Há verðbólga + verðtrygging + gjaldeyrishöft = króna

Hvernig væri þá að fara 20% niðurfellingarleiðina strax? Við það skapast svigrúm hjá skuldsettum til þess að fara út í fyrirtækjarekstur og ráða atvinnulausa. Einnig fyrir fólk að eyða í neyslu sem skapar atvinnu fyrir aðra. Hvernig væri að einangra og leggja allan okkar kraft í að leysa krónubréfamálið svo að hér sé hægt að henda út gjaldeyrishöftum strax? Hvernig væri að hætta að blása lífi í 6 mánaða gamalt hræ krónunnar, líta á hana sem ónýtt vörumerki og taka upp annan gjaldeyri strax. Tvíhliða dollar eða myntráð? Það er sama hvað við blásum líkið mun ekki lifna við, jörðum það. Hvernig væri að þora?

Há verðbólga+verðtrygging+gjaldeyrishöft= króna

Það sem kemur í veg fyrir að við getum skipt henni út er krónubréf. Hvernig væri að allir legðu höfuðið í bleyti og fyndu lausn á þessum krónubréfavanda?

Hvað á það að þýða að vilja ekki stóriðju? Við þurfum öll störf sem standa til boða. áliðnaðurinn verður sérstaklega mikilvægur ef hér verður tekinn upp dollar þar sem ál og raforkuverð er tengt dollar.


mbl.is Störf verða ekki til á skrifstofum stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Ekkert 20% kjaftæði.

Þetta myndi kosta 1300ma. og verða þjóðargjaldþrot.

Þeir sem ekki kunna að reka fyrirtæki eiga að missa þau.

Þeir sem ekki kunna að reka heimili eiga að missa þau.

Þetta er líka svo óréttlátt, ef 2 sem eiga skuldlaust 50mil. hús.

Annar tekur 90% lán kaupir fyrir 45mil sumarhús 2 10mil bíla og 5mil í sólarlandaferðir. þá fær sá hin sami 9mil gefins.

En hinn sem var ekki fáviti, fær ekkert.

Svo getur 80-90% fólks auðveldlega borgað af sínum lánum og þá er ríkið að fara að senda lífeyrissjóðum pening 4-6mil. sem viðkomandi var að borga á 40árum og ríkið þarf að loka fjárlaga gati og tekur þetta því af einstaklingnum á 4-5ár mest í miðri kreppu.

Þetta er bara svo vanhugsað og ósamgjarnt og þeir sem eiga mesta skuldir eiga bara að missa sínar eignir. Ef það á að hjálpa látekjufólki gerir maður það einfaldlega með því að láta það borga mest 50% tekna í lán. Greiðsluaðlögun, það er augljóst að iðnaðarmenn sem eru 33% atvinnulausra verða það ekki til frambúðar nema við förum í ESB hehe.

Góðar stundir.

Hjalti Sigurðarson, 9.4.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta er skammsýni hjá þér Hjalti. Það þarf að skoða hvað kostar að gera þetta ekki og þá fer allt í bremsu. Með þessari aðferð fara hjól atvinnulífsins að rúlla. 50% afskriftir inn í nýju bankana þýða í raun að gert er ráð fyrir að 50% fari í gjaldþrot eða innheimtist ekki. Með þessari aðferð innheimtist að öllum líkindum 75%.

Hvort einhverjir örfáir græði eru smámunir miðað við hvað það kostar að gera þetta ekki. Hvað kostar að 25% fleiri fyrirtæki fari á hausinn en ella og 25% fleiri heimili? Hvað lækka húseignirnar meira en annars hjá þeim m.a. sem ekki tóku lán? Hversu margir fleiri menntaðir flýja til útlanda?

Það sem þú skilur ekki er að það eru ekki eingöngu þeir sem ekki kunna að reka heimili og fyrirtæki sem missa þau heldur líka þeir sem eiga góð fyrirtæki en almenningur mun snarhætta að versla við og fólk sem var með 50% veðsetningu er skyndilega komið með 130% veðsetningu.

Allar forsendur lánasamninga eru brostnar og þjóðfélagið á leið fram að hengiflugi nema við setjum á línuna þannig að fleiri munu ekki lenda í gjaldþroti og fleiri eiga seðla til að kaupa þjónustu til að viðhalda atvinnu. M.Ö.O. þessi aðferð dregur úr atvinnuleysi, gjaldþrotum og eykur veltu. Allir græða.

Það þarf að horfa á heildarmyndina og hætta að góna eingöngu á það að einhverjir koma betur út en aðrir. Þjóðfélagið í heild verður í mun betra ástandi og svo mun þurfa sértækar aðgerðir tilviðbótar fyrir þá verst settu. Heildarmyndin í þessu dæmi gefur betri útkomu fyrir flesta fyrir minni kostnað en aðrar aðferðir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband