Lítla Ísland var "Bitch Slapped Around" segir hollenskur almenningur!

Ég skil ekki hvernig Steingrímur og Jóhanna geta ætlast til að stjórnarþingmenn muni samþykkja þessar ríkisábyrgðir hvað þá stjórnarandstöðuþingmenn. Ég tel það jaðra við landráð að skuldsetja þjóðina þvert gegn vilja hennar og efast stórlega um að stjórnarskrá heimili þeim þetta. Landsmenn skilja nefnilega að það er í raun verið að samþykkja samninga sem ríkið hefur enga möguleika á að standa við og að ríkisábyrgðirnar munu falla á okkur og þá án þess að þjóðin hafi nokkra réttarstöðu.

Ef við eigum að greiða þetta til þess að kaupa okkur frið verður að gera viðsemjendum okkar ljóst að þessi stjórnvöld hafi ekki heimild til þess að semja þannig að innviðir þjóðfélagsins hrynji og það á allra næstu mánuðum. Ég gæti sæst á að við borgum gegn því að bretarnir dragi frá fjármagnstekjuskattinn sem þeir höfðu út úr þessu og að svo verði aldrei meiri afborganir en svo að það fari í 1% af vergri þjóðarframleiðslu þar til umsamið gjald er uppurið. Best væri að þar sem þeir tóku Landsbankann hirði þeir hann og allar hans skuldir og ábyrgðir.

Ég hef orðið þess áskynja að fólk er farið að horfa ansi mikið til útlanda og það er ekki aðeins fólkið sem er atvinnulaust og fjölmargir sem ég þekki ætla ekki að mótmæla á Austurvelli heldur fara beint og kaupa sér farmiða ef þetta verður samþykkt því þetta er flest menntað fólk sem veit að Ísland verður þriðja heims ríki í áratugi ef þetta verður samþykkt.

Því bið ég stjórnarþingmenn þess lengstra orða að tryggja það að áður en þeir ýta á Já bjölluna krefjist þeir utanaðkomandi sérfræðimat á þessum samningi og skyldum Íslands. Ellegar munu þeir ekki eiga sér viðreisnar von í þessu samfélagi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar flutu sofandi fram af hengifluginu en þessi ætlar að standa á hamarbakkanum og stökkva! Hvort er verra? Eigum við íslendingar ekki betra skilið?

Hvernig svo sem ég lít á þetta þá snýst þetta ekki um hægri eða vinstri, mitt eða þitt heldur að við urðum sem þjóð fyrir arðráni innanfrá og svo árás erlendis frá. Ekki með byssum og sprengjum, nei heldur fjármála, viðskipta og alþjóðlegri pólítískri árás þar sem vinaþjóðum okkar vantaði sökunaut. Hvað gerir heilvita þjóð undir árás? Jú hún stendur saman sem einn maður en slítur ekki hárið af næsta manni af því hann hefur aðrar skoðanir.

Ég segi bara að guði sé lof að Steingrímur og Jóhanna voru ekki við völd þegar við færðum landhelgina úr 50 mílum í tvö hundruð. Þau hefðu ekki aðeins bakkað undan þrýstingnum,nei þau hefðu farið aftur í 12 mílurnar og boðist til þess að greiða skaðabætur á skipum og tekjumissi í Bretlandi. Svei!

Það eru allavega til þingmenn í Vg sem virðast ekki lyddur og hræðslupúkar, hvað með Sf?


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Hvernig viltu svara því sem ég segi hér?  Það eru nefnilega tvö mál - annars vegar hvort við samþykkjum skuldbindinguna um að borga Icesave og hins vegar hvort við samþykkjum þessa tilteknu útfærslu....og 5.5% vextina.  Menn geta verið ósammála útfærslunni með ýmsum rökum, en miðað við það sem á undan er gengið sé ég ekki hvernig eigi að hafna skuldbindingunni.

Púkinn, 26.6.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Stefán Örn Viðarsson

Þú kvartar og kveinar yfir samningnum en hvernig viltu annars fara að því að losna út úr þessu klúðri? Það er einfaldlega verið að reyna bjarga því sem bjarga veður og koma okkur út úr þessu á þann skársta hátt sem í boði er.. því engin kostur er góður í stöðunni.

Stefán Örn Viðarsson, 26.6.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Góði Púki (vonandi ekki á fjósbitanum ), ég er sammála þér að hluta. Við erum nauðbeygð og fleiðruð á nefinu meira að segja eftir að búið er að þrýsta því við gólfið allharkalega. Enda segi ég að ef ákveðið verður að greiða þetta þá þarf að hafna þessu á þingi og neyða þannig breta og hollendinga aftur að borðinu því að við getum aldrei aldrei aldrei staðið við þessa samninga og því ekki samþykkt þennan samning.

Stefán, þessi samningur bjargar engu hann gerir bara allt verra og miklu verra. Það verður að semja betur, punktur og basta.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.6.2009 kl. 17:12

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Facebook hópurinn: NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA hefur eftirfarandi afstöðu:

  • Íslendingum ber ekki lagaleg né siðferðileg skylda, að greiða Icesave-reikningana.
  • Því er hafnað, að Alþingi samþykki samninga við Breta og Hollendinga um Icesave.
  • Það er ekki hagsmunamál Íslendinga, að koma Icesave-málinu til meðferðar dómstóls.
  • Alþingi verður að samþykkja YFIRLÝSINGU, til að virkja lagalegan rétt þjóðarinnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.6.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er sammála þér Loftur að í raun ber okkur engin skylda til þess að borga og ef að við eigum að borga ætti EES líka að borga þetta niður og bretarnir að draga fjármagnstekjuskattinn sem þeir hirtu af þessari veltu á Icesave frá heildarupphæðinni áður en ESBskiptir henni á sig og okkur.

Hvað sem verður er líklegt að ég fari af landi brott ef þessi samningur verður samþykktur í óbreyttri mynd. Ég kýs ekki að búa á Íslandi og horfa á innviði þess hrynja. Ég held að fólk skylji þetta engan veginn, þetta er ekki spurning um heiður! Þetta er spurning um að koma börnum okkar og barnabörnum á legg á mannsæmandi lífskjörum. Það er enginn heiður að því að fórna framtíð barna okkar. Ísland hefur aldrei átt gjaldeyri sem nálgast það sem vextirnir, hvað þá afborganirnar eiga að kosta, ekki einu sinni í allri þennslunni. Ég held að þessi stjórnvöld hafi enga tilfinningu fyrir því að þjóðin finnst hún taka afstöðu með ESB gegn sér.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.6.2009 kl. 21:10

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nær enginn í landinu skilur afstöðu ríkisstjórnarinnar. Þú hefur algjörlega rétt fyrir þér Adda, að almenningi finnst ríkisstjórnin vera að gæta annara hagsmuna en þjóðarinnar. Ríkisstjórnin er að gefa í skyn, að á bak við Icesave-samninginn séu ástæður sem séu svo hræðilegar að almenningur geti ekki borið þær. Bara leynimakkið eitt gefur ástæðu til að hafna ÖLLU sem þessi ríkisstjórn er að gera.

Ef Icesave-samningurinn verður samþykktur af Alþingi, mun reynast nauðsynlegt að grípa til ráða sem ekki hafa verið viðhöfð hér á landi í 200 ár. Ég er að vísa til valdatöku Jörundar Hundadagakonungs. Við eigum ýmsa mótleiki í stöðunni og háspil á hendi. Of snemmt er að opinbera mínar hugmyndir.

Getur verið að Sossar allra flokka, telji heiður að því að láta svín-beyja sig ? Mikið skelfing hlýtur siðferðisvitund þessa fólks að vera brengluð. Sækja þessir menn sjálfsvirðingu sína til erlendra kumpána á borð við Gordon Bulldog Brown ? Hvers konar skítseiði hefur þá þessi þjóð alið af sér !

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.6.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Strax í fyrirsögninni varð ég strand. 

Hvað þýðir „bitch slapped around“?

Ertu viss um að almenningur í Hollandi tali ensku?

Guðmundur Guðmundsson, 28.6.2009 kl. 18:26

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

 Það er von þú hváir Guðmundur en málið er að ég tala ekki hollensku heldur ræði ég við þessa vini mína á ensku og þetta er bein þýðing að þeirra sögn. Mér fannst "lamin hóra" ekki alveg ná yfir innihaldið sem á að þýða að alþekkt er þar í sögunni að lítilmagnar verða fyrir ofbeldi og þá gjarnan hórur sem siða þarf til að mati þeirra sem gera þær út.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 28.6.2009 kl. 20:21

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Adda, ég þýði þetta orðasamband með "lúbarinn hundur".

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.6.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband