5.10.2010 | 19:52
Góða þjófavörn og minni hefndarþorsta
Ég las einhverstaðar hjá bloggara að það að ákæra Geir væri líkt og ákæra húsbyggjanda sem hefði byggt stórt og glæsilegt hús með stórum gluggum til þess að hleypa ljósinu og birtunni inn. Ræningjar hefðu notað þessa stóru glugga til þess að ræna húsið en þar sem ekki náðist til ræningjanna hefði húsbyggjandinn verið ákærður. Hérna var ljósið þá tákn um frelsið. Við getum tekið þetta lengra og sagt sem svo að þessi Ríkisstjórn vilji múra upp í gluggana og minnka þá og halda ljósinu úti og setja rimla fyrir gluggana sem eftir verða. En er það þetta sem við viljum Íslendingar? Er rétt að snúa sér frá frelsinu? Hefði ekki verið betra að setja góða þjófavörn á formi betri reglugerða og eftirlits?
Ég er sammála skýrslu Sjálfstæðisflokksins að hugsjónin hafi ekki brugðist heldur framkvæmdin.
,,Hefndarþorsti og eftiráspeki" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.