1.6.2011 | 14:29
Hvað í ósköpunum gengur þeim til?
Ætla þingmenn í alvöru að fara að eyða mikilvægum þingtíma í að ræða um frumvarp um reykingar sem er algerlega út í hött?
Á Íslandi í dag róum við lífróður til að koma efnahagskerfinu okkar í gang og m.a. hefur ferðamannaþjónustan verið nefnd sem bjargráð nú þegar gengi krónunnar er svona lágt. Hefur einhverjum dottið í hug að velta fyrir sér áhrifum sígarettubanns á ferðamannaiðnaðinn á Íslandi? Það er góðra gjalda vert að vilja draga úr dauðsföllum af völdum reykinga og er ég síðust manna að mæla þeim bót en hvað svo? Eigum við að banna umferð um vestfirði því vegirnir svo hættulegir? Viljum við stórauka smygl og neðanjarðarkerfið? Erum við svo vel í sveit sett að við höfum heilbrigðisstarfsfólk á lausu til að eiga við hundruða manna sem vilja fá lyfseðill fyrir sígarettum?
Nei höldum áfram að leggja áhersluna á forvarnir og hátt verð til að hindra nýja notendur. Okkur hefur áunnist mjög vel og erum á réttri braut. Ef endilega þarf að grípa til ráðstafana og forræðishyggju setjið tóbakið þá inn í ÁTVR með hinu eitrinu. Eyðum tíma þingmanna og heilbrigðisfagaðila við að ausa vatn úr bátnum í stað þess að bæta því í hann endalaust.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.