Nei hættum nú alveg!

Ég segi enn og aftur að Svandís Svavarsdóttir er án vafa versti umhverfisráðherra sem þessi þjóð hefur átt og höfum við þó úr góðu úrvali að velja. Hún ein síns liðs hefur tekist að rústa stöðugleikasáttmálanum þar sem sagt er skýrum stöfum að ryðja skuli hindrunum úr vegi uppbyggingar álvers í Helguvík og fleiri verkefnum. Hún hefur uppfyllt þann samning með því að leynt og ljóst setja beinar hindranir í veg fyrir atvinnuuppbyggingu allt að 4000 manna. Þetta er bein aðför að atvinnulausum á suðurnesjum sem dæmi.

Nei nú bætir hún um betur og stofnar heimskaffihús þar sem öfgafull umhverfisungmenni fá eyru hennar í stað öskrandi íbúa á Suðurnesjum og á Húsavík og fleiri aðilar svo sem aðeins sjálf Verkalýðshreyfingin á Íslandi og Samtök Atvinnurekenda. Þá neitar hún að sækja um undanþágu til handa Íslandi þrátt fyrir að góðir fulltrúar Sameinuðu Þjóðanna hafi bent á að Ísland geti hjálpað með því að hafa stóriðju sem nýtir endurnýjanlega orku í stað kolaspúandi verksmiðja annarstaðar. Engu er líkara en Svandís trúi því staðfastlega að við séum með sérlofthjúp og getum framfleytt okkur á fallegum hugsunum a la íbúa Hálsaskógar. En reyndar ætla þau öll að vera vinir svo okkur hlýtur að mega vel líka eða hvað?

Já svei, enn og aftur.


mbl.is Ungmenni til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Já, álver eru lausnin á öllu, eitt í hvert kjördæmi - hið minnsta - eða hvað, ...

Lestu þetta !!!

Haraldur Rafn Ingvason, 10.10.2009 kl. 15:30

2 identicon

Sem þátttakandi á þessu Umhverfisþingi verð ég að gera athugasemd við þessar skriftir. Fréttin útskýrir kannski ekki alveg nógu vel hvernig þetta fór fram. Þingið snerist um spurninguna hvernig gerum við Ísland sjálfbært og byggjum upp öflugt og umhverfisvænt atvinnulíf? Sjálfbær þróun snýst um að nýta auðlindir og sinna þörfum sínum án þess að minnka möguleika komandi kynslóða á nýtingu þessara sömu auðlinda. Umhverfisþing er opið hverjum sem er og þátttakendur voru á öllum aldri og frá mörgum mismunandi geirum. Þátttakendur þingsins voru sammála um að viðhorfsbreyting almennings væri nauðsynleg. Einnig þarf að auka fræðslu og menntun og vekja áhuga allra á að hugsa um umhverfið. Þingið varð sammála um að efla þyrfti afskipti komandi kynslóða að þróun sjálfbærni á Íslandi.

Umhverfisvitund er ekki það sama og að stefna aftur í torfkofana heldur að nota höfuðið og nýta möguleika og hugsa um komandi kynslóðir og við hverju þær taka.

Ragnheiður Ásbjarnardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband