4.9.2009 | 07:09
Þetta er ekki gott
Þóroddur, prófessor við Háskólann á Akureyri telur að það geti verið gott fyrir Ísland að á skelli fólksflótti. Hvernig má það vera að maðurinn telji þennan fólksflótta af hinu góða? Hverjir hafa mestu möguleikana á að flytjast úr landi? Jú það er menntafólkið sem er eftirsótt og mestu skattgreiðendurnir. Ég fyllist skelfingu við þá tilhugsun að ef um tíu prósent þjóðarinnar flytur teljast það um þrjátíu þúsund manns! Líklegt má telja að þeir fullorðnu í þeim hópi komi að mestu úr hópi hinna sjötíu þúsunda sem halda uppi velferðarkerfinu á Íslandi með sköttum sínum. Aðrir hafa lítið að sækja til útlanda nema þá menntun og nú er hagstæðara að mennta sig á Íslandi meðan gengið er svona.
Athugasemdir
Atvinnuleysi er í góðri stjórnun algjörlega óþarfur þáttur. Það má vel vera að Þóroddur vantreysti stjórnvöldum til þess að höndla málið og þá er fólksflótti sannarlega til þess gerður að lækka atvinnuleysistölur
Sigurður Þorsteinsson, 16.9.2009 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.