8.4.2011 | 07:11
Nú verður Jóhanna ánægð eða hitt þó heldur
Þessi grein Evu hlýtur að gleðja Jóhönnu og Steingrím eða hitt þó heldur. En staðreyndin er að þetta er rétt hjá henni. Það er rangt að breyta reglum eftir á og aldrei er réttlætanlegt að færa ábyrgðir einkafyrirtækja yfir á almenning.
Jafnvel þó að við höfum verið að taka á okkur kostnað vegna falls bankanna hefur það hingað til verið til að tryggja flæði vöru og peninga til landsins og til að halda uppi samfélaginu. Eða svo hefur okkur verið talin trú um þó að mér finnist nú fulllangt hafa verið gengið í þeim efnum. Þessi samningur fer umfram þá nauðsyn.
Augu umheimsins á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Adda Þorbjörg
það breytist ekkert í hugarfari Jóhönnu þó fólk viti hvað er rétt og rankt því hennar verk eru rétt fyrir valdníðinga þjófa og aðra miseymdarmenn og að koma þjóðinni á kúpuna annað skyrptir hana ekki máli svona er hennar gegnsagi.
Jón Sveinsson, 8.4.2011 kl. 08:45
Jóhanna þarf bara að losa sig við veruleikafirrtan aðstoðarmann sinn. Eva Joly er sannur Íslandsvinur og selur ekki sína sannfæringu og skoðanir. Henni getum við treyst þótt sumir sjálfstæðismenn hafi ekki skynjað það.
Þegar flest vinnandi fólk er farið héðan er spurning hver á að njóta vörunnar og peninganna? Ekki lítur út fyrir að gamla fólkið sem á mest skilið að njóta peninganna, eigi von á neinu betra en nú er. Það er hreinlega til skammar hvernig farið er með gamla fólkið sem stritaði fyrir velferðinni og er nánast tekið af lífi núna? Það besta sem við gerum fyrir gamla fólkið og alla aðra Evrópubúa er að segja nei við bankaránum!
M.b.kb.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.