1.6.2011 | 07:02
Þetta er fáránlegt!
Seint ætla ég fanatíkusinn að mæla reykingum bót en er þetta ekki of langt gengið í einu stökki? Mér finnst algerlega fáránlegt að fólk verði að fara inn á lyfjastofnanir til að kaupa sígarettur og ef að fara á að selja þær sér ætti frekar að setja söluna inn í ÁTVR. Hefur einhver þessara þingmanna hugsað um áhrif þessa banns á ferðaþjónustuna? Nú eða hvað þá álagið á heilsuræslurnar? Á fjársvelt heilbrigðiskerfið að fara að manna fleiri stöður í það að útvega reykingamönnum sígarettur?
Mér er fullljóst að þetta er alvarlegur kvilli og löngu væri búið að loka vegum sem dræpu eins marga á ári en mér finnst þetta full geræðislegt stökk og sérstaklega í viðkvæmu efnahagsástandi okkar. Stefnum að því að banna reykingar en ekki á einu bretti og ekki núna.
Einungis sérmenntaðir heilbrigðisstarfsmenn skrifi upp á tóbak fyrir tóbaksfíkla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Næstum því sammála þér. Finnst það algjör óþarfi selja tóbak eingöngu í ÁTVR (einnig áfengi) Ef fólk vill fara útí búð sem hefur mun sveigjanlegri opnunartíma en ÁTVR þá afhverju banna þeim það? En jú þetta er algjörlega fáranlegt!
Eiríkur (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 07:14
Sammála. Ég reyki ekki og þetta er viðbjóður og ég vill ekki að fólk sé að reykja nálægt mér. En hvað fólk gerir við sína heilsu er bara e h sem mig varðar ekkert um! Ef fólk vill reykja sig í gröfina og drekka sig þangað líka þá bara gerir fólk það og fólk á bara að fá að gera það ef það er það sem fólk vill gera sér. Siv,Árna jonsen og e h öðrum varðar ekkert um hvort fólk reyki heima hjá sér eða ekki. þetta er bara bilun og þetta rugl þarf að stoppa!
óli (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 12:12
Flott,
í framtíðinni þá má ekki gera neitt óheilbrigt ! Bönnum allt óheilbrigt !
það má bara gera óheilbrigt, með læknisvottorði. Í framtíðinni má bara kaupa sér kókakóla og hamborgara með læknisvottorði ! Þetta er svoddan einsdæmi... hef ekki séð slíka framtíð einu sinni í vísindaskáldsögu, en flott samt !!! og við íslendingar getum verið fyrst til !
En hvenær ætlum við íslendingar að byrja að endurvinna sorp og ná nágrannaþjóðum okkar í þeirri framtíðarvæðingu?
Jonsi (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.