Hvert er vandamálið í hnotskurn?

Furðulegt er að heyra þau rök að þessi fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar byggi á skýjaborgum þegar vitað er að Seðlabanki Íslands og fjárhagsáætlun Ríkistjórnarinnar byggir á sömu niðurstöðu þ.e. að álversframkvæmdir komist af stað í Reykjanesbæ. Þá má benda á þá ísköldu staðreind að byggingarframkvæmdir væru nú á fullu og mörgu þúsund störf komin ef ekki væri þessi slóðaskapur í Ríkisstjórninni og ég tala ekki um þá umdeildu ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að draga og standa í vegi fyrir Suðvesturlínu og þannig hindra atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum sem heimamenn eru búnir að leggja mikla vinnu í að koma á. Þá er alltaf talað eins og eingöngu stöðvist álversframkvæmdir við þennan slóðaskap en allar fyrirætlanir um atvinnusköpun á Suðurnesjum tefjast hverjar svo sem þær eru vegna vita vonlausrar forystu í landsmálunum. Það er hneikslið í þessari umræðu allri. Þegar núverandi Rannsóknarnefnd hefur lokið störfum tel ég fyllilega tímabært að stofna aðra sem rannsakar hvað hefur verið að gerast bak við tjöldin þetta síðastliðna ár.
mbl.is Rekstur bæjarsjóðs byggist á álverinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Með úthlutun lóðar undir álver í Helguvík hefur sennilega verið unnið stærsta skemmdarverk á sölu á rafmagni, þar sem hagkvæmi þjóðarbúsins eða náttúrunnar eru að engu hafðar.

Ef fara á eftir skipulags og umhverfislögum mun þetta álver standa straumlaus um ókomna tíð, þar sem aðrir kostir eru mun hagkvæmari vegna línulagna, bæði kostnaðarlega og vegna náttúrusjónarmiða.

Þessi framkvæmd virðis fyrst og fremst snúast um lóðargjöld og atvinnu suðurnesjamanna.

Það má með furðu sæta afhverju skipulagsstofnun tók ekki strax í taumanna, en lætur þess í stað aðila sem hefur engu að tapa, en allt að vinna eins og lóðargjöld frá fyrsta degi ráða ferðinni.

Sturla Snorrason, 19.1.2010 kl. 11:11

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessuð Adda

það er í þessu máli eins og því miður í svo mörgum öðrum svolítið þreytt klisja að veitast stöðugt að ríkistjórninni og að allt sé henni alltaf að kenna.

Í tilfelli álversins hefur verið til fjárfestingasamningur í frá árinu 2006 að eg held svo sá samningur á ekki að vera vandamálið. viljayfirlýsing um orkusölu hefur einnig verið undirrituð af Orkuveitunni, og vonir stóðu til að senn opnaðist fyrir möguleika á lánum til meðal annars að ráðast í þær framkvæmdir sem til þurfti. Gæti það verið að sú ráðstöfun forsetans að senda Icesave málið hafi áhrif þá lánveitingu? það skyldi þó ekki vera, allavega er ljóst að OR fær enginn lán erlendis nú um stundir.

 Það er nefnilega svo skrýtið að allt eltir þetta hvers annars skott, og meðan Icesave málið er ekki afgreitt er ljóst að Reykjanesbær vinnur ekki þann stóra lottovinning sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni, frekar en aðra þá sem meirihlutinn hafði áður sett í hana, þess vegna er staða bæjarins slæm núna, en vonandi fyrir alla að úr rætist. Það sem ég er að segja er að betra er halda sig við raunveruleikann eins og hann er, frekar en eins og maður vildi hafa hann.

Hannes Friðriksson , 19.1.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sturla; hvort sem þér líkar betur eða verr var samþykkt að fara í þessa álversbyggingu og tekjur af henni eru áætlaðar samkvæmt Fjárlögum Ríkisins. Þú mátt hafa allskonar skoðanir aðrar en staðreyndin er sú að öll tilskilin leyfi og stjórnvaldsákvarðanir voru teknar af til þess bærum yfirvöldum og þetta eru því ekki draumórar.

Hannes; það er ekki hægt að ásaka stjórnarandstöðuna um Icesave og að samningurinn fari ekki ofan í þjóðina. Þessi Ríkisstjórn hefur hvorki viðhaft vönduð vinnubrögð í málinu né gætt þess að senda nógu öfluga samningamenn eða gætt þess að gæta hagsmuna þjóðfélagsþegnanna umfram hagsmuni Breta og Hollendinga. Ég lýsi því ábyrgð á Icesave alfarið til þeirra sem gerðu samninginn og héngu svo eins og hundar í roði í að koma honum gegnum þingið í stað þess að tryggja sér samvinnu og standa á réttindum Íslendinga. 

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 13:13

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Álver, línulagnir og raforkuframleiðsla af þessari stærðargráðu varðar allt þjóðarbúið en  á ekki að snúast um einn ofvirkan bæjarstjóra.

Það má selja þessa orku til álvera með miklu minni tilkostnaði og minni umhverfisspjöllum.

Sturla Snorrason, 19.1.2010 kl. 13:43

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sturla; þetta álver var ekki samþykkt af einum bæjarstjóra. Það var samþykkt af Alþingi Íslendinga og framkvæmdir eru löngu hafnar en hafa nú stöðvast vegna framgöngu Svandísar og þannig liggur mikill kostnaður og tikkar vexti. Öll tilskilin leyfi og Stjórnsýsluákvarðanir voru löglega teknar og samþykktar þar til Svandís tók upp á sólódansi og dróg til baka og frysti allar atvinnuframkvæmdir á Suðurnesjum en ekki bara álversframkvæmdir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 14:01

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sturla það er einnig tekið fram í stjórnarsáttmálanum að þessar framkvæmdir eigi að fara fram og eigi ekki að hindra.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband