Sjálfstæðisflokkurinn sá þó til þess á stjórnarárum sínum að skuldir ríkissjóðs voru greiddar niður. Hefði það verið gert með aðra flokka í stjórn? Hefðu félagshyggjuflokkarnir ekki eytt þessum peningum í önnur mál og við fengið þetta ofan á skuldsettan ríkissjóð? Hefðum við verið betur stödd til að takast á við kreppuna? Hefðu þeir gripið inn í yfirvofandi aðsteðjandi hættu fyrr?
Ég bendi á að bæjði Framsókn og Samfylking voru í stjórn í undanfaranum og þessir flokkar fóru með bankamálin síðusta rúman áratuginn og þeir voru með fjármálaeftirlitið. Hættið að öskra og kenna öllum öðrum um, ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir utan heimskreppu er að þrír flokkar af fjórum áttuðu sig ekki á aðsteðjandi vanda nógu tímanlega, gripu ekki inn í atburðarásina og ekki aðeins þeir heldur öll þjóðin spilaði með útrásarvíkingunum meðan þeir rændu okkur.
Eini flokkurin sem ég Sjálfstæðismanneskjan viðurkenni fúslega að varaði við bankakerfinu var Vg en maður var bara svo vanur bulli úr þeim vígstöðum að enginn þ.e. rúm 70% þjóðarinnar tók nokkurt mark á þeim, "úlfur, úlfur" komplexið var þar á ferð. Nú sitið þið kjósendur annarra flokka en Sjálfstæðisflokks og reynið að fyrra ykkur ábyrgð og benda á Sjálfstæðisflokkinn sem öfga hægri flokk sem er hlægilegt þegar þið skoðið aðra hægri flokka í heiminum. Maður hefur meira að segja heyrt fólk segja í fullri alvöru að allir útrásarvíkingarnir hafi verið sjálfstæðisfólk og því séu sjálfstæðismenn örugglega hópur fjárglæframanna!
Á Íslandi er ekki til öfga hægri flokkur frekar en vistri flokkur í USA. Hann er t.d. langt til vinstri við Demókrata og þess vegna fannst mér afskaplega fyndið þegar ég heyrði framsóknarmann kalla Obama og flokksbræður hanns, systurflokk sinn í fjölmiðlum. Bandaríkjamenn banna vinstri flokka!
Vegna þessarar stöðu sinnar, sem er til orðin þar sem allir Íslendingar tengjast meira og minna innbyrðis hefur flokkurinn verið flokkur fyrir alla alþýðu jafnt sem efnamenn. Og þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft svona mikið fylgi hér þ.e. gætir líka lítilmagnans þó hann tilheyri miðju og hægra litrófinu. Þetta vita menn, hann stendur fyrir frelsi einstaklingsins og möguleika hans til að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Hann stendur fyrir því að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, en því miður misskildu sumir aðilar þetta og hjálpuðu sér sjálfir í að ræna þjóðina fjöregginu. Þetta voru að öllum líkindum glæpamenn sem fá þá að borga sína skuld til samfélagsins.
Hvergi annarstaðar í heiminum er bennt á hægri flokka sem sökuvalda hrunsins/kreppunnar og kostaði hún nú meira per mannsbarn í USA en hér. Ekki heyri ég mikið talað um það að kommúnistar verði að grípa til valda þar og í Bretlandi sem hefur orðið næst verst úti á eftir okkur. Við Sjálfstæðismenn tökum til hjá okkur og dustum í hornin sbr. endurreisnarnefnd og hjá okkur er allt uppi á borðinu og rætt er saman á gagnrýnin en ábyrgan hátt. Við trúum ekki á afturhaldsstefnu og skella öllu í lás og harðneytum að hugmyndafræði okkar sé sökin á vandanum.
Athugasemdir
Lifir þú enn í kaldastríðinu? Þetta heimskulega komma bull er barnalegt. Íhaldið er svo pikkfast í rökþrota málflutningi sínum að það orðið vandræðalegt. Þið mynduð kjósa þennan flokk þó hann fremdi hryðjuverk.
Davíð Löve., 15.3.2009 kl. 16:59
Efnahagshryðjuverkaflokkurinn seldi bankana þrjá (úr greipum fólksins í landinu) fyrir 35 milljarða króna. Þegar einkavinirnir höfðu mergsogið allan gróða og komið fyrir á Tortóla (með bónusum sínum til Valhallarklíkunnar) sá auðvaldsflokkurinn fyrir því að þjóðin fengi þessa sömu banka aftur í hausinn en nú með 2.000 milljarða skuld.
Þetta hryðjuverk er síðuhöfundur að réttlæta og kallar það að borga niður skuldir ríkisstjóðs (hahahahahahaahahahahahaahahahaahahahahahaahahahahah).
Ef mikið af landsmönnum eru álíka flón og síðueigandi er e.t.v. ekki mikið að gera nema fara að hætti Spaugstofunnar fyrir almenning í landinu.
Þór Jóhannesson, 15.3.2009 kl. 17:10
Var Samfylkingin í stjórn síðasta rúman áratuginn? Ekki rekur mig mynni til þess.
Var Samfylkingin í stjórn þegar bankarnir voru einkavæddir? Nei, það held ég nú ekki... Þá voru Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn og réttu vinum sínum bankana á silfurfati... þessir "vinir" Sjálfstæðisflokksins kunnu bara ekkert að reka banka og settu þá og þjóðina á hausinn á örfáum árum... Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn sl. 18 ár og sannaði það með rækilegum hætti að honum er ekki treystandi fyrir stjórn efnahagsmála landsins... er hægt að standa sig verr en að setja heila þjóð á hausinn?
Brattur, 15.3.2009 kl. 17:21
leiðrétting "rekur mig minni"
Brattur, 15.3.2009 kl. 17:22
Brattur ég taldi báða flokkana Framsókn og Samfylkingu þegar ég talaði um rúman áratug þ.e. síðustu 18 árin hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki farið með bankamálin og FME. Það var jú vissulega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins sem bankarnir voru einkavæddir og það þarf að gera það aftur bara vanda betur til verks. Samfylkingin var yfir bankamálum og FME síðasta eina og hálfa árið fyrir hrunið það er það tímabil sem flestir voru að vara við yfirvofandi vanda og gerðu ekkert! Ég er einmitt að ítreka þetta allt sem þú segir í greininni minni; það voru fleiri flokkar í stjórn á þessum árum sem rangar/engar ákvarðanir voru teknar varðandi yfirvofandi hættu. Vissulega hefði Sjálfstæðisflokkurinn átt að vera virkari þar en hann var ekki einn. Þrír af fjórum stærstu flokkum lýðveldisins eru undir sama merki og það er rangt að velta allri sökinni á Sjálfstæðisflokkinn. Nú þurfum við að taka til hendi sem þjóð og það er engum greiði gerður með að finna einn sökunaut þegar þeir voru margir og málið flókið. Þetta hrun og undanfari þess er beinlínis rannsóknarefni hvað varðar samfélagsleg viðbrögð fyrir og eftir. Ég vildi að einhver tæki að sér meistara- eða doktorsrannsókn á þessu tímabili.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.3.2009 kl. 09:38
Davíð og Þór, flokkurinn er fólkið sem í honum er, og er hvorki betri eða verri en þeir fulltrúar sem eru kosnir af hinum almenna félagsmanni. Þið gleymið því að um fjörutíu þúsund Íslendingar eru í Sjálfstæðisflokknum. Þetta er ekki hópur öfgasinnaðra uppreisnarmanna heldur fólk sem vill frelsi einstaklinganna. Þetta eru ekki auðvaldssinnar, eins og Þór kallar þá á svo gamaldags hátt líkt og Stalín, enda sýnir flokkskráin að fylgið dreifist nokkuð jafnt milli allra stétta. Ef þið viljið halda því fram að yfir fjörutíu þúsund Íslendingar séu flón þá bendi ég einfaldlega á að við eigum fleiri skoðanabræður en eru í Vg eins og sagan sannar. Ég er einfaldlega að segja að þið getið ekki leyft ykkur að klína gerðum og afleiðingum glæpamanna á heilan flokk fólks. Og Þór ég myndi ekki gráta þó þú færir að hætti Spaugstofunnar, kannski myndirðu þurfa að læra kurteisi annarstaðar.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.3.2009 kl. 09:53
Fasistaflokkurinn í Þýskalandi hafði líka meira en 50% fylgi en það gerir verk hans ekki neitt betri í sögulegu samhengi - svo þessi rök þín um fjölda félaga falla um sig sjálf.
Auðvitað gráta auðvaldssinar ekki ef öflugir talsmenn réttlætis fari úr landi - en því miður fyrir þig Adda auðvalds- og spillingarsinni Sigurjónsdóttir að þá mun ölll yngri kynslóðin fara að hætti Spaugstofunnar ef siðleysingjarnir í Sjálfstæðisflokknum komast til valda á ný - ekki bara ég!
Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 11:55
Takk fyrir góða pistla Adda; ábyrg, málefnaleg og góð rödd í umræðunni.
Úrtölumenn sem birtast m.a. hér í athugasemdakerfinu hjá þér og víðar og fara mikinn með gífuryrðum á bloggum sínum gera ekkert nema gera flesta enn staðfastari í að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.