24.9.2010 | 13:11
Hvað getum við gert?
Ég held að það sé alveg fullljóst að ekki þýðir að bíða eftir að þessi Ríkisstjórn fari að hysja upp um sig buxurnar og auðveldi uppbyggingu Helguvíkur og virkjanir sem geta skapað atvinnu, gjaldeyrisinnflæði og veltu.
Af hverju ættum við að eltast við erlenda fjárfesta eingöngu? Þrátt fyrir marga góða kosti þess að fá erlenda fjárfesta þá eru líka ókostir s.s. þeir að gjaldeyrinn sem flæðir inn fer að stórum hluta út aftur á formi arðgreiðslna og afborgunar lána.
Hvernig væri að við almenningur hefðum frumkvæði að því að stofna fyrirtæki eða sjóð sem safnaði fé almennings til þess að fjárfesta í orkufyrirtækjum, virkjunum og jafnvel fleiru s.s. lækningatengdri ferðaþjónustu, ferðaþjónustu o.frv.
Það þarf bara að byrja og halda stofnfund. Þetta er örugg fjárfesting með ásættanlegri ávöxtun og virkjar féð sem situr á neikvæðum vöxtum inni í bönkunum.
Koma svo...........
Hleypa þarf lífi í markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.