Er Jóhanna Sigurðardóttir með réttu ráði?

„Heitum því, góðir félagar, að þjóðin fá nýtt sanngjarnt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þjóni almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum á meðan við stýrum þessari þjóðarskútu“ ; Var það ekki hún og Steingrímur J sem settu á þetta kvótakerfi og framsal veiðiheimilda? Hún viðurkennir sem sé að hún hafi haft sérhagsmuni að leiðarljósi þegar kvótakerfið var sett upp á þennan máta? Nú vill hún afnema rétt þeirra sem fóru eftir hennar reglum og keyptu sér kvótann. Hvað svo, ætlar hún að gefa fáum útvöldum hann aftur sem hafa selt hann frá sér eftir að fá hann gefins?

Og enn heldur Jóhanna áfram: „Fólkinu sem sér aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru sem hina réttu leið. Fólkinu sem vill standa vörð um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum landsins og sjálfbæra nýtingu þeirra þjóðinni til hagsbóta“; En ætlar ekki ESB samkvæmt framtíðarskýrslu þess að gera allar auðlindir að sameign ESB ríkja? Ja það stendur allavega í framtíðarskýrslu ESB sem gefin var út nú eftir áramótin síðustu.

Nei! hennar aðferð er galin.

Vissulega þarf að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu hennar Jóhönnu, t.d. með því að koma í veg fyrir veðsetningu og flutning aflaheimilda. Það þarf að finnast sátt til þess að leiðrétta mistök Jóhönnu og Steingríms, hún fæst ekki með því að taka sjávarútveginn og gera hann gjaldþrota og gefa kvótann aftur til einhverra útvaldra. Hvernig væri að byrja á því að þau skötuhjú hætti svo alltaf að tala eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett þetta kerfi á? Eini flokkurinn sem greiddi öll atkvæði gegn því á Alþingi. 


mbl.is Auðlindir verði almannaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það er útilokað að innkalla aflaheimildir,nema að innkalla skuldir fyrirtækjannalíka.það er engum greiði gerður að hrófla við þessu kerfi,og setja útgerðirnar á hausinn í leiðinni.

Þórarinn Baldursson, 26.6.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: GunniS

hvernig tókst þessum fyrirtækjum að koma sér í himinháar skuldir ? manni skilst að þeir sem eiga kvóta í dag græði um 2 milljarða að meðtaltali á mánuði og sú upphæð fari inn á einkareikninga.

 auðvitað vilja þeir ekki missa þessa gullnámu sem þeir fengu gefins afnot af, það er alveg hægt að afturkalla kvótan og aflaheimildir og ríkið svo leigt þeim sem vilja afnot að gullnámuni, það eru allskonar útfærslur mögulegar og þessar tilraunir til að heilaþvo fólk með að þetta og hitt sé ekki hægt því þá fari fyrirtæki á hausinn eru hlægilegar í minum huga, fyrirtæki fara á hausinn og það er ekki endirinn á heiminum, önnur koma í þeirra stað - þannig er lífið. 

GunniS, 26.6.2010 kl. 15:48

3 identicon

Kvótakerfið var sett sem viðbrögð við óstjórn á fiskveiðum í kringum landið – átti að tryggja samspil í hagkvæmni og vernd nytjastofna. Þá var ákveðið að hverfa frá “skrapdagakerfinu” (ef ég man rétt). Árið var 1983 og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hélt um stjórnartaumana, en það var Halldór Ásgrímsson sem var framsögumaður stjórnarfrumvarpsins. Þessi lög áttu fyrst í stað aðeins að gilda fyrir ársúthlutun en í stað þeirra voru svo sett lög nr. 118/1984 og frekari framlenging varð svo á þessari lagaskipan sem ég nenni ekki að telja upp.
Kvótakerfið eins og það þróast svo til okkar tíma var fest í sessi með lögum nr. 38/1990 þá var það Halldór Ásgrímsson sem var framsögumaður frumvarpsins – enda þáverandi sjávarútvegsráðherra.
Mér sýnist að kerfið hafi í raun farið langt frá eðli sínu í tímans rás – kvóti safnaðist á hendur þeirra sem áttu fjármagnið, í krafti framsals og brasks. Þessi þróun varð til þess að margar byggðir hafa orðið af sínu og staðið afar illa eftir.
Vilji minn snýr fyrst og fremst til að vinda ofan af þessu – enda er kerfið sem slíkt útbrunnið og tekur fyrir nýliðun og þar með verður sjávarútvegur líklega minna áhugaverður í augum ungs fólks. Það skiptir miklu að við byggjum iðnaðinn upp, ekki síst nú þegar færa má að því líkur að kvótagreifunum leyfist að flytja allt að 1000 ársstörf úr landi í formi óunnins afla. Á meðan blæða margar smærri verksmiðjurnar fyrir, sem varla geta treyst á annað en aðkeyptan afla (markaðshráefni jafnvel) sem stærri vinnslur sópa til sín þegar markaðir ytri eru þannig stemmdir. Auk þess hafa útgerðirnar í raun mjólkað ríkissjóð með því að ríkið greiði sjómannaafsláttinn – og svo maður tali ekki um útgerðir og olíugjald!
Mér er alveg sama hvernig kerfið varð þessi óskapnaður sem það er – ég vil það AF (þó það taki tíma) og ég veit að vel flestir landsmenn eru sama sinnis!
Rétt er líka að halda því til haga hver sérstakur pólitíkus t.d. Samherjamanna er - það er hvorki Steingrímur né Jóhanna heldur Kristján Þór Júlíusson. Árni Johnsen er líka mjööööög duglegur að halda á lofti merki útgerðargreifanna - enn og aftur, hvorki Steingrímur né Jóhanna. Og það er helst Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur einmitt gegn því að ,,þjóðareignarhugtakið" verði skýrar skilgreint í stjórnarskrá. Af hverju ætli það sé nú?

 

Herdís (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:05

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Herdís, ég er sammála þér að það þarf að breyta ýmsu í kvótakerfinu. Ég er bara ósammála fyrningarleiðinni. Ég ráðlegg þér að lesa nefndarumræðurnar þegar kvótakerfið var sett á, þar tala sjálfstæðismenn fyrir fiskveiðistjórnunarkerfi en mótmæla hvernig setja eigi þetta kerfi á þ.e. færa fáeinum útvöldum kvóta að gjöf og áhættu á áhrifum á byggðamál. Hvort tveggja rættist. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að vernda annan af tveimur póstum sem er að halda okkur uppi en sama fólkið og setti þetta á (bæði Jóhanna og Steingrímur voru í þeirri Ríkisstjorn) vill fara að fyrna 5% ´´a ári af kvóta þeirra sem hafa keypt hann fullum fetum af þeim sem þetta fólk gaf hann.

Vissulega þarf að breyta ýmsu en ekki með því að gera útgerðina gjaldþrota. Ég of mjög margir aðrir Sjálfstæðismenn erum orðin hundleið á þeirri áráttu samfylkingar og VG að láta alltaf eins og "Sjálfstæðismenn gáfu fiskinn í sjónum". Ef Jóhanna og Steingrímur segja að þetta verji sérhagsmuni, afhverju gerðu þau þetta ekki betur í upphafi?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.6.2010 kl. 11:20

5 identicon

Sæl aftur Adda.

Vissulega þarf fyrningarleiðin ekkert að vera upphaf og endir alls. Sú aðferð er ekkert endilega heilög fyrir mér - en þjóðþrifamál að breyta þessu kerfi. Ég hef sjálf mikinn áhuga á sjávarútvegi, en tel að með þessu kerfi sé að verulegu leyti tekið fyrir nýliðun.

Ég fór yfir nefndarálit, bæði vegna laganna 1984 og 1990 - kannski leggst ég yfir meira ef ég nenni. Annars er það ekki endilega fortíðin sem ég hyggst líma mig í heldur sú nauðsyn sem mér finnst að sé til breytinga á kerfinu. Ætlar þú að gera það?

Svo mundi ég gjarnan vilja fá útskýringu á því af hverju þú segir að Jóhanna og Steingrímurhafi komið þessu kerfi á - eða að þau hafi eitthvað sérstaklega stutt við það framsal og veðsetningu aflaheimilda? Ég fékk ekki betur sé í þessari yfirferð en að það sé alrangt.

Og það eina sem ég sá varðandi sjálfstðismenn um þetta efni var minnihlutaálit nefndar sem vildi að sjávarútvegsnefndir ynnu áfram í málinu yfir sumarið 1990. Og ekki ætla ég að lasta það. Reyndar virðist að um þessa lagasetningu hafi ríkt frekar skiptar skoðanir innan margra flokka - og allir hafa eflaust ætlað sér að tryggja hámarks afrakstur greinarinnar meðfram vernd og almanna- og byggðasjónarmiðum og það bera flest nefnarálitin með sér. Þetta mistókst þó hrapalega - jafnvel efnahagslega fyrir útgerðirnar sjálfar sem margar eru tæknilega gjaldþrota og eru betur komnar þannig (að mínu mati) svo það megi byrja upp á nýtt í höndunum á hæfari stjórnendum. A.m.k. er rétt að draga hæfi manna í efa þegar greinin er jafn skuldug og hún er.

Hins vegar er það staðreynd að þeir sem helst hafa viljað verja kvótagreifana fyrir ágangi löggjafans eru sjálfstæðismenn - einhverra hluta vegna vilja þeir verja kvótakerfið eins og það er, þrátt fyrir að útgerð sé í mýmörgum tilfellum komin langt út fyrir að leggja megináherslu á fiskveiði og -vinnslu - en sé í þess í stað í bullandi fjármálabraski með heimildirnar. Skuldsetning iðnaðarins er vegna alltof langrar ólar útgerðarmanna - framsal og veðsetning skópu ekkert nema hrylling fyrir rest.

Einar K. gerði raunar ekki margt til að sporna við útflutningi á óunnum afla - slíkt ætti að vera í forgangi að því marki sem hægt er.

http://www.althingi.is/altext/107/s/pdf/0372.pdf  meirihluti sjún.1984 Sjálfst og framsókn

Með vísan til þess, sem að framan greinir, leggur meiri hl. nefndarinnar til að frumvarpið verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 302.

http://www.althingi.is/altext/107/s/pdf/0275.pdf Meiri hl. nefndarinnar telur þó að í ljósi aðstæðna sé rétt að mæla með samþykkt frv.

http://www.althingi.is/altext/107/s/pdf/0276.pdf  -minnihluti Alþýðufl og Alþýðubl. Fram kom í nefndinni sú skoðun að ástæðulaust væri að hafa allar fisktegundir háðar aflamarki. Tilgangur frumvarpsins væri að takmarka þorskveiðar og því ástæðulaust að hafa allar fisktegundir háðar aflamarki og eðlilegt að binda aflamark við þá fisktegund.Einnig komu vandamál smábátaeigenda mjög til umræðu. Voru nefndarmenn sammála um nauðsyn sveigjanleika hvað varðar veiðiheimildir þeirra.Þrátt fyrir ákvörðun minni hl. nefndarinnar að standa að breytingartillögum, sem gera frumvarpið skárra, eru undirritaðir andvígir frumvarpinu í heild og leggja til að það verði fellt. Sú afstaða byggist í fyrsta lagi á þeirri miðstýringu sem felst í frumvarpinu þar sem dugnaður og framtak einstaklinga er heft meira en góðu hófi gegnir. Það vakti sérstaka athygli undirritaðra hve fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ákveðnir í að viðhalda þeirrióheftu miðstýringu sem átt hefur sér stað allt þetta ár. Í öðru lagi teljum við það rangt að fela ráðherra að marka aðalatriði fiskveiðistefnu. Sú stefnumörkun á að vera Alþingis. Í þriðja lagi er reynslan af þessu fyrirkomulagi slík að ekki er hægt að mæla með framlenginguþess.

http://www.althingi.is/altext/107/s/pdf/0155.pdf  Frumvarpið eftir 2. umræðu og breytingar.

  http://www.althingi.is/altext/112/s/0609.html Frumvarpið 1990 – flutningsmaður Halldór Ásgrímsson.

http://www.althingi.is/altext/112/s/1109.html Framsóknarmenn breytingartillaga, sérlega hnykkt m.a. á að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Það hlýtur ávallt að vera ákvörðunarefni Alþingis á hverjum tíma hvað skipulag teljist best henta til að nýting fiskveiðiauðlindarinnar þjóni sem best hagsmunum heildarinnar.

http://www.althingi.is/altext/112/s/1113.html 1990 minnihluti Samtök um Kvennalista.

1.    Sjávarútvegsráðherra verði ekki heimilt að víkja meira en 2% frá tillögum Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla á ári hverju.
2.    80% heildaraflans verði úthlutað til sveitarfélaga með hliðsjón af lönduðum afla síðustu fimm ára og reiknuðu meðaltali aflakvóta skipa skrásettra í sveitarfélaginu á sama tímabili.
3.    20% heildaraflans renni í sérstakan sameiginlegan sjóð, veiðileyfasjóð, og verði til sölu, leigu eða sérstakrar ráðstöfunar til sveitarfélaga. Tekjum af sölu eða leigu veiðiheimilda verði varið til fræðslu sem nýtist sjávarútvegi, fyrirbyggjandi aðgerða vegna atvinnusjúkdóma fiskvinnslufólks, rannsókna tengdum sjávarútvegi og verðlauna til handhafa veiðiheimilda fyrir lofsverðan aðbúnað starfsfólks eða sérstaka frammistöðu við nýtingu og meðferð aflans.
4.    Eftirlit með nýtingu fiskstofna verði fært frá hagnýtingarráðuneyti atvinnugreinarinnar til umhverfisráðuneytis.

http://www.althingi.is/altext/112/s/1116.html  3. minnihluti - Alþýðuflokkurinn og Karvel. Karvel Pálmason; ,,Nú virðist sem betur fer að augu enn fleiri þingmanna og almennings hafi opnast fyrir þeirri gegndarlausu miðstýringu og valdníðslu sem þessi helstefna hefur haft í för með sér, ekki hvað síst gagnvart mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni sem orðið hafa þessum móðuharðindum af manna völdum að bráð.” Fyrir neðan má síðan sjá bókun þingflokks Alþýðuflokksins um stefnuna í kvótamálinu – segir m.a. ; ,,Það er álit þingflokks Alþýðuflokksins að æskilegt hefði verið að taka nú ákvörðun um að taka upp í áföngum á tímanum fram að aldamótum leigugjald fyrir afnot veiðiheimilda og feta sig þannig inn í fyrirkomulag sem væri í eðlilegustu samræmi við þá grundvallaryfirlýsingu 1. gr. frumvarpsins að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þá bendir þingflokkurinn á að nauðsyn beri til að rjúfa tengslin milli skipa og veiðiheimilda til þess að unnt verði að taka tillit til byggðasjónarmiða og ná fram aukinni hagkvæmni í útgerð. Um þessi atriði hefur því miður ekki tekist nægileg samstaða í sjávarútvegsnefnd efri deildar.”

http://www.althingi.is/altext/112/s/1130.html 5. minnihluti - stefna Alþýðubandalagsins og Skúli Alexandersson – m.a. ; ,,Þá hafði Alþýðubandalagið staðfest samþykkt miðstjórnar flokksins frá 5. desember 1987, með nokkrum breytingum, á 9. landsfundi flokksins haustið 1989 (sjá fylgiskjal III).
    Bókun undirritaðs í ráðgjafarnefndinni og samþykkt þingflokksins byggjast á þessari landsfundarsamþykkt Alþýðubandalagsins sem er í veigamiklum atriðum í miklu ósamræmi við þetta frumvarp.
 Fiskveiðistefna Alþýðubandalagsins byggist á því að auðlindirnar innan fiskveiðilandhelgi Íslands eru þjóðareign, sameign allra Íslendinga. Veiðiheimildum verði úthlutað til byggðarlaga, veiðirétturinn verði þó eftir sem áður tengdur skipum.”

Herdís (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 19:15

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sæl Herdís,

ég held að þorri Sjálfstæðismanna sé ekki á móti því að endurskoða aflaframsal, veðsetningarheimildir og slíkt. Mér finnst t.d. mjög mikilvægt að sátt náist um kvótakerfið. Mér finnst aftur á móti fyrningarleiðin fáránleg og illa hugsuð. Það þarf að finna aðra og betri leið sem ekki setur útgerðina eins og hún leggur sig á hausinn og leggur aftur ótrúlegar byrgðar á útgerðarbæi og veldur byggðaröskun.

Vissulega eru örugglega til braskarar í útgerð sem annarstaðar. Hitt er aftur á móti öruggt að skuldir útgerðar hafa hækkað minna en annarra þjónustugreina. Þá þolir hún ekki 5% fyriningarleið og síðast en ekki síst þá er verið að tala um að taka réttindi frá fólki sem hefur borgað fyrir þau í kerfi sem stjórnvöld settu á.

Ástæða þess að ég segi þetta vera kerfi Jóhönnu og Steingríms er að þau voru bæði í þessari Ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 29.6.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband