Færsluflokkur: Bloggar
29.9.2011 | 17:01
Afhverju þessi aðferð?
Veik staða á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2011 | 13:19
Ætla þeir að friðlýsa allt Ísland?
Ef Vinstri Grænir fengu að ráða myndu þeir vilja friðlýsa allt Ísland gegn allri mannvirkjagerð. Virkjanir í neðri hluta Þjórsá eru hagkvæmastar og á svæði sem þegar hefur verið raskað og hefur minniháttar umhverfisspjöll í för með sér. Ávinningurinn yrði aftur á móti gríðarlegur og enn meiri ef þessu fólki verður ekki af ætlun sinni að halda Norðlingaöldu í bannflokki. Það mál er algerlega óskiljanlegt vegna ávinningsins og þar sem um er að ræða uppistöðulón en ekki virkjun á svæði sem ekki tilheyrir Þjórsárverum. VG er örugglega að undirbúa algjöra friðlýsingu á Þjórsársvæðinu öllu.
Glaðastir væru þeir ef enginn fengi að lýta á náttúru Íslands nema þeir sem gætu borið 35kg bakpoka og gengið 15 km á dag og klæddust bara lopapeysum og gúmmískóm.
Ja svei við þurfum svo sannarlega nýja Ríkisstjórn sem að til þess að eyða þarf að afla.
Virkjanir í Þjórsá verði fluttar í biðflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2011 | 14:29
Hvað í ósköpunum gengur þeim til?
Ætla þingmenn í alvöru að fara að eyða mikilvægum þingtíma í að ræða um frumvarp um reykingar sem er algerlega út í hött?
Á Íslandi í dag róum við lífróður til að koma efnahagskerfinu okkar í gang og m.a. hefur ferðamannaþjónustan verið nefnd sem bjargráð nú þegar gengi krónunnar er svona lágt. Hefur einhverjum dottið í hug að velta fyrir sér áhrifum sígarettubanns á ferðamannaiðnaðinn á Íslandi? Það er góðra gjalda vert að vilja draga úr dauðsföllum af völdum reykinga og er ég síðust manna að mæla þeim bót en hvað svo? Eigum við að banna umferð um vestfirði því vegirnir svo hættulegir? Viljum við stórauka smygl og neðanjarðarkerfið? Erum við svo vel í sveit sett að við höfum heilbrigðisstarfsfólk á lausu til að eiga við hundruða manna sem vilja fá lyfseðill fyrir sígarettum?
Nei höldum áfram að leggja áhersluna á forvarnir og hátt verð til að hindra nýja notendur. Okkur hefur áunnist mjög vel og erum á réttri braut. Ef endilega þarf að grípa til ráðstafana og forræðishyggju setjið tóbakið þá inn í ÁTVR með hinu eitrinu. Eyðum tíma þingmanna og heilbrigðisfagaðila við að ausa vatn úr bátnum í stað þess að bæta því í hann endalaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2011 | 07:02
Þetta er fáránlegt!
Seint ætla ég fanatíkusinn að mæla reykingum bót en er þetta ekki of langt gengið í einu stökki? Mér finnst algerlega fáránlegt að fólk verði að fara inn á lyfjastofnanir til að kaupa sígarettur og ef að fara á að selja þær sér ætti frekar að setja söluna inn í ÁTVR. Hefur einhver þessara þingmanna hugsað um áhrif þessa banns á ferðaþjónustuna? Nú eða hvað þá álagið á heilsuræslurnar? Á fjársvelt heilbrigðiskerfið að fara að manna fleiri stöður í það að útvega reykingamönnum sígarettur?
Mér er fullljóst að þetta er alvarlegur kvilli og löngu væri búið að loka vegum sem dræpu eins marga á ári en mér finnst þetta full geræðislegt stökk og sérstaklega í viðkvæmu efnahagsástandi okkar. Stefnum að því að banna reykingar en ekki á einu bretti og ekki núna.
Einungis sérmenntaðir heilbrigðisstarfsmenn skrifi upp á tóbak fyrir tóbaksfíkla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2011 | 07:11
Nú verður Jóhanna ánægð eða hitt þó heldur
Þessi grein Evu hlýtur að gleðja Jóhönnu og Steingrím eða hitt þó heldur. En staðreyndin er að þetta er rétt hjá henni. Það er rangt að breyta reglum eftir á og aldrei er réttlætanlegt að færa ábyrgðir einkafyrirtækja yfir á almenning.
Jafnvel þó að við höfum verið að taka á okkur kostnað vegna falls bankanna hefur það hingað til verið til að tryggja flæði vöru og peninga til landsins og til að halda uppi samfélaginu. Eða svo hefur okkur verið talin trú um þó að mér finnist nú fulllangt hafa verið gengið í þeim efnum. Þessi samningur fer umfram þá nauðsyn.
Augu umheimsins á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2011 | 07:02
Rangt verður ekki rétt þó það kosti minna
Ég er búin að vera að reyna að sannfæra mig um að skynsamlegt sé að segja já við Icesavesamningnum næstkomandi laugardag. Niðurstaða mín er að ég get ekki fengið það af mér.
Ég tel að stór hluti af ástæðu þess hvernig fór með fjármálakerfið okkar hafi verið sá að við vorum farin að gefa sífellt stærri afslátt af prinsippum. Fjármálakerfin voru orðin svo stór og mikilvæg að við urðum að rýmka, sveigja og horfa framhjá hinum ýmsu reglum og lögum því annars yrðu fyrirtækin bara að fara úr landi. Hversu margir myndu ekki vilja að það hefði orðið raunin? Nú finnst mér sami söngur byrjaður aftur. Stóru fyrirtækin okkar í þjónustu og verslun (sem nota bene eru flest í eigu bankanna) verða að fá trygga umgjörð og velvilja þjóðanna sem við skiptum við og því eigum við enn og aftur að rýmka fyrir þeim og taka á okkur áhættu og aflslátt af prinsippum.
Þessi Ríkisstjórn hefur rekið sig með því að sveigja, beygja og hliðra framhjá lögum og dómum. Tilgangurinn helgi meðalið. Stjórnlagaráðið var dæmt ólöglegt en þá var því bara breytt í nefnd. Hæstaréttardómar eru einskins virði og allt í boði stjórnar sem ætlaði að koma og breyta spilltu kerfi í gagnsæi, réttlæti og prinsipp. Árangurinn er að aldrei hefur verið meiri spilling í ráðningum hins opinbera, aldrei meira af klúðri í efnahagsstjórn, aldrei verið meiri áhersla á að verja fjármálakerfið á kostnað almennings og meira að segja er sjálfsagt talið að menn sitji í stjórnlaganefnd sem ætlar sér að auka virðingu fyrir stjórnarskrá með því að fara framhjá þeirri sem nú er. Ja svei. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið. Það er kominn tími til að við förum að ástunda meiri fylgni við reglur og lög.
Ég er hægri manneskja í stjórnmálum. Ég trúi á frelsi einstaklingsins til athafna og á einkarekstur. Ég trúi því engan veginn á að rétt sé að einkaaðilar hirði gróða en áföll séu færð á almenning. Ég tel að tími sé kominn til að við förum að fara eftir prinsippum og lögum. Ef að endurheimtur eiga að vera svona góðar úr þrotabúinu ætti enn minni ástæða að vera til að setja ríkisábyrgð á pakkann. Vissulega getur þetta orðið erfitt í fyrstu en til lengri tíma ætla ég að leggja trú á að rangt verði ekki rétt þó að það kosti minna og að rétt sé rétt. Ég vona að hvað sem verður ofan á í kosningunum þá sé komið að því að við sem þjóð horfum fram á veginn og förum eftir prinsippum svo hér megi fara að byggja upp heilsteypt samfélag sem sé trútt sannfæringu sinni. Ég trúi því að fjármagn rati þar sem gróðatækifæri eru og að þangað sem stjórnvöld taki vel á móti því og veiti stöðugleika og góðar markaðsaðstæður með lágum sköttum og lítilli spillingu. Ég tel því að þessi Ríkisstjórn sé okkur mun hættulegri en Icesave og kosti okkur mun meira hvernig sem kosningarnar fara.
Ég segi því nei við Icesave gjörningnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 07:09
Er almenningi ekki orðið verulega órótt hvað varðar skattastefnu Ríkisstjórnarinnar?
Með þrepaskiptu skattkerfi er leitast við að afnema þessa sérhæfingu eða öllu heldur leitast skattayfirvöld til þess að eigna sér sérhæfinguna og þannig taka hvatninguna til sérhæfingar. Með þessari skattastefnu er leitast við að jafna kjör einstaklinganna- falleg hugsun en alveg fáránleg í raunveruleikanum. Með þessu er hið opinbera í raun að ræna þennan skattgreiðanda og sem dæmi munu þau hirða 300 af hverri 400 þúsund króna hækkun á laun umfram 500 þúsund. Hvað mun gerast? Með þessari skattpíningu riðlast samfélagssáttmálinn og þeir sem borga brúsann fara að finnast þeim misboðið og koma sér undan að draga vagninn. Einnig munu þeir forðast alla nýjungar, áhættu og hagvöxtur mun stöðvast. Þeir munu t.d. sérhæfa sig í því að koma sér þar fyrir sem þeir fá mestan hagnað af sérhæfingu sinni þ.e. erlendis eða í neðanjarðarhagkerfinu. Aðrir ósérhæfðir einstaklingar munu ekki sjá sér hag í að sérhæfa sig.
Almennt er viðurkennt um allan heim að háir skattar drepa hagvöxt. Hvað vantar okkur núna? Jú Hagvöxt. Með stefnu sinni eru stjórnvöld að minnka kökuna og stefnan mun kalla á æ stærri sneið af henni ellegar æ meiri samdrátt. Þau ættu að vera að byggja upp stóriðju, atvinnu og gjaldeyrisskapandi verkefni og stækka kökuna og hvetja einstaklinga til sérhæfingar. Sjáum hvernig Taiwan brást við Asíu kreppunni, lækkuðu alla skatta, einfölduðu þá og hlutu hagvöxt á hraða þotu. Þessir stjórnmálamenn sem stjórna í dag skömmuðu Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hæla sér að skattalækkunum fyrir örfáum árum og bentu á að skatttekjur hefðu snaraukist og þar með hlyti skattheimtan að hafa aukist. Samt vilja þau ekki fara í þann rann vegna heimskulegrar hugmyndafræði sinnar.Skattastefna hverrar þjóðar á ekki að fara eftir því hvað sitjandi stjórnvöldum finnst sanngjarnt að fólk beri úr bítum. Skattastefnan á að endurspegla hvernig samfélagið fái sem mestar tekjur af skattheimtunni til þess að reka samfélagið. Skattastefnan á því að fara eftir því hvernig skattgreiðendur haga sér en ekki hverjir þeir eru. Skattastefnan á að vera einföld og ódýr í framkvæmd, gegnsæ og umfram allt skapa tekjur og vera þannig að ekki borgi sig að svíkja undan. Skattgreiðandinn á að vera sáttur við samfélag sitt og kröfur sem á hann eru gerðar. Þá borgar hann með brosi á vör og samfélagið græðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2010 | 12:55
Minnka hindranir!
Við þurfum að hætta að vera svona hrædd um að fólk misnoti bæturnar, bæði atvinnuleysis og örorku, og fara þess í stað að gera æskilegt að komast af þeim. Við eigum að auðvelda fólki að fara í nám á atvinnuleysisbótum og örorkubótum svo að þau fái launamöguleika sem er eftirsóknarverðari en bæturnar. Fólk með skerta starfsorku nær oft ekki að uppfylla lágmarkseiningar til þess að eiga rétt á námslánum og auk þess er þessi hópur oft á vanskilaskrá og fær því ekki námslán þó það gæti staðið undir væntingum.
Ef við gerum þetta ekki þá munu vissulega færri misnota en við munum eyða fullt af peningum í eftirlit og áratugum í að borga hverjum einstaklingi bætur. Hver aðili sem næst út úr fátæktargildrunni á þennan hátt er mjög mikill ávinningur.
Meðan við getum ekki boðið ómenntuðu fólki upp á laun sem duga fyriri framfærslu munum við verða fyrir þrýstingi inn á bótakerfið. Á því getur fólk sparað sér kostnað við að sækja vinnu og barnapössun og það kannski orðið til þess að fólkið eigi fyrir mat. Öryrki fær líka samúð sem fátækir einstaklingar með börn á framfæri fá ekki og meiri skilningur er gagnvart aðstæðum þeirra jafnvel þó mánaðartekjur séu jafnvel minni hjá láglaunafólki með börn.
Fleiri konur en karlar öryrkjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 16:39
Vel athugandi
Ungir framsóknarmenn vilja alla flokka í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 18:58
Ekki á annað hundrað heldur á annað þúsund störf í fortíðarvanda
Fortíðarvandinn var ekki sá að á annað hundrað störf töpuðust heldur á annað þúsund störf.
Reyknesingar hóta aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)