Hefndarþorsti og eftiráspeki" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 11:47
Mannauðurinn burt
Breytt ásýnd heilbrigðisþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.10.2010 kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2010 | 13:23
Jæja, hvað kostar gámur?
Ég held að þessi stjórnvöld séu alveg búin að pissa í skóinn sinn.
Hvernig væri að byrja á réttum enda?
1. minnka umsvif ríkisins
2. laða að fjárfesta og erlent fjármagn
3. hraða uppbyggingu orkufreks iðnaðar
4. Lækka skatta
5. setja þak á löglega vexti a la HH og einkavæða ÍLS með því að bjóða innlendum fjárfestum að koma með aukið hlutafé í uppbyggingu innanlands í stað þess að hafa sjóði á neikvæðum vöxtum í bankakerfinu.
Tillögur um hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2010 | 13:11
Hvað getum við gert?
Ég held að það sé alveg fullljóst að ekki þýðir að bíða eftir að þessi Ríkisstjórn fari að hysja upp um sig buxurnar og auðveldi uppbyggingu Helguvíkur og virkjanir sem geta skapað atvinnu, gjaldeyrisinnflæði og veltu.
Af hverju ættum við að eltast við erlenda fjárfesta eingöngu? Þrátt fyrir marga góða kosti þess að fá erlenda fjárfesta þá eru líka ókostir s.s. þeir að gjaldeyrinn sem flæðir inn fer að stórum hluta út aftur á formi arðgreiðslna og afborgunar lána.
Hvernig væri að við almenningur hefðum frumkvæði að því að stofna fyrirtæki eða sjóð sem safnaði fé almennings til þess að fjárfesta í orkufyrirtækjum, virkjunum og jafnvel fleiru s.s. lækningatengdri ferðaþjónustu, ferðaþjónustu o.frv.
Það þarf bara að byrja og halda stofnfund. Þetta er örugg fjárfesting með ásættanlegri ávöxtun og virkjar féð sem situr á neikvæðum vöxtum inni í bönkunum.
Koma svo...........
Hleypa þarf lífi í markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 16:49
Skyldi Álfheiður skilja þetta? Sífellt færri munu þurfa að reka kerfið fyrir sífellt fleiri.
Þetta er kjarni málsins og um leið ástæða þess að leið VG í heilbrigðisþjónustu er vonlaus og stefnulaus. Það verður að finna leið til þess að láta heilbrigðiskerfið skapa tekjur og auðvelda einkarekstur í því þannig að það fái að taka þátt í markaðshagkerfinu. Það þarf einnig að hætta að vera stakur afmarkaður geiri og fara í meiri skörun við aðra þjónustugeira. Það þarf að ýta undir nýsköpun, frumkvæði og markaðssetningu.
Lenska hér er að hræða almenning með "Ameríska kerfinu" en líkt og greinin segir frá þá eyðir USA stærsta hluta skatttekna í heilbrigðisþjónustu allra OECD landa. Vandamálið þar er að það er illa rekið og stjórnlaust. Veitir og fáum, of dýra þjónustu. Lítið fer fyrir því að vekja áherslu á að helstu, bestu og hagkvæmustu kerfin í heiminum eru líka einkarekin.
Lausnin er að aðalkaupandinn sé Ríkið af þeirri þjónustu sem það vill kaupa fyrir þegna sína, það sé ávallt í forgangi á lágmarksverði og annað sé til sölu og tekjuaukningar fyrir landsmenn sem og erlenda íbúa. Við erum nefnilega samkeppnisfær, höfum umframgetu og mannauð. Þá sárvantar okkur að fullnýta aðstöðu og skapa gjaldeyristekjur sem ekki fara jafnharðan aftur út til greiðslu lána eða arðs til erlendra fjárfesta.
Kostnaður við heilbrigðiskerfi hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2010 | 15:05
Er Jóhanna Sigurðardóttir með réttu ráði?
Heitum því, góðir félagar, að þjóðin fá nýtt sanngjarnt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þjóni almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum á meðan við stýrum þessari þjóðarskútu ; Var það ekki hún og Steingrímur J sem settu á þetta kvótakerfi og framsal veiðiheimilda? Hún viðurkennir sem sé að hún hafi haft sérhagsmuni að leiðarljósi þegar kvótakerfið var sett upp á þennan máta? Nú vill hún afnema rétt þeirra sem fóru eftir hennar reglum og keyptu sér kvótann. Hvað svo, ætlar hún að gefa fáum útvöldum hann aftur sem hafa selt hann frá sér eftir að fá hann gefins?
Og enn heldur Jóhanna áfram: Fólkinu sem sér aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru sem hina réttu leið. Fólkinu sem vill standa vörð um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum landsins og sjálfbæra nýtingu þeirra þjóðinni til hagsbóta; En ætlar ekki ESB samkvæmt framtíðarskýrslu þess að gera allar auðlindir að sameign ESB ríkja? Ja það stendur allavega í framtíðarskýrslu ESB sem gefin var út nú eftir áramótin síðustu.
Nei! hennar aðferð er galin.
Vissulega þarf að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu hennar Jóhönnu, t.d. með því að koma í veg fyrir veðsetningu og flutning aflaheimilda. Það þarf að finnast sátt til þess að leiðrétta mistök Jóhönnu og Steingríms, hún fæst ekki með því að taka sjávarútveginn og gera hann gjaldþrota og gefa kvótann aftur til einhverra útvaldra. Hvernig væri að byrja á því að þau skötuhjú hætti svo alltaf að tala eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett þetta kerfi á? Eini flokkurinn sem greiddi öll atkvæði gegn því á Alþingi.
Auðlindir verði almannaeign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2010 | 14:52
Nú vill hún samvinnu!
Óvíst hvort annað tækifæri gefist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2010 | 07:13
Verðtrygging er gengistrygging
Áhrifin um allt samfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2010 | 11:43
Populísmi Ráðherra
Ég geri verulegar athugasemdir við svör Álfheiðar við þessari grein í blaðinu í morgun um ástæður þess að ekki hefur fengist enn að leigja ónýtta aðstöðu á HSS s.s. skurðstofur til þess að þjóna keisarafæðingum og slíkum aðgerðum á Suðurnesjum fyrir Suðurnesjamenn sem og skapa störf og efla ferðamannaiðnað á svæðinu í umframgetu. Svör Álfheiðar í Morgunblaðinu við þessari grein er að hún vilji heldur nýta þessi rúm fyrir sjúka aldraða sem séu í sárri þörf fyrir legupláss.
Undirrituð yrði síðust allra til þess að vilja taka aðstöðu eða rúm frá veikum gamalmennum og þetta á Ráðherra að vita ef hún hefur kynnt sér umsóknina og MS ritgerð undirritaðrar um Lækningatengda Ferðaþjónustu og hvað beri að varast þar. Mér finnst þessi svör fyrir neðan virðingu Ráðherra þar sem í umsókn um leigu á þessari aðstöðu er skýrt tekið fram að verið sé að óska eftir að leigja ónýtta aðstöðu. Mér vitanlega tíðkast t.d. ekki að leggja sjúk gamalmenni inn á fæðingardeildir eða lokaðar deildir. Mér finnast þessi ummæli álíka og svara einhverjum sem vill leigja flugstöð að ekki megi taka leikskólapláss frá börnum.
Ástæða þess að fagaðilar eru að falast eftir skurðstofunum eru tvíþættar þ.e. að fá að skera Suðurnesjabúa á Suðurnesjum fyrir sama aur og Ríkið greiðir LSH eða öðrum aðilum fyrir þessar aðgerðir til hagsbótar fyrir íbúa og svo fylla upp í nýtingu með því að skera aðra sjúklinga bæði Íslenska og erlenda í lýtaaðgerðum og liðskiptaaðgerðum svo eitthvað sé nefnt. Keisarar og blöðruaðgerðir og slíkt á Íslendingum er sótt um að fái að liggja á fæðingardeild enda myndu þær liggja inni á Íslenskum spítala hvort eð er annarstaðar. Fyrir erlenda ferðamenn eða fólk sem er fullborgandi s.s. fyrir lýtaaðgerðir hafa umsóknaraðilar tryggt sér fullnægjandi aðstöðu annarstaðar en á HSS strax í kjölfar aðgerða og þetta á Ráðherra að vita. Þetta er því pöpulismi af verstu gerð þetta svar Ráðherra.
Þessi svör eru því hreinn útúrsnúningur Ráðherra sem vissulega hlýtur að eiga í erfiðleikum með að réttlæta það að VG komi enn í veg fyrir að Suðurnesin geti skapað hér atvinnu og gjaldeyrisskapandi ferðamannaiðnað og notað til þess búnað og aðstöðu sem liggur í notkunarleysi. Það er einfaldlega verið að sækja um að leigja aðstöðu en ekki að einkavæða allt heilbrigðiskerfið. Ráðherra og þessi Ríkisstjórn þurfa að fara að gera sér grein fyrir því að ónýtt aðstaða er sóun þegar hægt er að skapa gjaldeyristekjur með nýtingunni. Rannsóknir sýna að erlendir ferðamenn sem koma til þess að kaupa sér læknisþjónustu stoppa á svæðinu í nokkra daga eða jafnvel vikur og eyða á við 7 venjulega ferðamenn. Þeir eru jafnframt oftast með tvo fylgdarmenn. Þetta er því hagkvæmur hópur ferðamanna sem Suðurnesjamönnum sárvantar í byggðalagið til þess að kaupa þjónustu þar.
Suðurnesjabúar óttast og hafa til þess sterk rök að lokun skurðstofunnar sé aðeins fyrsta skref í átt að því að loka fæðingardeildinni og þannig auka enn álag á þetta svæði sem flestir atvinnulausir eru í. Atvinnulaust fólk á erfitt með að komast í alla þessa þjónustu annarstaðar utan nærumhverfis vegna kostnaðar. Þá eru aðstandendur uggandi um sína vinnu og vilja síður þurfa að taka lengra frí frá vinnu en þörf er á. Umsókn fagaðila um leigu á skurðstofu og vöknun HSS tekur ekki þjónustu frá nokkrum manni ef af verður heldur er til þess hönnuð að færa þjónustu í byggðarlagið fyrir fólkið og halda henni þar. Smkvt. laganna hljóðan ber að veita þjónustu sem næst neytandanum ef þess er nokkur kostur.
Undirritaðri hefur ekki borist neitun eða synjun Heilbrigðisráðuneytisins og finnst því ummæli Ráðherra undarleg með hliðsjón af því.
Fæðingarlæknirinn skreppur á Akranes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)