Handbremsa á hagkerfið?

Þetta eru ótrúlegar afturfarir. Það sem mun gerast er að fólk mun leita leiða til að losna undan þessu með brottflutningi, svartri starfsemi eða draga úr vinnu og frumkvöðlastarfsemi. Öryrkjar og aldraðir munu forðast að geyma peninga á bankareikningum því þeir koma til með að lækka bætur. Núna hefði verið fínt tækifæri til að hugsa alveg út fyrir kassann og gleyma pólitískri réttsýni. Hægt væri að afnema persónuafslátt og setja flatan 15 - 20% skatt á alla. Hækka lægstu laun og örorku um skattprósentuna. Svona yrði til aukið fjármagn í umferð sem færi í kaup á þjónustu og neyslu. Það yrði atvinnuhvetjandi og kæmi hjólum atvinnulífsins af stað. Síðan hefði mátt hækka virðisauka töluvert á ónauðsynjavarning þannig að þeir sem geta verslað slíkan varning borgi neysluskattinn á þann hátt. Þetta yrði til þess að neðanjarðarhagkerfið kæmi upp á yfirborðið því það tæki ekki að svíkja undan skatti lengur auk þess sem allt kerfislægt eftirlit og búrakratían yrði öll mun ódýrara vegna einfaldara kerfis. Skattleggja svo séreignalífeyrissjóð inn og jafnvel allar lífeyrissjóðsinngreiðslur. Skil ekki af hverju lífeyrissjóðirnir eigi að fá að sýsla með skatthlutfall ríkisins í áratugi þegar Ríkissjóði vantar lausafé núna. Ótrúlegar afturfarir!
mbl.is Skattahækkanir koma verst niður á millistéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband