27.3.2009 | 13:02
Notum lífeyrissjóðina okkar fyrir okkur
Er ekki nokkur leið að fá þessa krónubréfaeigendur út án þess að eyða í þá gjaldeyrislánum AGS? Nú hefur ávöxtun lífeyrissjóðanna ekki verið nema um 1.7% á ári að meðaltali síðustu fimm árin. Þeir þurfa um 3.5% til þess að ráða við skuldbindingar sínar. Geta þeir ekki gert betur hér á landi?
Ég spyr því hvort ekki sé til leið til að nota eigur okkar íslendinga erlendis til að losa okkur við þessa fjárfesta fyrr og betur. Þannig kæmi þetta ekki niður á gjaldeyrisforða okkar og staða okkar yrði öll lausari og frjálsari til athafna hvort heldur sem stefnt yrði að upptöku annars gjaldmiðils eða farið í aðrar aðgerðir.
Hvernig væri að þeir skiptu á eigum sínum erlendis við þessa krónubréfaeigendur? Þeir gætu þá komið inn, leyst út krónubréfin með ríkisskuldabréfum eða farið í fjármögnun framkvæmda hér innanlands sem búið er að reikna út að er hagkvæm og með góða ávöxtun s.s. sundabraut, jarðgöng undir Vaðlaheiði, suðurlandsveg o.s.frmv. Þannig kæmust framkvæmdahjól í gang, aukin atvinna, bættar samgöngubætur, góð ávöxtun, afnám gjaldeyrishafta, og fleira og fleira.
Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega peningarnir okkar og fyrir þjóðina er örugglega hagkvæmara að nota þá og ávaxta hér innanlands en taka erlend lán og viðhalda gjaldeyrishöftum. Hefur þetta verið skoðað af fullri alvöru?
Krónan veikist lítillega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.