Þegiði og borgið!

Steingrímur segir að fólk átti sig ekki á því að vextir á skuldum þjóðarbúsins muni sliga þjóðina á næstu misserum. Hann virðist engan veginn gera sér grein fyrir því að vextirnir eru nú þegar að sliga heimilin, 380% fleiri heimili en í haust! Ef ekkert verður að gert mun almenningur ekki sjá sér neinn hag í að reyna áfram og hverfur á braut, þ.e. þeir sem það geta, hinir munu sitja eftir í súpunni. Það munu verða öryrkjar, gamalmenni og fólk sem ekki kemst í burtu einhverra hluta vegna sem mun halda uppi fjöldanum. Hverjir eiga þá að borga fyrir vextina, neysluna, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og félagmálakerfið? Ef almenningur á að borga, verður að tryggja að hann geti það. Það verður að leiðrétta vísitöluna og lækka vextina hratt! Fjöldi manns sem ég þekki, sérstaklega menntafólkið, er farið að horfa í kringum sig, athuga með dvalarleyfi og kynna sér kosti þess að flytja í burtu. Ótrúlegasta fólk sem ég hefði seint haldið að væru að íhuga flutning. Ekkert af þessu fólki er atvinnulaust!


mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Sorglegt en satt.

Ellert Júlíusson, 22.5.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband