Tuttugu og tvö þúsund frekjudósir á Suðurnesjum?

Fyrir margt löngu þegar Svandís Svavarsdóttir tók upp á því að tefja Suðvesturlínu og þannig alla atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, fannst henni þörf á að hnýta í Suðurnesjamenn þegar þeir kvörtuðu sáran og sagði að þetta væri bara “Frekja” í íbúum svæðisins. 

Nú lætur þessi Ríkisstjórn ekki endasleppt með aðför sinni að íbúum svæðisins og bæði tefur virkjanaframkvæmdir í Þjórsá og sker niður fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja langt niður fyrir þolmörk og að öllum líkindum niður fyrir hættumörk.

 Nægur er flótti heilbrigðisfagfólks af svæðinu fyrir þar sem stofnuninni hefur um árabil þótt boðlegt að vera með nálægt 40% lægri framlög á haus á þjónustusvæðinu en næst lægsta stofnunin á landsvísu. Þetta er þrátt fyrir að á svæðinu sé atvinnuleysi langhæst,hlutfallslegur fjöldi ungra öryrkja, eldri borgara og barna mestur. Þetta samsafn af neytendum er dýrasti hópurinn.

Seint ætla yfirvöld að skilja að það er ekkert fitulag eftir á stofnuninni til þess að skera eins og sést á mikilli framlegð starfsmanna. Nú er verið að skafa beinin og slíta liðböndin og þá fellur allt um sjálft sig og starfsmenn sem hafa áratugum saman lagt metnað sinn í uppbyggingu svæðisins sjá stofnunina á einu "augabragði"tæpu  fara aftar en nokkru sinni áður. Hversu langt er síðan að ekki var skurðstofa á Suðurnesjum? Ætli það séu ekki um 60 ár? 

Undirrituð hneykslaðist mikið á því í fjölmiðlum fyrir ári síðan að stofnunin skyldi ekki fá heimild til að leigja út frá sér þjónustu og aðstöðu í umframnýtingu. Mikið var þá rætt um af hálfu heilbrigðisyfirvalda að ekki mætti detta í það að opna á heimildir til að þjónusta fullgreiðandi viðskiptavini frá útlöndum og þannig hagnast á heilsubresti annarra þjóða. Enn fremur voru þau rök færð fram að slíkt yrði að lokum til þess að slíta þjónustuna frá íbúum. Hvar erum við núna? 

Hvernig væri að yfirvöld sæju að sér og færu að greiða eftir reiknilíkani sem tæki mið af íbúafjölda á þjónustusvæðinu öllu en ekki geðþótta. Best væri að þau skiptu sér svo sem minnst af starfseminni hér fyrst þau geta ekki annað en skemmt fyrir allstaðar, hættu skemmdarstarfsemi sinni og eftirlétu forstöðumanni að afla sértekna á allan þann hátt sem honum væri unnt til að byggja upp starfsemi, þjónustu og atvinnu til hagsbóta fyrir íbúana á svæðinu og ná fram rekstrargrundvelli fyrir stofnunina. Ekki væri verra að stofnunin nýtti tækifæri sín til lækningatengdrar ferðaþjónustu til sköpunar atvinnu, aukinnar þjónustu og gjaldeyristekna. 

Með meistararitgerð minni í Stjórnun Heilbrigðisþjónustu sýndi ég fram á góðan grundvöll fyrir lækningatengda ferðaþjónustu og einmitt núna þegar gengið er svona hagstætt ætti að hamra járnið og nýta markaðstækifærið. Hægt er að byrja strax í smáum stíl. Skorað er á alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn og sýna þessu áhuga s.s. þjónustuaðila, tryggingafélög og lækna sem gætu hugsað sér að  koma að stofnun slíks félags að hafa samband við undirritaða.


mbl.is Mótmæla niðurskurði á HSS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband