Ofurkappsfullir Sjálfstæðismenn

Jæja þar höfum við það. Þetta voru sem sagt ofurkappsfullir og öflugir söfnunarmenn fyrir flokkinn líkt og ég hef bloggað um. Þarna voru gerð mistök þar sem upphæðirnar voru hærri en eðlilegt má telja og æskilegt er. Nú eru vonandi öll kurl komin til grafar og hægt að snúa sér að því sem skiptir máli.


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég segi það nú.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Gunna-Polly

það er bara eitt kurl af mjög mörgum komin til grafar

Gunna-Polly, 11.4.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svei mér þá það vantar ekki fólk sem vill axla ábyrgð, maður ætti kanski að skella sér upp í Valhöll

Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 17:55

4 identicon

Mistök er ofnotað orð í orðasafni SjálfstæðisFLokksins.

Tek undir með Gunnu-Polly, það er bara eitt kurl af mörgum komið til grafar. Það kurl fór aðeins til grafar vegna þess að verið var að skoða þessi tvö fyrirtæki (LÍ og FL-Group). Við vitum ekkert um önnur fyrirtæki í almannaþjónustu (sbr. Neyðarlínustyrkurinn 2007,).

Allir ljúga, hver um annan þveran. Kjartan vissi ekkert, svo kemur í ljós að hann vissi. Auðvitað vissu þetta margir, enginn þarf að halda öðru fram.

Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

allt löglegt samtsem áður - já Sjálfstæðismenn vinna flokknum sínum vel -

og hér er

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG    KR. 5.000.-     Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.4.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Einar Karl

Adda, útrásarvíkingarnir - Steini, FL og Landsbankinn - studdu Sjálfstæðisflokkinn svona rausnarlega vegna þess að þetta var þeirra flokkur.

Hvort ætli hafi verið hættulegra, vinskapur og stuðningur Forseta Íslands við útrásarvíkinga, eða bein og milliliðalaus tengsl milli Valhallar og víkinganna?

Einar Karl, 11.4.2009 kl. 22:53

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Einar varla trúir þú því að allir útrásarvíkingarnir hafi verið í sjálfstæðisflokknum? Nei góður hluti þeirra var í öðrum flokkum s.s. samfylkingunni eins og dæmin sanna. Hættum svona skítkasti og verum málefnaleg. Það er alveg ljóst að æðstu menn í Landsbankanum vildu styrkja flokkinn. Það voru afglöp að þiggja styrki upp á þessar upphæðir eins og dæmin undanfarna daga hafa leitt í ljós. Innri endurskoðun í flokknum mun vafalaust eiga sér stað.

99% flokksmanna vilja ekki svona háa styrki frá einstökum fyrirtækjum enda má sjá viðbrögðin í flokknum eftir að málið kom upp. Þetta var 2006 en nú er 2009. Allt aðrir tímar, annað fólk, annað viðmið. Önnur vinnubrögð.

Hvernig væri að hætta skítkasti og fara að vinna í að bjarga málum hér á landi? Eða eruð þið pólítískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins svo uppurnir  af málstað að þið teljið ykkur betur borgið með því að þrampa á Sjálfstæðisflokknum svo hann nái ekki að kynna sín málefni og stefnur til bjargar heimilum og atvinnulífi?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 07:56

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Gunna  Polly má ég benda þér á að upplýsingarnar um styrkinn frá Landsbankanum kom frá Bjarna sjálfum. Við tökum flokkinn okkar til gagngerar endurnýjunar og ræstum í öll horn og tökum til handanna við allan skít sem við finnum. Hvað með ykkar flokka?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 07:59

9 identicon

Adda.

Þú segist hafa mörg dæmi um að útrásarvíkingar hafi verið í Samfylkingunni.

Vinsamlegast nefndu dæmi.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 10:41

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Svavar, mér finnst þetta lélegar umræður eins og ég var að reyna að koma að í svari mínu. Þar sem þú skorar á mig þá get t.d. bennt á samvinnu og vernd Samfylkingarinnar gagnvart Jóni Ásgeiri og fjölmiðlalögunum á sínum tíma. Ólafur Ragnar er maður samfylkingarinnar og notaði sér aðstöðu sína til að tryggja einhæft eignarhald á fjölmiðlum þrátt fyrir að meirihluti á þingi hefði samþykkt frumvarpið og kynnti útrásarvíkingana um allar jarðir. Málin væru kannski öðruvísi í dag ef svo hefði ekki farið. Svo er það ræða Ingibjargar Sólrúnar.

Tölum heldur um framtíðina, tölum um lausnir og verum málefnaleg.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2009 kl. 12:44

11 identicon

Adda.

Þú sagðir berum orðum að sumir útrásarvíkingarnir væru í Samfylkingunni. En nú ferð þú undan í flæmingi.  Ég er með lista fyrir framan mig yfir 28 helstu útrásarvíkingana. Þeir eru allir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. Meira að segja Baugsfeðgar eru sjálfstæðismenn og tóku þátt í flokksstarfinu á nesinu.  Ég skil vel að ykkur sjálfstæðismönnum líði illa núna. Það sýna bloggfærslur ykkar hérna í bloggheimum. Nú er allt hey í harðindum ykkar. Þið sláið fram hverri bullstaðhæfingunni af annarri. Hefur þú lesið Borgarnesræðu Ingibjarga?  Þar er bara bent á að stjórnvöld undir stjórn Davíðs flokki athafnamenn og auðmenn í góða  og slæma og komi fram við þá í samræmi við þá flokkun.  Nú hefur það sýnt sig að Björgólfsfeðgar voru jafnvel enn verri fjárglæframenn en Baugsmenn, svo ég nefni aðila úr báðum hópunum. Svo ert þú að nefna fjölmilðafrumvarpið sem Davíð þorði ekki að setja í dóm þjóðarinnar!!!  Að margra mati braut Davíð lög með því. En ég verð að játa að ég dáist af flokkshollustu þinni. Þegar menn eru að verja óverjandi málstað, helgar málstaðurinn oft meðalið.

p.s. Hvernig veist þú að forsetinn sé " maður Samfylkingarinnar" ?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband