Mannauðurinn burt

Lengi hefur verið ljóst að það þyrfti að hagræða og helst endurskipuleggja Heilbrigðisþjónustuna. Það er einnig alveg ljóst að þessi Ríkisstjórn hefur staðið í vegi þess að hægt sé að skapa tekjur í þessari þjónustugrein. Þetta er afleitt þar sem tækifæri okkar eru mikil í þessu efni. Tekjur er hægt að öðlast´nýjum þjónustugreinum s.s. lækningatengdri ferðaþjónustu og ýmissi nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Slíkur rekstur gæti með litlum tilkostnaði öðrum en rekstrartekjum skapað töluverðan gjaldeyri og atvinnu. Að ekki sé talað um áhrifin á ferðaþjónustuna en svona viðskiptavinir eru lengi á sama stað og kaupa dýra þjónustu. Hópur lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna hefur sóst eftir að leigja skurðstofur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en engin svör fengið. Þrátt fyrir að það hefur verið bent á að ef hópur sérfræðinga leigi aðstöðuna þá myndist grundvöllur til þess að viðhalda mikilvægri þjónustu nálægt íbúum með sama tilkostnaði fyrir Ríkissjóð og greitt er fyrir verkin á Landspítalanum samkvæmt DRL. Suðurnesjamenn söfnuðu m.a. rúmum fjögur þúsund undirskriftum sem er töluvert hlutfall af 12 þúsund íbúum Reykjanesbæjar til þess að fara fram á þetta. Við verðum að nota tækifærin okkar til að skapa tekjur og atvinnu og viðhalda mannauð og þjónustu. Eins og staðan er í dag er heilbrigðisfólki boðið upp á þrjár leiðir þ.e. draga saman á samningi við ríkið, vera sagt upp eða flytja til útlanda. Þessari Ríkisstjórn er nefnilega i nöp við allt er heitir einkarekstur og því óljóst hvar fólki sem sagt er upp í heilbrigðisþjónustu hins opinbera er ætlað að starfa.
mbl.is Breytt ásýnd heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband