Aðför að sjálfstæðisflokknum?

Ljótt er að sjá hversu mjög er vegið að Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Það er alveg ljóst að menn í öðrum flokkum hafa setið á upplýsingum um mistök í Sjálfstæðisflokknum til þess að hrúga yfir almenning rétt fyrir kosningar. Gert til þess að halda flokknum uppteknum í innri hreinsunum og draga styrk úr kosningabaráttu hans. Þetta er gert svo að honum vinnist ekki tími til að kynna stefnu sína og tillögur sínar í efnahagsmálum. Vissulega er skelfilegt til að hugsa að svona misráðnar ákvarðanir hafi verið teknar eins og að þiggja þessa peningastyrki. Taka verður á því máli og tryggja að önnur og betri vinnubrögð verði við lýði í framtíðinni. Nú er ný forysta og mikil endurnýjun í flokknum og sagt er að nýir vendir sópi best. Ég hef fulla trú á að tekið verði á málunum.

Fyrir áramótin 2007 voru engar reglur um hversu mikið mætti gefa í flokksjóði almennt. Það varð að vera bundið í hjartalagi þess sem sóttist eftir tók við framlögum hvort þau væru við hæfi eða ekki. Hér hefur verið farið full langt inn í gráa svæðið. Ég trúi því ekki að hér hafi verið um svart svæði að ræða þ.e. að um sé að ræða mútur enda mun innri endurskoðun í flokknum vafalaust fara vel og vandlega yfir slíkan möguleika. Hvernig er ástandið með aðra flokka? Hér þurfti að breyta leikreglum og það var gert með lögunum sem tóku gildi 2007.

Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn mun ræsta og hann mun samtímis birta stefnuskrá og aðgerðarlista sem er til þess fallinn að koma þjóðinni út úr vandanum fljótt og vel. Hann mun ekki kynna aðgerðir sem auðvelda okkur að lifa við vandann til langs tíma líkt og VG og Samfylking heldur lýtur flokkurinn svo á að um skammtíma fyrirbæri sé um að ræða og mun stýra út úr vandanum. Ætlum við kjósendur að einblína í baksýnisspegilinn eða ætlum við að kjósa stefnu sem leiðir okkur út úr kreppunni?

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur tryggt það að álverið við Helguvík verði að veruleika og að við munum nýta okkur auðlindir allar okkar. Hann er eini flokkurinn sem horfir út úr vandanum en ekki inn í hann. Hann er eini flokkurinn sem vill frelsi einstaklingsins og vill byggja á lausnum frá einstaklingum komnum en ekki auknum ríkisumsvifum og skattheimtu. Hann er eini flokkurinn sem mun hafa sýn til þess að opna en ekki loka allt í höftum og skattpíningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessuð Adda Bára

Til þess að Álverið í Helguvík, verður sá flokkur sem nú telur sig færastan að vernda stjórnarskrána og siðferðið að láta af þessu málþófi um stjórnarskrár breytingar, fyrr gerist lítið í því máli. Haldi þeir svona áfram getur vel farið svo að þetta mál komist ekki á dagskrá fyrr en eftir kosningar og það verður eingöngu Sjálfstæðisflokknum að kenna. Aðrir hafa ekki tafið málið sem góður meirihluti er fyrir þingi

Hannes Friðriksson , 11.4.2009 kl. 16:04

2 identicon

Þú ert í trúfélaginu Sjálfstæðisflokknum og hvernig er það aðför að flokknum að benda á nokkrar óheppilegar staðreyndir? Það er ekki talað um aðför gegn glæpamönnum þegar þeir eru látnir svara til saka, það er talað um réttlæti og sannleika.

Elías Þórsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því má bæta við góðann pilstil þinn Adda, að margir Sjálfstæðismenn hafa verið þeirrar skoðunar, að banna ætti styrki frá fyrirtækjum til stjórnmálflokka.

Bæði Davíð Oddson og Kjartan Gunnarsson voru þessarar skoðunar 2006.

Það var Samfylkingin sem hindraði að slíkt ákvæði kæmist inn í lögin sem tóku gildi í ársbyrjun 2007. Hefur Samfylkingin skipt um skoðun ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Kreppukarl ég verð seint talin græn.

Hannes, ég er sammála þér og samt ekki. Ég er sammála sjónarhóli þingmanna míns flokks. Ég er aftur á móti þannig að hárin á mér rísa þegar allir eru búnir að segja sitt og reyna að koma í veg fyrir að meirihlutinn fái að nota vald sitt. Stjórnlagaþing gott og vel, aukið lýðræði og aðkoma almennings frábært, en þarf þetta að vera framkvæmt á þennan hátt og kosta 2 milljarða? Þarf að breyta stjórnarskránni í miklum flýti rétt fyrir kosningar í óþökk lögmannafélagsins? er ekki nóg að breyta klásúlunni sem auðveldar stjórnarskrárbreytingar?

Við sjálfstæðismenn erum ekki að koma í veg fyrir að frumvörp sem hafa áhrif til batnaðar til bjargar heimilum og fyrirtækjum komist að á þingi, þvert á móti höfumvið ítrekað beðið um aðra uppröðun svo að hægt verði að fara yfir frumvörp sem þessi ríkisstjórn á að hafa verið sköpuð fyrir, þ.e. bjarga heimilum og fyrirtækjum. Hvernig lagast hagur þeirra við að breyta stórnarskránni akkúrat núna og á undan aðgerðum fyrir heimilin?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 08:10

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Elías ekki veit ég hvort okkar sé í trúfélagi en hallast frekar að því að það sért þú eftir að lesa bloggsíðuna þína. Þú ert greinilega allur á tilfinningasviðinu í stað rökhugsunar.

Ég stend við það að það eru nornaveiðar gegn Sjálfstæðisflokknum, flettu því nú upp hvaða skilgreiningar eru notaðar við orðið nornaveiðar. Þú segir að verið sé að láta glæpamenn svara til saka en þú gleymir því að sjálfstæðismenn eru ekki glæpamenn. Í flokknum eru um 40 þús íslendingar og því fer fjarri að þeir séu glæpamenn heldur eru í flokknum hugsjónamenn alveg eins og þú ert trúr þínum hugsjónum.

Ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað í þessu máli er ég alveg viss um að innri endurskoðun flokksins sem og Rannsóknarnefndin sjálf mun leiða það í ljós. Ef svo er verður það lögreglumál enda á lögreglan að eiga við glæpi en ekki hugsjúkur skríll í bloggheimum. Hvernig væri að fara að horfa á leiðir út úr vandanum?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband