Helguvík er undir, hvað er til ráða?

Ljótt er að sjá hversu mjög er vegið að Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Það er alveg ljóst að menn í öðrum flokkum hafa setið á upplýsingum um mistök í Sjálfstæðisflokknum til þess að hrúga yfir almenning rétt fyrir kosningar. Gert til þess að halda flokknum uppteknum í innri hreinsunum og draga styrk úr kosningabaráttu hans. Þetta er gert svo að honum vinnist ekki tími til að kynna stefnu sína og tillögur sínar í efnahagsmálum. Vissulega er skelfilegt til að hugsa að svona misráðnar ákvarðanir hafi verið teknar eins og að þyggja þessa peningastyrki. Taka verður á því máli og tryggja að önnur og betri vinnubrögð verði við lýði í framtíðinni. Nú er ný forysta og mikil endurnýjun í flokknum og sagt er að nýir vendir sópi best. Ég hef fulla trú á að tekið verði á málunum.

Fyrir áramótin 2007 voru engar reglur um hversu mikið mætti gefa í flokksjóði almennt. Það varð að vera bundið í hjartalagi þess sem sóttist eftir og tók við framlögum hvort þau væru við hæfi eða ekki. Hér hefur verið farið full langt inn í gráa svæðið. Ég trúi því ekki að hér hafi verið um svart svæði að ræða þ.e. að um sé að ræða mútur enda mun innri endurskoðun í flokknum vafalaust fara vel og vandlega yfir slíkan möguleika. Hvernig er ástandið með aðra flokka? Hér þurfti að breyta leikreglum og það var gert með lögunum sem tóku gildi 2007.

Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn mun ræsta og hann mun samtímis birta stefnuskrá og aðgerðarlista sem er til þess fallinn að koma þjóðinni út úr vandanum fljótt og vel. Hann mun ekki kynna aðgerðir sem auðvelda okkur að lifa við vandann til langs tíma líkt og VG og Samfylking heldur lýtur flokkurinn svo á að um skammtíma fyrirbæri sé um að ræða og mun stýra út úr vandanum. Ætlum við kjósendur að einblína í baksýnisspegilinn eða ætlum við að kjósa stefnu sem leiðir okkur út úr kreppunni?

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur tryggt það að álverið við Helguvík verði að veruleika og að við munum nýta okkur allar auðlindir okkar. Hann er eini flokkurinn sem horfir út úr vandanum en ekki inn í hann. Hann er eini flokkurinn sem vill frelsi einstaklingsins og vill byggja á lausnum frá einstaklingum komnum en ekki auknum ríkisumsvifum og skattheimtu. Hann er eini flokkurinn sem mun hafa sýn til þess að opna en ekki loka allt í höftum og skattpíningu.


mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta vrikar á mig sem trúarbrögð.  Landsvirkjun skuldar um 380 milljarða.  Þar situr við stjórn Friðrik nokkur, sem hefur álíka mikiið vit á orkumálum og stjórnun fyrrirtækja og Davíð hefur á stjórnun peningamála.   Reyndar stóð til að hann hætti í fyrra en Sjálfstæðisflokkurinn lét hann bíða með að hætta þar til þeir gætu fundið annann heppilegan flokksdindil til þess að taka við af honum.   Það hefur kannski farið framhjá flestum sjálfstæðismönnum, en það er kreppa hafin í heiminum.  Álverð fer hríðlækkandi og mjög erfitt er að fá fjármögnun.  Landsvirkjun var rekin með bullandi tapi í fyrra og nú vill Sjálfsæðisflokkurinn að  ríkið ábyrgist frekari lán til þess að við getum haldið áfram að selja erlendum álrisum orku á tombóluverði.

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að halda sig frá fjármálum.  Bæði er það vegna þess að þar á bæ hafa menn ekkert vit á slíkum hlutum og líka vegna þess að spillingin innan flokksins er það mikil að yfirleitt fer allt í óefni þegar peningar eru annars vegar.

Sjálfsæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur komið þessari þjóð á vonarvöl á mettíma.  Það hefur hann sýnt bæði í verki og í orði. 

 

Guðmundur Pétursson, 11.4.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Guðmundur það eru ekki mörg stórfyrirtæki í heiminum í dag sem eru að skila hagnaði. Skuldir allra  eru að stórhækka það er jú nefnilega kreppa eins og þú bendir sjálfur á í pistli þínum. Fjármögnun er trygg í verkið ef þessi aflóga vinstri stjórn gæti komið sér saman um að samþykkja samninginn. En nei hún er of upptekin í öðrum ákvörðunum en þeim sem mest er þörf fyrir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Hún er líka of upptekin af því að þyrla upp skít gegn Sjálfstæðisflokknum svo að almenningur komi ekki auga á málefnaþurrð þeirra sjálfra.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sæl Adda,

<>Orkufyrirtæki hafa verið rekin með methagnaði hin síðari ár og eru olíufyrirtækin þau verðmætustu á markaði í dag, Exxon, Shell og fleiri.   Það er hinsvegar ljóst að við höfum samið illa af okkur hvað varðar orkusölu Landsvirkjunar.

Burtséð frá því, þá leysir álver í Helguvík ekki okkar vanda.  Ég er fylgjandi því að það verði haldið áfram með þá framkvæmd og um leið verði allir orkusamningar við álfyrirtækin gerðir  opinberir.  Annað er bara kjánskapur.   Síðan þarf að mynda heildstæða stefnu í orkumálum, það er af og frá að slíkt hafi verið gert.

Guðmundur Pétursson, 11.4.2009 kl. 14:37

4 identicon

Sæl Adda og þakka þér pistilinn -

það er rétt að hart er sótt að flokknum og svo hefur verið frá því bankahrunið skall á - við munum hinsvegar standa upp tvíelfd því þannig erum við - Nú ríður á að styðja við bakið á forystu flokksins - Andstæðingunum er vorunn - glæsilegasta forystupar stjórnmálasögunnar leiðir flokkinn í dag - er furða þótt hinir væli -

Sjálfstæðisflokkurinn tók við landinu á bólakafi í skuldum og náði því uppfyrir 0 punktinn löngu fyrir hrun - það mun hann gera aftur eftir 2 ár -

þangað til -

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG    KR. 5.000.-     Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:42

5 identicon

Sæl Adda,

ég er gersamlega sneydd áhuga á pólitík. Hins vegar finnst mér leitt að sjá hvað margir Íslendingar telja að álver geti bjargað efnahagi Íslands. Við þurfum ekki að líta nema til Danmerkur til að sjá hvað gersamlega auðlyndalaust land getur haft miklar tekjur af hugviti, landbúnaði, fiski og hönnun. Nú þegar keppan gengur yfir er þá ekki lag að íhuga aðra tekjumöguleika fyrir þjóðarbúið. Er ekki tilvalið að fjárfesta í fólkinu í landinu, athuga hvort ekki sé hægt að byggja upp þjóðfélag í takt við nýja tíma en ekki einblína á að reka niður enn einn minnisvarðann um skammtímalaunir. Uppbyggingin gæti jú tekið aðeins lengri tíma, en hugmyndin að traustum samfélagsgrunni sem gæti orðið fyrirmynd annarra þjóða hlýtur að vera ákjósanlegri kostur. Við erum lítil þjóð en vinnusöm... allt er mögulegt. Ég geri mér samt fyllilega grein fyrir að við verðum að nýta okkur náttúruauðlyndir landsins, það er hins vegar okkar val á hvaða hátt.

Ég vona að sem flestir geri sér grein fyrir þessu, okkar er valið. Það er ekki bara ein lausn.

Kær kveðja og gleðilega páska

Guðný Þóra.

Guðný Þóra (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:49

6 identicon

Ofsatúarliðið í SjáLfstæðiFLokknum lætur ekki sugga falla á GUÐ sinn.

Stóriðjan er hellst orsök þess hvernig ofþennslan hefur tröllriðið samfélaginu með þeim afleiðingum að stefna SjáLfstæðisFLokksins er hrunin, auðvitað ásamt einkavinavæðingu kvótans til hollvina FLokksins.

Farið nú á Draumalandið og áttið ykkur á hvað þið eruð að gera þjóðinni með þessari heimsku ykkar og trúarbrögðum á sjálfan Djöfulinn í líki SjáLfstæðisFLokksins.

e.s.

FL=FL-Group (í boði Baugs)

L=Landsbankinn (í boði útrásarmafíósanna Björgólfsfeðga)

Valdís Gifford Na (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:02

7 identicon

Höftin sem þú ræðir um var nú komið á þegar íhaldið hélt um stjórnartaumana, þannig að hann lokaði gjaldeyrisflæði með höftum ekki gleyma því.

Eina málið sem flokkurinn virðist hafa á stefnuskránni hjá sér hvað varðar atvinnumál er álverið í Helguvík, sem skapar svona svossem 1000 störf eða svo þegar til lengri tíma er litið, c.a. 300 í álverinu og 6-700 afvegaleidd störf. Ég veit ekki hvar flokkurinn ætlar að finna 19.000 störf í viðbót, en gangi honum vel.

Það er sorglegt til þess að hugsa að sjálfstæðisflokkurinn skuli hugsa svo skammt fram á veg að þeirra eina atvinnumál verður að vera gegn því að selja raforku okkar á svo miklu tombóluverði til stórnotenda (Álvera) að það er ekki einu sinni hægt að reka einokunarfyrirtækið (Landsvirkjun) með hagnaði.

Það er ekkert annað en barnalegt að hugsa að það eigi að loka 50.000.000.000 króna  fjárlagagati á næsta ári með því að skera eingöngu niður. Þá spyr ég bara hvar á að skera niður? Hvar ætlar sjálfstæðiflokkurinn að skera niður? Menntamálum eða heilbrigðismálum? Það eru jú stærstu útgjaldaliðirnir.

Ég get ekki hugsað mér að fá áframhald á þessu rugli og svikum enn eitt kjörtímabilið, það verður að gjalda sjálfstæðisflokknum það sem hans er í kosningum. Ég hef oft kosið þá en nú er nóg komið, ég vil ekki svona óráðsíu, sukku og óstjórn lengur. Burt með þetta lið, það stendur fyrir sömu gildi og áður, enda lítil endurnýjun þarna.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Guðmundur ég er sammála þér í því að við þurfum að mynda okkur heildstæða stefnu í orkumálum, ákveða hvað við ætlum að virkja og hvað ekki og halda okkur við það.

Guðný Þóra ég er líka sammála þér að því leyti að álver er ekki eina lausnin. Við þurfum mörg egg í körfuna og best væri ef við náum meiri virðisauka út úr álframleiðslunni þ.e. að skapa meira úr því áður en við sendum það úr landi. Þá efast ég ekki um það að mannauður okkar mun koma okkur upp úr vandanum fyrr en öðrum þjóðum. En til þess að mannauðurinn og einstaklingsframtakið njóti sín þurfum við haftalaust umhverfi og frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í kjarna sínum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 15:28

9 Smámynd: Kommentarinn

Vid verdum ad syna thad i verki ad lydraedid virki. Thegar stjòrnmàlaflokkur skytur svona illa upp à bak og dregur thjodina nidur ì drulluna med sèr thà er làgmark ad haetta ad kjòsa hann ì 2 til 3 kjortìmabil....

Kommentarinn, 11.4.2009 kl. 16:14

10 identicon

Bíddu á meðan ég æli! Hvernig er það, ætlar sómasamt fólk að leggja lag sitt við þennan spillingarflokk? ætlar heiðarlegt fólk að kjósa þetta? Já bíddu á meðan ég æli!

Valsól (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 16:33

11 identicon

Getur einhver svarað því hvað flutt hefur verið mikið út af áli síðastliðna 6 mánuði?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 16:50

12 identicon

Er eitthvað sniðugt að hafa of mikið frjálsræði og of lítið af höftum? við sjáum öll hvað það gekk vel að hleypa vinum og fjölskyldum sjálfstæðismanna inn á fjármálamarkaði án hafta og eftirlits??  Er ekki betra að hafa einhver höft, einhverjar reglur og eitthvað eftirlit svo að þetta ástand eigi ekki eftir að skapast aftur????

....Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur tryggt það að álverið við Helguvík verði að veruleika og að við munum nýta okkur allar auðlindir okkar. Hann er eini flokkurinn sem horfir út úr vandanum en ekki inn í hann. Hann er eini flokkurinn sem vill frelsi einstaklingsins og vill byggja á lausnum frá einstaklingum komnum en ekki auknum ríkisumsvifum og skattheimtu. Hann er eini flokkurinn sem mun hafa sýn til þess að opna en ekki loka allt í höftum og skattpíningu.

Þetta er það sem ég hræðist, við erum búin að prufa þetta og þetta gekk ekki upp!!! Vil frekar höft en óráðsíu!!

Skattheimtan færðist frá ríka fólkinu og stórfyrirtækjum yfir á "fátækafólkið", við sáum það öll. Auðvitað á að skella hærri sköttum á eignamikið fólk og stórfyrirtækji núna þegar við hin eigum ekki aur!!! Ef það kallast skattpíníng þá styð ég skattpíningu!!

elin (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband