30.4.2009 | 12:31
Hvað er satt og rétt?
Samkvæmt þessari ályktun Árna Johnsen er ég sek þó ég sé ekki frambjóðandi. Ég, líkt og fjöldi annarra sjálfstæðismanna hvatti fólk til þess að kjósa flokkinn. Mjög margir viðmælendur höfðu á orði að ef hinir eða þessir aðilar væru ekki í framboði myndu þeir kjósa flokkinn en ætluðu ekki að gera það vegna þeirra. Hiklaust, hvatti ég þetta fólk til þessa að nota útstrikanir frekar en að kjósa aðra flokka þvert á skoðanir sínar og bennti fólki á að það væri réttur þeirra sem kjósenda að strika út. Þetta þýðir ekki að maður hafi talað niður frambjóðendur.
Árni getur ekki skellt skuldina á sína meðframbjóðendur fyrir mikla óánægju kjósenda með Sjálfstæðisflokkinn. Aldrei hef ég heyrt frambjóðendur hvetja flokksmenn eða kjósendur til að strika út ákveðna menn. Hitt er sjálfsagt að benda kjósendum á að útstrikanir séu kostur frekar en að kjósa aðra flokka.
Árni hefur verið afspyrnu duglegur í flokksstarfi og lagt ómælda vinnu fram fyrir hann og hefur aflað sér vinsælda flokksbundinna fyrir. Hitt er annað að almennir kjósendur hafa ekki áhuga eða vitneskju um slíkt. Fjölmiðlar hafa farið hamförum gegn flokknum í kosningabaráttunni og í því ljósi eru ákveðnir einstaklingar erfiðari en aðrir til að hafa í farteskinu. Árni ætti því að beina reiði sinni gegn þeim en ekki samflokksmönnum sem margir gáfu honum góða kosningu í prófkjörinu.
Fásinna að útstrikanir hafi verið skipulagðar í Árborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ótrúlegt, að vanur maður eins og Árni Johnsen skuli vera að væla yfir persónulegri útkomu í kosningunum. Eins og hann viðurkennir sjálfur, eru útstrikanir sjálfsagður réttur kjósenda.
Hins vegar þarf að auka vægi útstrikana frá því sem nú er. Óraðaðir framboðslistar er sjálfsagt hið endanlega form, en prófkjörin hljóta að vera aðferðin við að komast á framboðslista. Jóhanna var eitthvað að bulla um að þeirra tími sé liðinn. Það er hennar eigin tími sem er liðinn !
Burt með Jóhönnu !
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.5.2009 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.