Skyldi Álfheiður skilja þetta? Sífellt færri munu þurfa að reka kerfið fyrir sífellt fleiri.

Þetta er kjarni málsins og um leið ástæða þess að leið VG í heilbrigðisþjónustu er vonlaus og stefnulaus. Það verður að finna leið til þess að láta heilbrigðiskerfið skapa tekjur og auðvelda einkarekstur í því þannig að það fái að taka þátt í markaðshagkerfinu. Það þarf einnig að hætta að vera stakur afmarkaður geiri og fara í meiri skörun við aðra þjónustugeira. Það þarf að ýta undir nýsköpun, frumkvæði og markaðssetningu.

Lenska hér er að hræða almenning með "Ameríska kerfinu" en líkt og greinin segir frá þá eyðir USA stærsta hluta skatttekna í heilbrigðisþjónustu allra OECD landa. Vandamálið þar er að það er illa rekið og stjórnlaust. Veitir og fáum, of dýra þjónustu. Lítið fer fyrir því að vekja áherslu á að helstu, bestu og hagkvæmustu kerfin í heiminum eru líka einkarekin.

Lausnin er að aðalkaupandinn sé Ríkið af þeirri þjónustu sem það vill kaupa fyrir þegna sína, það sé ávallt í forgangi á lágmarksverði og annað sé til sölu og tekjuaukningar fyrir landsmenn sem og erlenda íbúa. Við erum nefnilega samkeppnisfær, höfum umframgetu og mannauð. Þá sárvantar okkur að fullnýta aðstöðu og skapa gjaldeyristekjur sem ekki fara jafnharðan aftur út til greiðslu lána eða arðs til erlendra fjárfesta.


mbl.is Kostnaður við heilbrigðiskerfi hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, ég hef velt því fyrir mér, þ.s. eitt af stóru vandamálunum er hvernig á að halda hæfu starfsfólki hérlendis, að heimila sjúkrahúsunum að markaðssetja sína þjónustu erlendis til útlendinga.

*Ef kerfið getur aflað sér sjálfsaflafjár, til að standa undir sér sjálft að hluta, þá væntanlega er hægt að framkvæma fleiri aðgerðir á Íslendingum.

**Vandinn er sá, að þ.s. sjúkrarými er þá frátekið fyrir útlendinga, þá halda menn alltaf að þá væri verið að svipta íslendinga sjálfa einhverju.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband